Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Í­búðir með froðu til sölu

Núna árið 2025 eru íbúðir sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu almennt yfirverðlagðar um 20%. Síðustu 9 ár frá ársbyrjun 2016 til loka 2024 fór fasteignaverð langt framúr eðlilegum framleiðslukostnaði, froðan mun sjatna og verð lækka á næstu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið

Ari Edwald, lögfræðingur og fyrrverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar, hefur fest kaup á íbúð í fjölbýlishúsi í Þorraholti í Garðabæ. Sonur hans, lögfræðingurinn Páll Edwald, keypti íbúð í sama húsi ásamt kærustu sinni, Selmu Eir Hilmarsdóttur læknanema. Stigagangarnir eru hlið við hlið en húsið er fyrsta fjölbýlishúsið sem er fullbúið í nýju hverfi Hnoðraholts.

Lífið
Fréttamynd

Vara við skarpri lækkun og vertakar og lán­veit­endur ættu að „spenna beltin“

Byggingarverktakar og lánveitendur ættu „að spenna beltin“ núna þegar framundan er verðaðlögun að greiðslugetu kaupenda á fasteignamarkaði, einkum nýbyggingum, sem gæti komið fram í allt að 25 prósenta raunverðslækkun áður en botninn verður sleginn í markaðinn snemma árs 2027, að mati greinenda ACRO. Aðgengi almennings að verðtryggðum íbúðalánum hefur í seinni tíð ekki verið jafn þröngt og núna, það muni því augljóslega eitthvað láta undan þegar kaupgetan er ekki fyrir hendi á þeim verðum sem bjóðast.

Innherji
Fréttamynd

Gat ekki skoðað myglu­her­bergið vegna „sofandi barns“

Fasteignasala þarf að greiða kaupanda fasteignar andvirði viðgerða vegna myglu í herbergi eignarinnar – samtals 1,1 milljón króna – þar sem kaupandanum var ekki gefið færi á að skoða almennilega eitt herbergjanna. Þá hafi kaupandanum ekki verið veittar fullnægjandi upplýsingar um ástand fasteignarinnar.

Neytendur
Fréttamynd

Fyrir­tæki ó­venju virk í fast­eigna­kaupum í októ­ber

Kaupsamningum þar sem lögaðilar eru skráðir meðal kaupenda fasteigna hefur fjölgað úr átta prósent að meðaltali það sem af er ári, í þrettán prósent í október. Meðal annars er um að ræða kaupsamninga þar sem fjárfestingasjóðir bjóðast til að kaupa allt að fjórðungshlut í fasteignum sem þeir eru að selja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn hækka fasteignaskattar í Reykja­nes­bæ

Það er fátt nýtt undir sólinni. Sólin sest í vestri, árstíðirnar koma og fara og Samfylkingin lætur sjaldnast tækifæri fram hjá sér fara til að hækka skatta. Sú staðreynd blasir nú við í Reykjanesbæ, þar sem ótti okkar sjálfstæðismanna er að raungerast.

Skoðun
Fréttamynd

Á­hugi á Val­höll

Sjálfstæðismenn hafa fengið góð viðbrögð frá áhugasömum kaupendum vegna sölunnar á Valhöll. Ekki er hægt að upplýsa um stöðuna á söluferlinu að öðru leyti.

Innlent
Fréttamynd

Glæsihús augn­læknis til sölu

María Soffía Gottfreðsdóttir, augnlæknir, hefur sett einbýlishús sitt við Háuhlíð í Reykjavík á sölu. Um er að ræða 368 fermetra hús á tveimur hæðum, byggt árið 1956, þar af 30 fermetra bílskúr. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið
Fréttamynd

Kaup­samningar fleiri í októ­ber þrátt fyrir ó­vissu á lána­markaði

Yfir þúsund kaupsamningum var þinglýst í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði og voru þeir nokkru fleiri en í mánuðinum á undan. Íbúðalán á breytilegum vöxtum eru nú nánast ófáanleg hjá bönkunum en lífeyrissjóðirnir hafa ekki enn kynnt breytingar á lánaframboði og er ljóst að lánakjör fyrstu kaupenda hafa versnað umfram kjör annarra á síðustu vikum, auk þess sem færri lánaform standa þeim til boða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk

Á fjórðu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi við Álfheima í Reykjavík er að finna bjarta og vel skipulagða fjögurra herbergja íbúð. Eignin hefur verið endurnýjuð og hönnuð á smekklegan máta. Húsið var byggt árið 1960 og teiknað af Sigvalda Thordarson arkitekt. Ómar Sigurbergsson innannhússarkitekt sá um endurhönnunina.

Lífið
Fréttamynd

Aðhalds­stigið „aukist veru­lega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta

Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar.

Innherji
Fréttamynd

Aldrei mikil­vægara að fylgjast vel með lánunum

Fjármálaráðgjafi segir nýtt húsnæðislánaframboð viðskiptabankanna þýða að aldrei hafi verið mikilvægara fyrir neytendur að fylgjast vel með stöðu lána sinna. Of snemmt sé að segja til um hvort sigur sé að ræða fyrir neytendur en ljóst sé að valkostir séu færri þó jákvætt sé að nú bjóði bankar upp á ólíkar leiðir til lántöku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arion banki til­kynnir nýtt lánaframboð

Arion banki hefur kynnt nýtt húsnæðislánaframboð í kjölfar óvissunnar sem skapaðist á íbúðalánamarkaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Nú verða í boði verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára og lánstíma allt að þrjátíu ár og einnig óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára, með lánstíma allt að fjörutíu ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt lánafyrirkomulag varan­leg lausn til að losa um stífluna

Bankastjóri Íslandsbanka segir nýtilkynnt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána vera til þess gerð að losa stífluna sem myndast hefur á fasteignamarkaði vegna dóms Hæstaréttar frá í síðasta mánuði. Fyrirkomulagið sé hugsað sem langtímalausn og stendur fyrstu kaupendum og almennum lántökurum til boða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Byggjum fyrir síðustu kaup­endur

Þegar stjórnmálamenn ætla að láta til sín taka í húsnæðismálum er stefið oftast hið sama: að nú þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum. Það er vissulega rétt að ungt fólk á erfitt uppdráttar á húsnæðismarkaði, en lausnin gæti hins vegar falist í því að byggja fyrir fólk sem er að kaupa sitt síðasta heimili.

Skoðun
Fréttamynd

Ill­skiljan­leg við­mið vinni gegn mark­miði Seðla­bankans

Hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir ýmislegt gagnrýnisvert við ný vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands. Hann telur óskýrleika og flækjustig viðmiðsins vinna gegn því að leysa úr óvissu á lána- og fasteignamarkaði og segir óvíst hvort Seðlabankanum takist ætlunarverk sitt. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ólafur og Hildur selja í Vestur­bænum

Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, hafa sett íbúð sína við Fornhaga í Vesturbænum á sölu. Ásett verð er 84,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Hver vakir yfir þínum hags­munum sem fasteignaeiganda?

Fyrir flest eru kaup á fasteign ein stærsta og verðmætasta fjárfesting sem farið er í á lífsleiðinni. Það er dýrt að kaupa fasteign og margir gera sér ef til vill ekki grein fyrir þeim kostnaði sem felst í því að eiga svo fasteignina og reka hana. Ýmis gjöld, viðhaldskostnaður og annar kostnaður leggst óumflýjanlega á fasteignaeigendur.

Skoðun
Fréttamynd

Heillandi rað­hús Evu Maríu og Trausta til sölu

Eva María Árnadóttir sviðsstjóri samfélags og sjálfbærni hjá Listaháskóla Íslands og eiginmaður hennar, Trausti Stefánsson, menntaskólakennari, hafa sett raðhús sitt við Brekkusel í Seljahverfi á sölu. Ásett verð er 152,9 milljónir.

Lífið