

Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu.
Formaður Ungra umhverfissinna segir að leiðtogar heims hafi brugðist þegar kemur að því að sýna fram á metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á lofstlagsráðstefnunni í Glasgow. Með samningsdrögum ráðstefnunnar verði erfitt að halda markmiði um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á lífi.
Samningaviðræður standa enn yfir á lokametrum loftslagsráðstefnunnar í Glasgow sem átti að ljúka klukkan sex í kvöld. Drög að nýju og bitlausara samkomulagi voru birt í dag.
Útlit er fyrir að ákvæði um að kallað verði eftir að ríki heims hætti að brenna kol og niðurgreiða jarðefnaeldsneyti rati ekki inn í samkomulag við lok COP26-loftslagsráðstefnunnar sem á að ljúka í Glasgow í dag. Náist samkomulag ekki í dag gætu viðræðurnar dregist inn í helgina.
COP26 ráðstefnan í Glasgow á að klárast í dag en sífellt meiri líkur virðast vera á því að ekki takist að uppfylla markmið hennar.
Fimm þjóðir og eitt kanadískt fylki gekk í bandalag Danmerkur og Kosta Ríka um að stöðva frekari olíu- og gasvinnslu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í dag. Ekkert af stóru olíuframleiðsluríkjunum tekur þátt í bandalaginu.
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow.
Stærsti netverslunardagur heims er nú genginn í garð en dagurinn nýtur sífellt meiri vinsælda með hverju ári sem líður hér á Íslandi. Verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hjá Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, segir mikilvægt að fólk sé meðvitað þegar kemur að neyslu sinni til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.
Í dag, 11. nóvember, verður hádegisfundur í Norræna húsinu milli 12 og 13:30 þar sem rætt verður um sjálfbæran lífsstíl á stærsta verslunardegi heims, Single‘s Day. Auk þess verður ljósi varpað á þátttöku ungs fólks í COP26 sem taka þátt í gegnum streymi.
Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum.
Sex stórir bílaframleiðendur og þrjátíu ríki skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að hætta sölu á nýjum bensín- og dísilbílum fyrir árið 2040. Sum stærstu fyrirtækjanna og ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Kína og Japan vildu ekki taka þátt.
Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum.
Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun.
Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga.
Vafasamar bókhaldsreglur, ófullkomin skil einstakra landa og vísvitandi misskráning er sögð ástæða þess að ríki heims vanmeta losun sína á gróðurhúsalofttegundum um milljarða tonna á hverju ári. Samkvæmt varfærnu mati gæti umframlosunin verið meiri en árslosun Bandaríkjanna.
Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins í heiminum eru fjölmennir á COP26 ráðstefnunni í Glasgow þar sem loftslagsmálin eru rædd. Raunar eru þeir svo fjölmennir að ekkert einstakt ríki sendir fleiri fulltrúa á ráðstefnuna.
Ég renndi í hlað á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á fimmtudaginn. Ráðstefnan stendur til 12. nóvember og er óhætt að segja að það séu spennandi dagar fram undan, enda er þetta mikilvægasta ráðstefnan síðan í París 2015. Núna þurfa löndin að sýna hvernig þau ætla að hrinda því í framkvæmd sem þau lofuðu árið 2015.
Fjöldi fólks kom saman í Glasgow, Lundúnum og víða annars staðar á þessum laugardegi, sem helgaður hefur verið kröfugöngum um aðgerðir í loftslagsmálum í tilefni loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú er hálfnuð í Glasgow.
Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana.
Loftslagsbaráttukonan unga Greta Thunberg sagði í ávarpi til þátttakenda í kröfugöngu í Glasgow að yfirstandandi loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, hefði mislukkast.
Sex hundruð milljóna króna styrkur sem Carbfix fær úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins fjármagnar nýja hreinsistöð sem á að gera Hellisheiðarvirkjun nær alveg kolefnishlutlausa á næstu árum. Skrifað var undir samning um styrkinn á hliðarviðburði COP26-ráðstefnunnar í dag.
Nú er fimmtíu manna sendinefnd á vegum hins opinbera á fundi Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál í Skotlandi. Það er skrýtið að sjá hvað forystumenn í hópnum leggja áherslu á. Ástæðan er sú að það er frumskylda íslenskra embættis- og stjórnmálamanna að standa vörð um íslenska hagsmuni, ekki hagsmuni annarra.
Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni.
Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala í verkefnum sem tengjast hreinni orkuframleiðslu og skyldum verkefnum fram til ársins 2030. Það svarar til ríflega 580 milljarða íslenskra króna.
Kolefnisspor vegna flugferða þeirra 50 Íslendinga sem sækja yfirstandandi loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26, er á við losun sex sparneytinna, olíuknúinna bíla á ári.
Um þessar mundir berjast ýmsir, til dæmis þingmenn og ritstjórar, fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Ötullega, þótt fá séu. Þau finna loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP26, flest til foráttu. Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum.
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að mæta til leiks með gamlar tuggur á loftslagsráðstefnuna COP26 í Glasgow. Þau markmið sem ráðherrar Íslands halda á lofti eru engan veginn nógu metnaðarfull né heldur endurspegla þau það neyðarástand sem ríkir í loftslagsmálum.
Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis.
Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum.