Ítalski boltinn

Fréttamynd

Sportpakkinn: Nóg að gera hjá myndbandsdómurum í sigri Napoli

Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Napoli en ítalska félagið lét knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti fara fyrir áramót og gengið hefur verið langt fyrir neðan væntingar. Nú er aðeins fara að birta til í nágrenni Vesúvíusar og Arnar Björnsson skoðaði góðan sigur liðsins í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo skoraði er Juventus tapaði gegn Napoli

Cristiano Ronaldo var enn og aftur á skotskónum en hann hefur nú skorað 12 mörk í síðustu átta deildarleikjum sínum með Juventus. Því miður dugði það ekki til í kvöld er liðið tapaði 2-1 fyrir Napoli á útivelli. Þá gerðu erkifjendurnir í Roma og Lazio 1-1 jafntefli fyrr í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Padova mistókst að setja pressu á liðin fyrir ofan sig

Padova, lið Emils Hallfreðssonar, gerði í kvöld 1-1 jafntefli er liðið mætti Carpi á útivelli í ítölsku C-deildinni. Var þetta fyrsti leikur Padova undir stjórn Andrea Mandorlini en sá þjálfaði Emil hjá Hellas Verona fyrir nokkrum árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrrum þjálfari Emils tekinn við Padova

Lið Emils Hallfreðssonar í ítölsku C-deildinni, Calcio Padovem skipti í vikunni um knattspyrnustjóra. Salvatore Sullo var látinn taka poka sinn og í hans stað kom Andrea Mandorlini. Sá er góðvinur Emils Hallfreðssonar en þeir störfuðu saman hjá Hellas Verona á sínum tíma og er Emil mjög spenntur fyrir komandi samstarfi.

Fótbolti
Fréttamynd

Í beinni í dag: Toppleikur í Dominos deildinni, Körfuboltakvöld og Birkir mætir Zlatan á Ítalíu

Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Alls eru átta beinar útsendingar á dagskrá. Við sýnum beint frá tveimur leikjum í Dominos deild karla en topplið Stjörnunnar og Keflavík eigast meðal annars við. Þá er Körfuboltakvöld, í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar, í beinni útsendingu að venju. Einn leikur er á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni en Birkir Bjarnason og félagar í Brescia fá AC Milan í heimsókn. Þá er einn leikur í enska FA biakrnum sem og þrjú golfmót.

Sport