Brúðkaup

Fréttamynd

Giftu sig á Hlévangi svo faðir brúðarinnar gæti verið með

Kara Tryggvadóttir og Eysteinn Sindri Elvarsson höfðu lengi ætlað að láta pússa sig saman. Þegar þau tíðindi bárust að brugðið gæti til beggja vona hjá föður Köru biðu þau ekki boðanna. Blásið var til brúðkaups á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ svo faðir brúðarinnar gæti fylgt litlu stelpunni sinni upp að altarinu.

Lífið
Fréttamynd

Brúð­kaup ársins 2023

Á hverju ári greinum við á Vísi frá brúðkaupum og hér fyrir neðan má sjá yfirferð yfir þekkta Íslendinga sem gengu í hnappelduna á árinu 2023.

Lífið
Fréttamynd

Ekki þurr þráður í brúð­kaupi Lóu Pind og Jónasar

„Dagurinn var gjörsamlega fullkominn,“ segir sjónvarpskonan og hin nýgifta Lóa Pind sem giftist Jónasi Valdimarssyni við hátíðlega og fjöruga athöfn í Iðnó síðastliðið laugardagskvöld, þann 11.11.23. Gestir felldu gleðitár og var dansað langt fram eftir kvöldi. 

Lífið
Fréttamynd

Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti

Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar

Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti.

Lífið
Fréttamynd

Draumkennt þriggja daga brúðkaup á Ítalíu

Dansarinn og fasteignasalinn, Tara Sif Birgisdóttir og Elfari Elí Schweitz Jakobsson, lögfræðingur, giftu sig í annað sinn, á Ítalíu 11. ágúst síðastliðinn í smábænum Ca­stel Gand­ol­fo. Veisluhöldin stóðu yfir í þrjá daga og var draumi líkast.

Lífið
Fréttamynd

„Svo bara ældu allir, þetta var svo rómantískt“

Hjónin Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelsson giftu sig fyrr í sumar með heldur óvenjulegum hætti. Athöfnin var haldin við Hvaleyrarvatn og gekk erfiðlega að koma mat og drykkjarföngum á svæðið þar sem hvorki rafmagn né eldunaraðstaða er til staðar. Þegar hjónin höfðu innsiglað heitin mættu óvæntir ferfætlingar sem ferjuðu fjölskylduna að veislustaðnum. 

Lífið
Fréttamynd

Ó­vænt pálma­tré settu strik í stóra daginn

Listaparið Sólbjört Sigurðardóttir og Einar Stefánsson hittust fyrst á tónlistarhátíðinni LungA sumarið 2016. Fyrsti kossinn átti sér stað á skemmtistaðnum Húrra haustið eftir. Í byrjun næsta árs breyttist líf parsins svo snögglega þegar ljóst var að þau ættu von á barni. Síðan þá hafa tekið við ótal ævintýri, þar á meðal þátttaka þeirra í Eurovision og ævintýralegt brúðkaup sem haldið var í Vestmannaeyjum fyrr í sumar.

Makamál
Fréttamynd

Létu þjónana missa brúð­kaup­stertuna í gólfið

Listaparið Gunnlaugur Egilsson og Gunnur von Matérn gengu í hjónaband síðastliðna helgi. Gunnlaugur segir athöfnina hafa verið fullkomna og hápunktinum hafi verið náð þegar veislugestir supu andköf yfir gervitertu sem brúðhjónin létu útbúa.

Lífið
Fréttamynd

Dagurinn dá­sam­legur þrátt fyrir að nær ekkert hafi farið eftir plani

„Við erum í smá spennufalli eftir þetta,“ segir verkfræðingurinn og áhrifavaldurinn Katrín Edda. Hún og Markus Wasserbaech giftu sig við hátíðlega athöfn um helgina. Þetta var í annað sinn sem hjúin gengu í það heilaga en fyrst giftu þau sig við litla athöfn í Covid faraldrinum. Því var tilhlökkunin mikil við að fagna ástinni með vinum og vandamönnum.

Lífið
Fréttamynd

Hildur Guðna og Sam giftu sig á á­star­f­leyi

Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir og bandaríska tónskáldið Sam Slater giftu sig í Þýskalandi um helgina. Brúðkaupið fór fram á bát í borginni Berlín, eða á ástarfleyi eins og móðir Hildar orðar það.

Lífið
Fréttamynd

Látinn vinur opnaði himnana á brúðkaupsdaginn

Hjónin Eygló Rún Karlsdóttir og Sverrir Rúnarsson giftu sig með pomp og prakt fyrr í sumar en sama dag fagnaði Sverrir fertugsafmæli sínu. Eygló segist hafa alfarið séð ein um undirbúning og aldrei hafi neitt annað komið til greina en að brúðkaupsveislan færi fram á Hótel Geysi.

Lífið
Fréttamynd

Heimilis­kötturinn gaf eig­endur sína saman

Bandaríska parið Amanda Terry og Steve Terry gekk í hjónaband fyrir skömmu en óhætt er að segja að athöfnin hafi farið fram með óvenjulegum hætti. Vígsluvotturinn var nefnilega heimiliskötturinn þeirra. 

Lífið
Fréttamynd

Brúð­hjón og fyrir­tæki flykkjast til út­landa

Brúðarkjólameistari finnur fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup erlendis og segir það geta verið ódýrara en að halda veisluna hér á landi. Þá virðist lítið hafa dregið úr árshátíðarferðum fyrirtækja til útlanda þrátt fyrir verðbólgu. 

Innlent
Fréttamynd

Bónorðið eins og úr bíó­mynd

Dansarinn og fasteignasalinn, Tara Sif Birgisdóttir trúlofaðist ástmanni sínum Elfari Elí Schweitz Jakobsson, lögfræðingi, í lok árs 2021. Parið gifti sig svo í Vegas nokkrum mánuðum síðar en þau stefna á að halda veglega veislu á Ítalíu fyrir vini og ættingja í haust.

Lífið