Bezos færir brúðkaupið vegna mótmæla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 07:59 Jeff Bezos og Lauren Sanchez ætla að gifta sig um næstu helgi. AP Jeff Bezos, einn ríkasti maður heims, hefur ákveðið að færa brúðkaupið sitt úr miðbæ Feneyja eftir mótmæli íbúa og loftslagsaðgerðasinna. Um tvö hundruð gestir hafa boðað komu sína, þar á meðal heimsfrægt fólk. Jeff Bezos og Lauren Sanchez, unnusta hans, ætla að halda þriggja daga brúðkaupsveislu um næstu helgi í miðborg Feneyja. Mikil leynd liggur yfir nákvæmri staðsetningu hátíðarhaldanna en fjöldinn allur af heimsfrægu fólki er á gestalistanum, svo sem Katy Perry, Kim Kardashian, Mick Jagger og Leonardo diCaprio. Til stóð að ljúka hátíðarhöldunum á laugardagskvöld með viðburði fyrir framan Scuola vecchia della Misericordia bygginguna sem er alveg í miðborg Feneyja. Nú hafa brúðarhjónin ákveðið að færa aðalhátíðarhöldin að Arsenale di Venezia sem er fjær miðbænum. Flestir gestanna mæta því á einkaflugvélum og áætlað er að koma þeirra muni hafa áhrif á flugumferð á flugvelli Feneyja. Þá er höfnin einnig full af lystisnekkjum og fimm hótel er uppbókuð. Hópur íbúa Feneyja var afar óánægður með ákvörðun stjórnvalda að forgangsraða þörfum ferðamanna framar en þörfum íbúa. Þeir mótmæltu ákvörðuninni ítrekað og hengdu meðal annars upp veggspjöld þar sem stóð „Ekkert pláss fyrir Bezos.“ Þá mótmæla einnig aðgerðarsinnar því að Bezos greiði ekki hærri skatta og séu lifnaðarhættir hans afar óumhverfisvænir. „Við erum stolt af þessu. Við erum ekki neinir, við eigum engan pening, ekkert,“ sagði Tommaso Cacciari, einn aðgerðasinnanna á vegum hópsins No Space for Bezos í samtali við breska ríkisútvarpið. Íbúarnir eigi ekki borgina Undanfarna daga hefur mikið gengið á í Feneyjarborg. Meðlimir í hóp sem kallar sig „Allir hata Elon“ komu fyrir stórri mynd af Bezos á torgi í miðbænum. Á henni stóð „ef þú getur leigt Feneyjar fyrir brúðkaupið þitt getur þú borgað hærri skatta.“ Lögreglan var fljót að fjarlæga myndina. „Mótmælin okkar snúast ekki um brúðkaupið sjálfs, heldur um hvað það stendur fyrir,“ segir Simona Abbate, mótmælandi á vegum Greenpeace. „Það er ekki einungis verið að fagna tveimur einstaklingum sem eru að gifta sig, þetta er að sýna lífsstíl sem óumhverfisvænn. Þeir ríkustu lifa í ofgnótt á meðan aðrir lifa með afleiðingum hlýnun jarðar sem þeir bjuggu ekki til.“ Líkt og kom fram hafa íbúar Feneyja einnig mótmælt því að gestirnir komi til borgarinnar. Borgarfulltrúi gefur lítið fyrir mótmælin og segir þau aðeins vera lítinn hluta af íbúunum. „Þessir mótmælendur haga sér eins og þeir eigi Feneyjar en þeir gera það ekki,“ sagði Simone Venturini borgarfulltrúi. Ítalía Brúðkaup Amazon Bandaríkin Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Jeff Bezos og Lauren Sanchez, unnusta hans, ætla að halda þriggja daga brúðkaupsveislu um næstu helgi í miðborg Feneyja. Mikil leynd liggur yfir nákvæmri staðsetningu hátíðarhaldanna en fjöldinn allur af heimsfrægu fólki er á gestalistanum, svo sem Katy Perry, Kim Kardashian, Mick Jagger og Leonardo diCaprio. Til stóð að ljúka hátíðarhöldunum á laugardagskvöld með viðburði fyrir framan Scuola vecchia della Misericordia bygginguna sem er alveg í miðborg Feneyja. Nú hafa brúðarhjónin ákveðið að færa aðalhátíðarhöldin að Arsenale di Venezia sem er fjær miðbænum. Flestir gestanna mæta því á einkaflugvélum og áætlað er að koma þeirra muni hafa áhrif á flugumferð á flugvelli Feneyja. Þá er höfnin einnig full af lystisnekkjum og fimm hótel er uppbókuð. Hópur íbúa Feneyja var afar óánægður með ákvörðun stjórnvalda að forgangsraða þörfum ferðamanna framar en þörfum íbúa. Þeir mótmæltu ákvörðuninni ítrekað og hengdu meðal annars upp veggspjöld þar sem stóð „Ekkert pláss fyrir Bezos.“ Þá mótmæla einnig aðgerðarsinnar því að Bezos greiði ekki hærri skatta og séu lifnaðarhættir hans afar óumhverfisvænir. „Við erum stolt af þessu. Við erum ekki neinir, við eigum engan pening, ekkert,“ sagði Tommaso Cacciari, einn aðgerðasinnanna á vegum hópsins No Space for Bezos í samtali við breska ríkisútvarpið. Íbúarnir eigi ekki borgina Undanfarna daga hefur mikið gengið á í Feneyjarborg. Meðlimir í hóp sem kallar sig „Allir hata Elon“ komu fyrir stórri mynd af Bezos á torgi í miðbænum. Á henni stóð „ef þú getur leigt Feneyjar fyrir brúðkaupið þitt getur þú borgað hærri skatta.“ Lögreglan var fljót að fjarlæga myndina. „Mótmælin okkar snúast ekki um brúðkaupið sjálfs, heldur um hvað það stendur fyrir,“ segir Simona Abbate, mótmælandi á vegum Greenpeace. „Það er ekki einungis verið að fagna tveimur einstaklingum sem eru að gifta sig, þetta er að sýna lífsstíl sem óumhverfisvænn. Þeir ríkustu lifa í ofgnótt á meðan aðrir lifa með afleiðingum hlýnun jarðar sem þeir bjuggu ekki til.“ Líkt og kom fram hafa íbúar Feneyja einnig mótmælt því að gestirnir komi til borgarinnar. Borgarfulltrúi gefur lítið fyrir mótmælin og segir þau aðeins vera lítinn hluta af íbúunum. „Þessir mótmælendur haga sér eins og þeir eigi Feneyjar en þeir gera það ekki,“ sagði Simone Venturini borgarfulltrúi.
Ítalía Brúðkaup Amazon Bandaríkin Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira