Guðjón hættir sem forstjóri í apríl Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2023 07:24 Guðjón Auðunsson hefur starfað sem forstjóri Reita frá ágúst 2010. Vísir/Vilhelm Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann muni láta af störfum sem forstjóri félagsins 1. apríl næstkomandi. Hættir hann í framhaldi af aðalfundi félagsins sem fram fer 6. mars. Frá þessu greinir í tilkynningu til Kauphallar, en Guðjón hefur starfað sem forstjóri Reita frá ágúst 2010. Segir að starf forstjóra félagsins verði auglýst á næstunni. Í tilkynningunni er haft eftir Guðjóni að á tíma sínum hjá félaginu hafi það gengið í gegnum miklar og spennandi breytingar. „Í dag standa Reitir traustum fótum, eignasafn félagsins samanstendur af vönduðum eignum á góðum staðsetningum þar sem umgjörð er sköpuð um fjölbreytta atvinnustarfsemi. Þá býr félagið að afar áhugaverðum möguleikum varðandi fasteignaþróun. Það hafa verið forréttindi að fá að leiða þetta félag síðastliðin 13 ár með hópi frábærra samstarfsmanna. Allt hefur sinn tíma og að mínu mati er rétt að stíga til hliðar núna og eftirláta öðrum að leiða þau spennandi verkefni sem framundan eru hjá Reitum. Ég óska starfsmönnum, stjórn, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum félagsins alls hins besta í framtíðinni,“ segir Guðjón. Leitt vel heppnaða stækkun eignasafns Þá er haft eftir Þórarni V. Þórarinssyni, stjórnarformanni félagsins, að fyrir hönd stjórnar Reita vil hann þakka Guðjóni afar farsæl störf í þágu félagsins. „Stjórn metur mikils framlag hans til uppbyggingar og mótunar á traustum grunni að starfsemi þess. Guðjón hefur af festu og lipurð leitt mjög vel heppnaða stækkun á eignasafni Reita og jafnframt lagt mikið til undirbúnings að umfangsmikilli uppbyggingu þróunareigna félagsins sem fram undan er,“ segir Þórarinn. 135 eignir Á vef Reita segir að eignasafn Reita samanstandi af um 135 eignum sem sæe að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta Kringlunnar, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Sjóvár, Origo, Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru meðal annars Hótel Borg, Hotel Hilton Nordica og Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Berjaya Hotels, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum. Reitir fasteignafélag hf. er almenningshlutafélag skráð í Kauphöll síðan 2015. Vistaskipti Kauphöllin Reitir fasteignafélag Fasteignamarkaður Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Frá þessu greinir í tilkynningu til Kauphallar, en Guðjón hefur starfað sem forstjóri Reita frá ágúst 2010. Segir að starf forstjóra félagsins verði auglýst á næstunni. Í tilkynningunni er haft eftir Guðjóni að á tíma sínum hjá félaginu hafi það gengið í gegnum miklar og spennandi breytingar. „Í dag standa Reitir traustum fótum, eignasafn félagsins samanstendur af vönduðum eignum á góðum staðsetningum þar sem umgjörð er sköpuð um fjölbreytta atvinnustarfsemi. Þá býr félagið að afar áhugaverðum möguleikum varðandi fasteignaþróun. Það hafa verið forréttindi að fá að leiða þetta félag síðastliðin 13 ár með hópi frábærra samstarfsmanna. Allt hefur sinn tíma og að mínu mati er rétt að stíga til hliðar núna og eftirláta öðrum að leiða þau spennandi verkefni sem framundan eru hjá Reitum. Ég óska starfsmönnum, stjórn, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum félagsins alls hins besta í framtíðinni,“ segir Guðjón. Leitt vel heppnaða stækkun eignasafns Þá er haft eftir Þórarni V. Þórarinssyni, stjórnarformanni félagsins, að fyrir hönd stjórnar Reita vil hann þakka Guðjóni afar farsæl störf í þágu félagsins. „Stjórn metur mikils framlag hans til uppbyggingar og mótunar á traustum grunni að starfsemi þess. Guðjón hefur af festu og lipurð leitt mjög vel heppnaða stækkun á eignasafni Reita og jafnframt lagt mikið til undirbúnings að umfangsmikilli uppbyggingu þróunareigna félagsins sem fram undan er,“ segir Þórarinn. 135 eignir Á vef Reita segir að eignasafn Reita samanstandi af um 135 eignum sem sæe að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta Kringlunnar, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Sjóvár, Origo, Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru meðal annars Hótel Borg, Hotel Hilton Nordica og Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Berjaya Hotels, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum. Reitir fasteignafélag hf. er almenningshlutafélag skráð í Kauphöll síðan 2015.
Vistaskipti Kauphöllin Reitir fasteignafélag Fasteignamarkaður Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira