Bezos færir brúðkaupið vegna mótmæla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 07:59 Jeff Bezos og Lauren Sanchez ætla að gifta sig um næstu helgi. AP Jeff Bezos, einn ríkasti maður heims, hefur ákveðið að færa brúðkaupið sitt úr miðbæ Feneyja eftir mótmæli íbúa og loftslagsaðgerðasinna. Um tvö hundruð gestir hafa boðað komu sína, þar á meðal heimsfrægt fólk. Jeff Bezos og Lauren Sanchez, unnusta hans, ætla að halda þriggja daga brúðkaupsveislu um næstu helgi í miðborg Feneyja. Mikil leynd liggur yfir nákvæmri staðsetningu hátíðarhaldanna en fjöldinn allur af heimsfrægu fólki er á gestalistanum, svo sem Katy Perry, Kim Kardashian, Mick Jagger og Leonardo diCaprio. Til stóð að ljúka hátíðarhöldunum á laugardagskvöld með viðburði fyrir framan Scuola vecchia della Misericordia bygginguna sem er alveg í miðborg Feneyja. Nú hafa brúðarhjónin ákveðið að færa aðalhátíðarhöldin að Arsenale di Venezia sem er fjær miðbænum. Flestir gestanna mæta því á einkaflugvélum og áætlað er að koma þeirra muni hafa áhrif á flugumferð á flugvelli Feneyja. Þá er höfnin einnig full af lystisnekkjum og fimm hótel er uppbókuð. Hópur íbúa Feneyja var afar óánægður með ákvörðun stjórnvalda að forgangsraða þörfum ferðamanna framar en þörfum íbúa. Þeir mótmæltu ákvörðuninni ítrekað og hengdu meðal annars upp veggspjöld þar sem stóð „Ekkert pláss fyrir Bezos.“ Þá mótmæla einnig aðgerðarsinnar því að Bezos greiði ekki hærri skatta og séu lifnaðarhættir hans afar óumhverfisvænir. „Við erum stolt af þessu. Við erum ekki neinir, við eigum engan pening, ekkert,“ sagði Tommaso Cacciari, einn aðgerðasinnanna á vegum hópsins No Space for Bezos í samtali við breska ríkisútvarpið. Íbúarnir eigi ekki borgina Undanfarna daga hefur mikið gengið á í Feneyjarborg. Meðlimir í hóp sem kallar sig „Allir hata Elon“ komu fyrir stórri mynd af Bezos á torgi í miðbænum. Á henni stóð „ef þú getur leigt Feneyjar fyrir brúðkaupið þitt getur þú borgað hærri skatta.“ Lögreglan var fljót að fjarlæga myndina. „Mótmælin okkar snúast ekki um brúðkaupið sjálfs, heldur um hvað það stendur fyrir,“ segir Simona Abbate, mótmælandi á vegum Greenpeace. „Það er ekki einungis verið að fagna tveimur einstaklingum sem eru að gifta sig, þetta er að sýna lífsstíl sem óumhverfisvænn. Þeir ríkustu lifa í ofgnótt á meðan aðrir lifa með afleiðingum hlýnun jarðar sem þeir bjuggu ekki til.“ Líkt og kom fram hafa íbúar Feneyja einnig mótmælt því að gestirnir komi til borgarinnar. Borgarfulltrúi gefur lítið fyrir mótmælin og segir þau aðeins vera lítinn hluta af íbúunum. „Þessir mótmælendur haga sér eins og þeir eigi Feneyjar en þeir gera það ekki,“ sagði Simone Venturini borgarfulltrúi. Ítalía Brúðkaup Amazon Bandaríkin Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Jeff Bezos og Lauren Sanchez, unnusta hans, ætla að halda þriggja daga brúðkaupsveislu um næstu helgi í miðborg Feneyja. Mikil leynd liggur yfir nákvæmri staðsetningu hátíðarhaldanna en fjöldinn allur af heimsfrægu fólki er á gestalistanum, svo sem Katy Perry, Kim Kardashian, Mick Jagger og Leonardo diCaprio. Til stóð að ljúka hátíðarhöldunum á laugardagskvöld með viðburði fyrir framan Scuola vecchia della Misericordia bygginguna sem er alveg í miðborg Feneyja. Nú hafa brúðarhjónin ákveðið að færa aðalhátíðarhöldin að Arsenale di Venezia sem er fjær miðbænum. Flestir gestanna mæta því á einkaflugvélum og áætlað er að koma þeirra muni hafa áhrif á flugumferð á flugvelli Feneyja. Þá er höfnin einnig full af lystisnekkjum og fimm hótel er uppbókuð. Hópur íbúa Feneyja var afar óánægður með ákvörðun stjórnvalda að forgangsraða þörfum ferðamanna framar en þörfum íbúa. Þeir mótmæltu ákvörðuninni ítrekað og hengdu meðal annars upp veggspjöld þar sem stóð „Ekkert pláss fyrir Bezos.“ Þá mótmæla einnig aðgerðarsinnar því að Bezos greiði ekki hærri skatta og séu lifnaðarhættir hans afar óumhverfisvænir. „Við erum stolt af þessu. Við erum ekki neinir, við eigum engan pening, ekkert,“ sagði Tommaso Cacciari, einn aðgerðasinnanna á vegum hópsins No Space for Bezos í samtali við breska ríkisútvarpið. Íbúarnir eigi ekki borgina Undanfarna daga hefur mikið gengið á í Feneyjarborg. Meðlimir í hóp sem kallar sig „Allir hata Elon“ komu fyrir stórri mynd af Bezos á torgi í miðbænum. Á henni stóð „ef þú getur leigt Feneyjar fyrir brúðkaupið þitt getur þú borgað hærri skatta.“ Lögreglan var fljót að fjarlæga myndina. „Mótmælin okkar snúast ekki um brúðkaupið sjálfs, heldur um hvað það stendur fyrir,“ segir Simona Abbate, mótmælandi á vegum Greenpeace. „Það er ekki einungis verið að fagna tveimur einstaklingum sem eru að gifta sig, þetta er að sýna lífsstíl sem óumhverfisvænn. Þeir ríkustu lifa í ofgnótt á meðan aðrir lifa með afleiðingum hlýnun jarðar sem þeir bjuggu ekki til.“ Líkt og kom fram hafa íbúar Feneyja einnig mótmælt því að gestirnir komi til borgarinnar. Borgarfulltrúi gefur lítið fyrir mótmælin og segir þau aðeins vera lítinn hluta af íbúunum. „Þessir mótmælendur haga sér eins og þeir eigi Feneyjar en þeir gera það ekki,“ sagði Simone Venturini borgarfulltrúi.
Ítalía Brúðkaup Amazon Bandaríkin Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira