Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst

Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 

Neytendur
Fréttamynd

Hve­nær hægir á hækkun í­búða­verðs?

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að íbúðaverð hefur hækkað mikið frá því að faraldurinn skall á. Á nýliðnu ári nam hækkunin nær 16% eða ríflega 10% að raunvirði. Þrátt fyrir að kaupmáttur launa hafi einnig vaxið töluvert það ár hækkaði raunverð íbúða mun hraðar.

Skoðun
Fréttamynd

Óvissa um þróun fasteignamarkaðarins sjaldan verið meiri

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu er orðið hátt á alla hagræna mælikvarða. Í árslok 2021 var verðið með tilliti til launa landsmanna og fjármagnskostnaðar rúmlega einu prósenti hærra en það hefur verið að meðaltali undanfarin tíu ár.

Innherji
Fréttamynd

Upp­seldur í­búða­markaður

Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% í nóvember sem þýðir að árshækkunartakturinn stendur í 17,0%. U.þ.b. 650 kaupsamningar voru undirritaðir sem er um fjórðungs samdráttur frá því í fyrra en veltan er þó enn í takt við langtímameðaltal frá árinu 2015.

Skoðun
Fréttamynd

Tíu dýrustu borgir heims

Fasteignasalinn Páll Pálsson spáir mikið í fasteignaverði. Hann hefur nú tekið saman lista yfir dýrustu borgirnar í heiminum í dag.

Lífið
Fréttamynd

Skeljungur stefnir að sölu fast­eigna fyrir 8,8 milljarða

Fasteignafélagið Kaldalón mun kaupa þrettán fasteignir af Skeljungi fyrir tæpa sex milljarða króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt viljayfirlýsingar um sölu á fimm fasteignum til annarra aðila og á sömuleiðis í viðræðum um sölu á einni fasteign til viðbótar. Gangi öll viðskiptin eftir nemur áætlað söluvirði umræddra fasteigna 8.788 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur líklegt að toppnum hafi verið náð

Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjármálastöðugleikanefnd segir kerfisáhættu halda áfram að vaxa

Kerfisáhætta heldur áfram að vaxa vegna hækkandi íbúðaverðs og aukningu í skuldum heimila. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem segir jafnframt að staða fjármálastöðugleika sé góð þegar á heildina er litið en óvissa vegna faraldursins sé enn nokkur.

Innherji
Fréttamynd

Keyptu eina dýrustu lúxusíbúð í Reykjavík

Búið er að selja 337 fermetra lúxusþakíbúð við Austurhöfn við hlið Hörpu. Félagið K&F ehf. keypti eignina en félagið er í eigu hjónanna Kesara Margrét Jónsson, prófessors í grasa- og plöntuerfðafræði og Friðriks Ragnars Jónssonar, verkfræðings og forstjóra.

Viðskipti innlent