Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Mun gráta þegar nýr eig­andi fær lyklana í hendurnar

Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur sett íbúð sína á Ásvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Aldís segist eiga margar og góðar minningar úr íbúðinni, það verði tilfinningaþrungin stund þegar hún afhendi nýjum eiganda lyklana.

Lífið
Fréttamynd

Biskupsbústaðurinn kominn á sölu

Embættisbústaður Biskup Íslands að Bergstaðastræti í Reykjavík er kominn á sölu, líkt og boðað hafði verið. Um er að ræða 487 fermetra einbýlishús í Þingholtunum og er óskað eftir tilboðum.

Lífið
Fréttamynd

Mennta­fólk kveður út­sýnið af einkaflugvélunum

Þórdís Sigurðardóttir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Kristján Vigfússon háskólakennari hafa sett þakíbúð sína að Hlíðarfæti í Vatnsmýrinni á sölu. Úr íbúðinni er útsýni til allra átta, meðal annars yfir aðsetur einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvelli.

Lífið
Fréttamynd

Helga og Kjartan Henry leita ekki langt yfir skammt

Kjartan Henry Finnbogason knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá stöð 2 Sport og Helga Björnsdóttir lögfræðingur hafa fest kaup á íbúð við Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Um er að ræða sérhæð í húsi sem teiknað var af Halldóri H. Jónssyni arkitekt árið 1945.

Lífið
Fréttamynd

Keypti á 148 milljónir og verður á­fram Kópboi

Rapparinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör og unnusta hans Sara Linneth verða áfram Kópavogsbúar en þau hafa fest kaup á þakíbúð að Hafnarbraut á Kársnesinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu greiddi parið 148 milljónir fyrir íbúðina.

Lífið
Fréttamynd

Kol­beinn Sig­þórs­son selur útsýnisíbúð á Kársnesinu

Kolbeinn Sigþórsson fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta hefur sett íbúð sína á Kársnesi í Kópavogi á sölu. Íbúðinni fylgir magnað útsýni yfir hafið og Nauthólsvíkina en óskað er eftir tilboðum í íbúðina sem byggð var árið 2021. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðmiðunarverð í kringum 220 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Fimm heillandi ein­býli á Akur­eyri

Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af eignum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af fimm glæsilegum einbýlishúsum á Akureyri sem eiga það sameiginlegt að vera með stórkostleg útsýni.

Lífið
Fréttamynd

Loftefni hrundi í húsi sem fæst ekki uppkeypt

Halla Kristín Sveinsdóttir Grindvíkingur rak upp stór augu þegar hún uppgötvaði að loftefni hefði hrunið til jarðar í aðalrými húss í hennar eigu við Borgarhraun í dag. Vegna þess að húsið er í eigu félags hennar fæst það ekki uppkeypt af Þórkötlu og Halla situr uppi með skuldirnar. 

Innlent
Fréttamynd

Mýkt og mínímalismi í Hlíðunum

Við Bólstaðarhlíð í Reykjavík er að finna notalega og mikið endurnýjaða 150 fermetra hæð með sérinngangi. Húsið var byggt árið 1957. Ásett verð er 126,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Út­lit fyrir bíó­lausa Akur­eyri

Bíóhús Sambíóanna við Strandgötu á Akureyri hefur verið sett á sölu. Það er því möguleiki á að bærinn verði bíólaus. Framkvæmdastjórinn hefur hins vegar trú á því að inn komi nýir eigendur sem haldi bíórekstrinum gangandi. 

Menning
Fréttamynd

Sögu­legt og sjarmerandi ein­býlis­hús í 101

Við Nýlendugötu 32 í Reykjavík er að finna eitt af elstu einbýlishúsum borgarinnar. Húsið var byggt árið 1906 við Hverfisgötu og síðar flutt í heilu lagi að Nýlendugötu árið 1998. Ásett verð fyrir eignina er 159,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Tíu myndar­leg ein­býlis­hús á höfuð­borgar­svæðinu

Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af einbýlishúsum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af tíu einbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu sem eiga það sameiginlegt að vera afar glæsileg og kosta skildinginn.

Lífið
Fréttamynd

Fast­eigna­kaup fjár­festa vís­bending um að fast­eigna­verð haldi á­fram að hækka

Fjölgun íbúða í eigu stórtækra íbúðaeigenda hefur aukist á undanförnum árum á meðan hlutfall þeirra sem eiga aðeins eina íbúð til eigin nota hefur dregist saman. Hagfræðingur segir þetta vísbendingu um að fjárfestar telji að fasteignaverð muni halda áfram að hækka. Aftur á móti tengist þróunin að miklu leyti einnig aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða sem og uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nærri níu af hverjum tíu í­búðum verið keyptar af fjár­festum á árinu

Íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur gert húsnæði að fjárfestingavöru, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags, en á allra síðustu árum hefur hlutfall fólks sem kaupir fasteign til eigin nota farið hríðlækkandi. Tæplega 90 prósent þeirra sem hafa keypt íbúðir sem bættust við markaðinn á fyrstu sex mánuðum þessa árs eru fjárfestar af ýmsum toga.

Innherji
Fréttamynd

Al­menningur dæmdur úr leik

Íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur gert íbúðarhúsnæði að fjárfestingavöru, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags, en á allra síðustu árum hefur hlutfall fólks sem kaupir íbúð til eigin nota farið hríðlækkandi. Tæplega 90 prósent þeirra sem hafa keypt fasteignir á yfirstandandi ári eru fjárfestar af ýmsum toga.

Umræðan
Fréttamynd

Biskupsbústaðurinn brátt falur

Séra Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Íslands mun ekki flytja í biskupsbústaðinn að Bergstaðastræti 75. Til stendur að setja húsið á söluskrá. 

Innlent
Fréttamynd

Veru­lega er farið að hægja á vexti út­lána líf­eyris­sjóða til heimila

Vísbendingar eru um að mjög sé farið að hægja á útlánavexti lífeyrissjóða til heimila en sjóðirnir hafa ekki veitt minna af slíkum lánum frá því á haustmánuðum ársins 2021. Frá áramótum hafa sjóðsfélagalánin nærri helmingast miðað við sama tímabil í fyrra þegar lífeyrissjóðirnir buðu upp á hagstæðari kjör en bankarnir.

Innherji
Fréttamynd

Hækkun fast­eigna­verðs „helsti drif­kraftur“ verð­bólgunnar síðasta ára­tug

Frá aldamótum hefur hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu, einkum á síðustu tíu árum, verið helsti drifkraftur verðbólgu og skýrir um 37 prósent hækkunar vísitölu neysluverðs á því tímabili, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags. Meginástæða þeirrar hækkunar sé íbúðaskortur vegna „athafnaleysis“ sveitarfélaga í að tryggja nægt lóðaframboð með áhrifamiklum og alvarlegum afleiðingum á þróun efnahagslífsins, meðal annars með því að ýta undir ójöfnuð og draga úr framlegð.

Innherji
Fréttamynd

Ný og nú­tíma­leg sveit í borg

Ný byggð rís nú á Álftanesi við Lambamýri 1 – 6. Sérstök áhersla er lögð á samspil við umhverfið og náttúruna við hönnun húsanna enda fer sveit og borg saman á Álftanesinu á einstakan máta. Íbúðirnar eru sérstaklega bjartar og útsýni til allra átta.

Samstarf