Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

„Getum hrist að­eins upp í hlutunum“

„Við þurfum einna helst að einbeita okkur að okkur leik, hvernig við ætlum að verjast og hvernig ætlum að sækja. Við erum búnir að greina leikinn þeirra gegn Wales og sáum hvernig þeir spila,“ segir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir æfingu liðsins í Izmir í Tyrklandi í gær.

Sport
Fréttamynd

Jón Dagur: „Við fórum vel yfir þetta í vikunni“

„Virkilega gott að byrja á þremur punktum, sérstaklega hérna heima, töluðum um að byrja þessa keppni af krafti og gerðum það,“ sagði markaskorarinn Jón Dagur Þorsteinsson eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli.

Fótbolti
Fréttamynd

„Setti hann ein­mitt svona á æfingu“

„Þetta er auðvitað geggjað, að koma aftur á Laugardalsvöll, skora og vinna 2-0. Það gerist ekki betra,“ sagði Orri Steinn Óskarsson, annar markaskorara Íslands, eftir sigurinn örugga gegn Svartfellingum í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Byrjunar­lið Ís­lands: Gylfi Þór snýr aftur

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla, er í byrjunarliði Íslands sem mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni í fótbolta. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Fótbolti
Fréttamynd

Gummi Ben býst við Gylfa í byrjunar­liðinu

Guðmundur Benediktsson spáði í spilin fyrir landsleik Íslands við Svartfjallaland í kvöld sem gestur Bítisins á Bylgjunni. Hann býst við því að Gylfi Þór Sigurðsson verði í byrjunarliði Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hel­víti góður staður og hérna er hamingjan“

„Þetta leggst mjög vel í mig. Danir eru með sterkt lið en við erum líka með sterkt lið, þannig að möguleikar okkar í þessum leik eru frábærir,“ segir Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands, sem mætir Dönum í undankeppni Evrópumótsins í Víkinni klukkan þrjú í dag. Leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Sport
Fréttamynd

Hefur fundað mikið með for­vera sínum

„Þetta leggst mjög vel í mig og kærkomið að fá heimaleik. Það er orðið ár síðan við spiluðum hérna á heimavelli. Þetta er bara spennandi,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðs karla í fótbolta, um leik dagsins við Dani.

Fótbolti