

„Hef fengið í einkasölu 28 fermetra steypt bátaskýli sem stendur á einstaklega vel staðsettri sjávarlóð,“ skrifar hnyttni fasteignasalinn Vilhjálmur Bjarnason í fasteignaauglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem hann tekur fram að með bátaskýlinu fylgi 356,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum.
Breytt samfélagsgerð kallar á nýja hugsun í íbúðauppbyggingu og þjónustu fyrir þau sem bera gæfu til að eldast. Samkvæmt mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannaþjóðir okkar.
Páll Pálsson fasteignasali segir ekki gott að segja til um áhrifin af fyrirhuguðu frumvarpi stjórnvalda um skammtímaleigu. Íbúðum í langtímaleigu muni líklega fjölga frekar en að fólk selji íbúðirnar. Páll fór yfir möguleg áhrif frumvarpsins og fasteignamarkaðinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um skammtímahúsnæðisleigu líkt og þeirri sem seld er á síðum á borð við AirBnB og fleirum hafa verið birt í samráðsgátt. Með frumvarpinu er lagt til að heimagisting verði afmörkuð við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, til dæmis sumarbústað. Þá er einnig lagt til að tímabinda þegar útgefin rekstrarleyfi innan þéttbýlis til fimm ára í senn.
Íbúðum sem teknar hafa verið af sölu hefur fjölgað hratt á síðustu mánuðum. Sú fjölgun bendir til þess að umsvif á fasteignamarkaði hafi aukist á síðustu tveimur mánuðum.
Hlutverk sveitarfélaga er að stuðla að jafnvægi á húsnæðismarkaði, hagkvæmri húsnæðisuppbyggingu og -öryggi. Ljóst er að skipulagsyfirvöld hafa frekar beint sjónum að öðrum markmiðum eins og samgöngum og þéttingu byggðar. Það eru að sönnu mikilvæg markmið en þau réttlæta ekki að sveitarfélögin vænræki helstu skyldur sínar og sinni ekki lögbundnu hlutverki sínu.
Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi.
Íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir hefur sett íbúð sína við Hvassaleiti 30 í Reykjavík á sölu og sagt starfi sínu lausu á Stöð 2. Sem einstæð móðir lítillar stúlku hefur hún ákveðið að flytja til Vestmannaeyja, þar sem fjölskylda hennar býr.
Að kaupa sína fyrstu fasteign er stórt og spennandi skref, en fyrir marga unga Íslendinga virðist það oft vera nánast ómögulegt verkefni. Hátt fasteignaverð, strangar lánareglur og síhækkandi daglegur kostnaður hafa gert það að verkum að mörg ungmenni eiga erfitt með að kaupa sína fyrstu íbúð án aðstoðar.
Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Hljóti tillögurnar samþykki kröfuhafa og Alþingis mun ríkið slá lán upp á 540 milljarða króna til þess að gera upp skuldir.
Félagið NQ fasteignir, sem er í eigu athafnamannsins Quang Le, hefur tekið kauptilboði í Herkastalann við Kirkjustræti. Kaupandinn er ónefnt fasteignafélag og kaupverðið liggur ekki fyrir.
Hjón sem keyptu einbýlishús í Kópavogi árið 2017 fá engar skaðabætur úr hendi seljenda, þrátt fyrir að húsið hafi verið svo gott sem myglað í gegn. Ástæðan er einföld, krafa þeirra um bætur var allt of seint fram komin í málinu, rúmum fimm árum eftir afhendingu fasteignarinnar.
Nú er svo komið að um fimm prósent landsmanna, nánast einvörðungu þeir sem eru fimmtíu ára og eldri, eiga um þrjátíu prósent allra íbúða á landinu með markaðsvirði sem nemur um helmingi af stærð lífeyrissjóðakerfisins, segir framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélagsins. Vegna lóða- og íbúðaskorts fjölgar ört þeim einstaklingum sem ná ekki að eignast húsnæði, sem veldur því að þeim tekst ekki að byggja upp eigið fé, og afleiðingin er sú að séreignastefnan er á „hröðu undanhaldi.“
Þróunin á fasteignamarkaði undanfarin ár, sem hefur einkennist af lóða- og íbúðaskorti og vaxandi erfiðleikum yngra fólks við að eignast þak yfir höfuðið, hefur breytt samfélagi okkar til verri vegar. Eignastaðan á fasteignamarkaði ræður því hvort íslenskur almenningur hefur efnahagslega stöðu á síðari hluta ævinnar til að styðja sína afkomendur og bæta lífsgæði sín. Þróunin á fasteignamarkaði leiðir til þess að bilið breikkar hratt á milli þeirra sem eiga og eiga ekki.
Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af eignum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af fimm glæsilegum fasteignum á höfuðborgarsvæðinu sem eiga það sameiginlegt að búa yfir miklum sjarma og vera innréttaðar af mikilli natni.
Íslendingar hafa ákaflega gaman af því að skoða fasteignir á netinu. Hvort sem það er til gamans og af alíslenskri smábæjar-forvitni eða til að leita sér að húsnæði, þá má líta á fasteignaleit sem þjóðarsport.
Á undanförnum tveimur áratugum hefur hlutfall íbúða í eigu fólks á barneignaraldri lækkað talsvert á sama tíma og það fjölgar verulega í hópi þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri sem fjárfesta í íbúðum til viðbótar þeirri sem þeir búa í, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka þróunarfélags. Samkvæmt gögnum sem hann hefur dregið fram má sjá að öll aukningin í viðbótaríbúðum sem hafa bæst á markaðinn á því tímabili hafa farið til þeirra sem eldri eru.
Heimar hf. hafa undirritað lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann, NIB. Lánið er upp á 4,5 milljarða króna til tólf ára og er verðtryggt.
Á sama tíma og þeim fækkar hratt sem eiga eigið húsnæði og eru undir fimmtugu fjölgar stórlega í hópi þeirra sem eru yfir fimmtugu og eiga tvær íbúðir eða fleiri.
Einn stærsti fjárfestirinn í Eik hefur á síðustu vikum selt verulegan hluta af stöðu sinni en hlutabréfaverð fasteignafélagsins er niður um meira en tíu prósent frá því um miðja febrúarmánuð. Á sama tíma og tveir lífeyrissjóðir hafa verið minnka talsvert við sig í Eik hefur meðal annars umsvifamikill verktaki verið að kaupa í félaginu og er nú meðal stærstu hluthafa.
Kærustuparið Elizabeth Tinna Arnardóttir, flugfreyja hjá Icelandair, og Jóhann Kaldal Jóhannsson, starfsmaður hjá Arion banka, hafa sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Er um að ræða huggulega rúmlega 67 fermetra íbúð með rúmgóðum yfirbyggðum svölum og ásett verð er tæpar 67 milljónir.
Holtsteinn ehf., félag í eigu Þormóðs Jónssonar markaðsmanns hefur sett smekklega og endurnýjaða 138 fermetra íbúð við Efstaleiti í Reykjavík á sölu. Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um hönnunina sem er hin glæsilegasta.
Fjöllistamaðurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, og eiginkona hans, Magnea Þóra Guðmundsdóttir arkitekt, hafa fest kaup á reisulegu einbýlishúsi við Bauganes í Skerjafirðinum. Hjónin greiddu 126 milljónir fyrir eignina.
Við Mávahlíð í Reykjavík er að finna heillandi 92 fermetra íbúð á annarri hæð í húsi sem var byggt árið 1946. Eignin hefur verið endurnýjuð af smekkvísi með virðingu fyrir upprunalegri hönnun hússins. Ásett verð er 79,9 milljónir.
Þjálfarinn Guðríður Erla Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, hefur sett íbúð sína við Jöklasel í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 59,9 milljónir.
Auðunn Þór Sólberg Björgvinsson hefur tekið við stöðu viðskiptastjóra hjá Reitum og mun sinna fjölbreyttum verkefnum sem styðja við stefnu og markmið félagsins, meðal annars um framúrskarandi rekstur og bætta upplifun viðskiptavina. Auðunn mun sinna tilboðs- og leigusamningargerð við nýja og núverandi leigutaka, og að viðhalda og styrkja viðskiptasambönd félagsins.
Við Álfheima í Reykjavík er að finna heillandi og endurnýjaða 120 fermetra íbúð á fyrstu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem var reist árið 1961 og teiknað af Sigvalda Thordarsyni arkitekt. Steinþór Kári arkitekt hjá Kurt og Pi sá um endurhönnun íbúðarinnar. Ásett verð er 104, 9 milljónir.
Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson, fimm barna foreldrar, hafa sett raðhús sitt við Grænlandsleið í Reykjavík á sölu. Parið komst fyrst í fréttirnar árið 2023 þegar þau voru eitt af þremur pörum sem eignuðust þríbura í sömu vikunni.
Heimar hf. hafa undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Tryggvagötu ehf., sem á fasteignirnar að Tryggvagötu 10 og 14. Fasteignirnar hýsa Exeter hótelið og samskiptafélagið Aton. Bygging fasteignanna var mjög umdeild enda var friðað hús rifið til þess að þeim yrði komið fyrir.
Kaupsamningum á fasteignamarkaði fækkaði um rúm sex prósent á milli nóvember og desember í fyrra. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé nú hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda.