Masters-mótið

„Hann hefur sjokkerað allan heiminn“
Sænska kylfingnum Ludvig Åberg hefur skotið hratt upp á stjörnuhimininn og þrátt fyrir að landa ekki sigri þá sló hann í gegn á sínu fyrsta risamóti, Masters-mótinu, um helgina.

Fær miklu meira borgað fyrir sigur á Masters í ár en fyrir tveimur árum
Scottie Scheffler er besti kylfingur heims samkvæmt heimslistanum i golfi og hann sýndi það og sannaði með frábærri frammistöðu á Mastersmótinu sem lauk í gær.

„Með betri stjórn á tilfinningunum mínum en nokkurn tímann áður“
Scottie Scheffler leit út eins og kylfingur í sérflokki þegar hann vann öruggan og sannfærandi sigur á Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi.

Tiger Woods spilar samhliða áhugamanni eftir erfiðan gærdag
Tiger Woods lenti í miklum erfiðleikum á þriðja degi Masters. Hann fór hringinn á 82 höggum, hans versti árangur frá upphafi, og situr nú í 52. sæti. Í dag leikur hann samhliða áhugamanninum Neal Shipley.

Degi þrjú lokið: Scheffler enn á toppnum þrátt fyrir tvöfaldan skolla
Scottie Scheffler leiðir línuna þegar þriðja degi Mastersmótsins í golfi er lokið. Hann er sem stendur höggi á undan næsta manni en tvöfaldur skolli á 10. holu gerði það að verkum að Sheffler stakk ekki einfaldlega af.

Scheffler efstur á meðan Woods fellur neðar og neðar
Scottie Scheffler situr sem stendur efstur á Mastersmótinu í golfi. Mun hann klæðast græna jakkanum á morgun? Það er stóra spurningin. Goðsögnin Tiger Woods hefur ekki náð að halda dampi.

Reiddist áhorfendum eftir þrefaldan skolla: „F**k off“
Zach Johnson, fyrrum Masters-meistari og fyrirliði bandaríska liðsins á Ryder Cup 2023, var eitthvað ósáttur við áhorfendur Masters mótsins.

Þrír á toppnum eftir dag tvö
Þrír bandarískir kylfingar deila toppsætinu á Masters mótinu eftir dag tvö þegar þetta er skrifað. Bryson DeChambeau, Max Homa og Scottie Scheffler eru allir jafnir í 1. sæti á sex höggum undir pari, en Scheffler er að ljúka sínum hring á 16. holu.

Metið innan seilingar hjá Tiger Woods
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Tiger Woods skrifi nafn sitt í sögubækur Masters mótaraðarinnar í kvöld og komist í gegnum niðurskurð á 24. mótinu í röð.

Tiger þarf að spila 23 holur í dag
Tiger Woods gerði fína hluti á fyrsta degi Mastersmótsins í golfi í gær og er á einu höggi undir pari. Hann náði hins vegar ekki að klára hringinn og það býður upp á alvöru dag hjá honum í dag.

Danski tvíburinn sló óvænt í gegn fyrir myrkur
Bandaríkjamennirnir Bryson DeChambeau og Scottie Scheffler eru í efstu tveimur sætunum eftir fyrsta hring á Masters-mótinu í golfi. Ekki náðu allir að ljúka hringnum í gær og þar á meðal er Daninn Nicolai Höjgaard sem er í 3. sæti á sínu fyrsta Masters-móti.

„Það verður hátíð næstu daga“
Golfsérfræðingurinn Sigmundur Einar Másson segir að ekki sé annað hægt en að búast við veislu í kvöld og næstu daga, þegar Masters-mótið í golfi fer fram á Augusta-vellinum.

Það sem þú þarft að vita fyrir Masters mótið sem byrjar í dag
Fyrsta risamót ársins í golfinu fer af stað í kvöld þegar kylfingar spila fyrsta hringinn á Masters mótinu á Augusta National golfvellinum í Georgíufylki í Bandaríkjunum.

Líklegastur til að vinna en vill frekar vera viðstaddur fæðinguna
Bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffler og Sam Burns eru í óvenjulegri stöðu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst í dag, á Augusta-vellinum í Georgíu. Báðir gætu þurft að fórna mótinu en ástæðan er gleðileg.

McIlroy upp með sér vegna orða Tigers
Rory McIlroy er upp með sér yfir orðum Tigers Woods að hann geti unnið Masters-mótið sem hefst á morgun.

Bernard Langer frestar kveðjustundinni á Masters um eitt ár
Bernard Langer hefur unnið Mastersmótið í golfi tvisvar sinnum og líkt og allir fyrrum meistarar þá má hann alltaf taka þátt í risamótinu. Þýski kylfingurinn verður þó ekki með í ár.

Ofurtölvan hefur litla trú á Rory McIlroy á Mastersmótinu
Eins og í fótboltanum þá eru menn farnir að láta svokallaða ofurtölvu spá fyrir um sigurvegara á stærstu golfmótunum. Hún hefur nú skilað niðurstöðu sinni fyrir fyrsta risamót ársins.

Neitar að gefast upp en bætir líklega ekki við glæsta ferilskrá
Tiger Woods verður meðal kylfinga sem tekur þátt á hinu fornfræga Mastersmóti í golfi sem fram fer á Augusta-vellinum frá 11. til 14. apríl næstkomandi. Woods hefur fimm sinnum farið með sigur af hólmi en það verður að teljast ólíklegt nú.

Tiger setur met ef hann nær niðurskurðinum á Masters
Tiger Woods var mættur á æfingasvæðið hjá Augusta National golfklúbbnum um helgina þar sem hann var að undirbúa sig fyrir Mastersmótið í golfi sem hefst í vikunni.

Tiger skrúfar fyrir allt kynlíf
Tiger Woods, einn allra besti kylfingur sögunnar, hefur gripið til þess ráðs að halda sér með öllu frá kynlífi í aðdraganda Masters golfmótsins sem fer fram í næstu viku.

Fékk aðstoð frá fyrrum þjálfara Tigers en besta ráðið kom frá dótturinni
Rory McIlroy, einn besti kylfingur heims, hefur leitað til til fyrrum þjálfara Tiger Woods, eins besta kylfings allra tíma, til að reyna að bæta leik sinn fyrir stærsta mót ársins.

Keppni frestað á Masters vegna úrhellis
Úrhellisrigning varð til þess að fresta varð leik á þriðja keppnisdegi á Masters-mótinu í golfi sem fram fer á Augusta National í Georgiu í Bandaríkjunum þessa dagana.

Keppni á Masters hefst að nýju í hádeginu
Gera þurfti hlé á öðrum keppnisdegi Masters mótsins í golfi vegna veðurs og munu þeir kylfingar sem náðu ekki að klára sinn hring hefja keppni á hádegi í dag.

Keppni á Masters frestað til morguns vegna fárviðris
Sterkir vindar blása víðar en á Íslandi í dag og hefur mikið hvassviðri sett strik í reikninginn á Masters mótinu í golfi sem fram fer á Augusta vellinum í Georgíufylki Bandaríkjanna um helgina.

Þrír kylfingar efstir og jafnir eftir fyrsta dag Masters
Þrír kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrsta dag Masters risamótsins í golfi. Tiger Woods mun há baráttu við niðurskurðarlínuna á morgun og hæðir og lægðir einkenndu daginn hjá Rory McIlroy.

Frábær byrjun hjá Hovland á Masters en Tiger í basli
Norðmaðurinn Viktor Hovland er efstur á Mastersmótinu í golfi en fyrsti hringur er í fullum gangi. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.

Tiger Woods varar fólk við að vanmeta sig á Masters
Tiger Woods, fimmfaldur meistari á Masters-mótinu í golfi, segir að fólk megi ekki afskrifa sig sem mögulegan sigurvegara í ár þrátt fyrir að hann geti ekki hreyft sig jafn vel og áður.

McIlroy tilbúinn að loka hringnum á Masters sem hefst á morgun
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy setur stefnuna á sigur á Masters mótinu í golfi sem hefst á morgun. Masters er eina risamótið sem McIlroy á eftir að vinna.

Sendu röngum Scott boðskort um að keppa á Mastersmótinu
Atvinnukylfingurinn Scott Stallings á sér alnafna í Georgíufylki í Bandaríkjunum og það bjó til mjög sérstakt vandamál.

Scottie Scheffler vann sitt fyrsta risamót
Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er sigurvegari Masters. Scheffler var þremur höggum á undan Norður-Íranum Rory McIlroy og fékk því græna jakkann eftirsótta í Augusta í gærkvöldi.