Ármann

Fréttamynd

Pappatré í Paradís

Töluverð fólksfjölgun hefur orðið á undanförnum árum í kringum Laugardalinn enda eftirsóttur staður til búsetu, miðsvæðis í borginni. Þéttingu byggðar hefur verið vel tekið og íbúar virðast almennt fagna þeirri stefnu með fjölbreyttum samgöngukostum, grænum lausnum og aukinni þjónustu í nærsamfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Niður­staða við­ræðna um nýja þjóðar­höll kynnt á föstu­dag

Niðurstaða úr viðræðum ríkisins og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll fyrir handbolta, körfubolta og aðrar innanhússíþróttir verður kynnt á fundi borgarráðs á morgun. Málið er svo á dagskrá ríkisstjórnar á föstudaginn og verður niðurstaðan kynnt opinberlega í kjölfar þess fundar.

Innlent
Fréttamynd

Hnýtur um viðbrögð borgarstjóra og segir framtíð íþrótta bjarta

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að til þess að lausn fáist í umræðunni um nýjan þjóðarleikvang þurfi að ljúka samtali sem hófst árið 2018 um að samkomulag þyrfti að nást milli ríkis og borgar um fjárhagslegt framlag. Engar fjárhagslegar skuldbindingar varðandi þjóðarleikvang er að finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2023-2027.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga.

Innlent