Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Ari Freyr skoraði í útisigri Sundsvall

Ari Freyr Skúlason fagnaði landsliðssætinu með því að skora seinna marka GIF Sundsvall í 2-1 útisigri á GAIS í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. IKF Gautaborg gerði á sama tíma 1-1 jafntefli á útivelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúrik fór meiddur af velli

OB setti strik í meistarabaráttu Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en þá gerðu liðin markalaust jafntefli. OB fékk að sama skapi dýrmætt stig í fallbaráttunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðmundur og Matthías á skotskónum með Start

Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson voru báðir á skotskónum þegar Start vann 5-0 stórsigur á Vard Haugesund í 2. umferð norsku bikarkeppninnar í kvöld. Guðmundur skoraði tvö mörk og Mathhías skoraði eitt og lagði upp annað.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristinn skoraði en Davíð Þór fagnaði sigri | Flott innkoma hjá Heiðari Geir

Kristinn Steindórsson opnaði markareikninginn sinn í sænsku b-deildinni í fótbolta í kvöld en það dugði þó ekki Halmstad-liðinu sem tapaði 1-2 á útivelli fyrir Östers IF í Íslendingaslag. Davíð Þór Viðarsson lék allan leikinn fyrir Öster. Heiðar Geir Júlíusson var hetja Ängelholms FF í jafnteflisleik á útivelli á móti Jönköpings Södra.

Fótbolti
Fréttamynd

Skúli Jón frá keppni í 2-3 mánuði

Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður Elfsborg í Svíþjóð, verður frá keppni í 2-3 mánuði. Skúli Jón fékk þau skilaboð í gær að hann þyrfti að gangast undir aðgerð á mjöðm.

Fótbolti
Fréttamynd

Esbjerg upp í dönsku úrvalsdeildina

Arnór Smárason og félagar hans í Esbjerg tryggðu sér í dag sæti í dönsku úrvalsdeildinni á ný eftir aðeins eins árs fjarveru úr deild þeirra bestu þar í landi.

Fótbolti
Fréttamynd

Rekinn útaf fyrir að mótmæla því að fá víti

Talat Abunima, leikmaður norska E-deildarliðsins Sandved, segir í viðtali við staðarblaðið Sandnesposten að hann hafi fengið rautt spjald í leik liðsins á móti Ild á dögunum fyrir að mótmæli því að fá víti.

Fótbolti
Fréttamynd

Nordsjælland hafði betur í toppslagnum gegn FCK

Ragnar Sigurðsson og félagar hans í FCK töpuðu 1-0 á útivelli í toppslagnum í danska fótboltanum í kvöld gegn Nordsjælland. Ragnar lék í vörn FCK frá upphafi til enda en það var Mikkel Beckmann sem skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu með þrumuskoti sem hafnaði í varnarmanni FCK á leið sinni í markið.

Fótbolti