Ítalski boltinn Crespo verður áfram hjá Inter Argentínski framherjinn Hernan Crespo verður áfram lánsmaður hjá meisturum Inter Milan út næstu leiktíð. Crespo er 31 árs gamall og skoraði 14 mörk í A-deildinni á leiktíðinni. Hann er samningsbundinn Chelsea á Englandi, en fær að halda áfram á Ítalíu eins og hann hafði sjálfur óskað. Fótbolti 30.5.2007 15:49 Ranieri óákveðinn Claudio Ranieri þjálfari Parma á Ítalíu segist ekki hafa rætt við forráðamenn Manchester City með það fyrir augum að gerast næsti knattspyrnustjóri félagsins. Hann bjargaði Parma frá falli um síðustu helgi en hefur verið orðaður við félög víða í Evrópu. "Ég mun ræða við forráðamenn Parma á næstu dögum," sagði Ranieri, sem útilokar ekki að vera áfram hjá ítalska félaginu. Fótbolti 29.5.2007 14:32 Juventus auglýsir eftir Lippi Forráðamenn Juventus vilja ólmir að gamla brýnið Marcello Lippi taki við liðinu eftir að Didier Deschamps sagði starfi sínu lausu á dögunu. Lippi hefur áður verið hjá Juventus við góðan orðstír, en hann hefur verið í fríi síðan hann gerði Ítala að heimsmeisturum síðasta sumar. Aðstoðarþjálfarinn Giancarlo Corradini mun stýra Juventus í þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir í B-deildinni í vor, en liðið hefur þegar tryggt sér sæti á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð. Fótbolti 28.5.2007 20:10 Keppni lauk á Ítalíu í dag Í dag fór fram lokaumferðin í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Chievo Verona þurfti að bíta í það súra epli að falla úr deildinni eftir sex ára veru meðal þeirra bestu, en Reggina, Siena og Parma unnu öll leiki sína og tryggðu sæti sitt. Fótbolti 27.5.2007 17:40 Ancelotti lofar dularfullum risakaupum í sumar Mikil spenna ríkir nú í Mílanó eftir ummæli sem Carlo Ancelotti þjálfari AC Milan lét falla á blaðamannafundi í gær. Þar upplýsti hann að félagið væri á góðri leið með að landa stórlaxi á leikmannamarkaðnum í sumar og sagði "heiminn fara á annan endann" ef hann gæfi upp hver leikmaðurinn væri. Fótbolti 26.5.2007 18:40 Deschamps sagði af sér hjá Juventus Franski þjálfarinn Didier Deschamps hefur sagt af sér hjá ítalska stórliðinu Juventus þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu rakleitt upp í A-deildina í vetur eftir að liðið var fellt niður í B-deildina síðasta sumar. Heyrst hefur að Juventus ætli sér að reyna að lokka fyrrum landsliðsþjálfarann Marcello Lippi í starfið. Fótbolti 26.5.2007 14:01 Roma vann ítalska bikarinn Roma varð í dag ítalskur bikarmeistari eftir 2-1 tap gegn Inter Milan í síðari úrslitaleik liðanna í Mílanó. Roma vann 5-2 stórsigur í fyrri leiknum og vann því samanlagt 8-3. Inter komst í 2-0 á sex mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks með mörkum frá Cruz og Crespo, en Ivan Cordoba var vikið af leikvelli á 71. mínútu og eftir það minnkaði Simone Perrotta muninn fyrir Roma og tryggði liðinu bikarinn. Fótbolti 17.5.2007 18:15 Juventus getur tryggt sig í A-deildina um helgina Stórveldið Juventus á Ítalíu getur tryggt sér sæti meðal þeirra bestu á ný með útsigri á Arezzo í ítölsku B-deildinni um helgina, en þá verða reyndar þrjár umferðir eftir af keppninni. Það verður því aldrei þessu vant leikur í B-deildinni sem verður í sviðsljósinu á Ítalíu um helgina, því staða mála á toppnum í A-deildinni er þegar ráðin. Fótbolti 17.5.2007 16:26 Roma valtaði yfir Inter Roma er í góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleik sinn við Inter Milan í ítalska bikarnum. Roma vann 6-2 stórsigur á Mílanóliðinu í dag. Totti, De Rossi og Perrota komu Roma í 3-0 eftir stundarfjórðung og Amantino Manchini og Panucci (2) bættu við mörkum. Hernan Crespo skoraði bæði mörk gestanna. Fótbolti 9.5.2007 18:33 Costacurta mun aðstoða Ancelotti Gamli refurinn Alessandro Costacurta hjá AC Milan mun gerast aðstoðarmaður Carlo Ancelotti þjálfara þegar hann leggur skóna á hilluna í sumar. Costacurta er 41 árs gamall og lék sinn fyrsta leik fyrir Milan árið 1986. Tveir aðrir af eldri leikmönnum liðsins, þeir Cafu og Paolo Maldini, hafa þegar gefið það út að þeir ætli að spila eitt ár í viðbót. Fótbolti 7.5.2007 15:58 Inter heldur tryggð við Adriano Forseti Ítalíumeistara Inter Milan segir félagið ekki ætla að selja framherjann Adriano þó hann hafi átt í miklum vandræðum á leiktíðinni. Adriano skoraði um tíma ekki mark í níu mánuði fyrir lið sitt og var í kjölfarið sæmdur "Gullnu Ruslatunnunni" sem eru verðlaun sem ítölsk útvapsstöð veitir fyrir lélegustu frammistöðuna á tímabilinu. Fótbolti 3.5.2007 16:10 Maldini ætlar að halda áfram að spila Ítalska knattspyrnugoðið Paolo Maldini hjá AC Milan hefur staðfest að hann sé hvergi nærri hættur að spila þó hann sé orðinn 38 ára gamall og ætlar að spila í það minnsta út næstu leiktíð. Hann fer væntanlega í hnéuppskurð eftir þessa leiktíð vegna meiðsla sem hann hlaut á dögunum, en annars er þessi frábæri varnarmaður í góðu formi. Fótbolti 3.5.2007 13:31 Peruzzi hættur Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Angelo Peruzzi hjá Lazio tilkynnti í dag að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið því hann ætli að leggja hanskana á hilluna. Peruzzi er 37 ára gamall og var í landsliði Ítala á HM í sumar. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Roma árið 1987 en náði besta árangri sínum með Juventus á síðasta áratug þar sem hann vann þrjá Ítalíutitla og báðar Evrópukeppnirnar. Hann spilaði 31 landsleik fyrir Ítala. Fótbolti 30.4.2007 16:36 Buffon sagður á leið til AC Milan Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon muni ganga til liðs við AC Milan frá Juventus í sumar. Buffon stóð við loforð sitt í vetur og spilaði með Juve í B-deildinni þar sem liðið er nálægt því að tryggja sér sæti á meðal þeirra bestu á ný. Fótbolti 26.4.2007 14:48 Mancini verður áfram hjá Inter Massimo Moratti, forseti nýkrýndra Ítalíumeistara í Inter Milan, kom öllum á óvart í gær þegar hann tilkynnti að þjálfarinn Roberto Mancini hefði framlengt samning sinn við félagið fyrir nokkru síðan. Moratti náðu að leyna fréttunum frá ítölskum fjölmiðlum, en staða Mancini hjá félaginu hafði alls ekki þótt örugg. Fótbolti 23.4.2007 08:55 Inter tryggði sér ítalska meistaratitilinn Inter tryggði sér í dag ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu með því að leggja Siena af velli í dag. Á sama tíma tapaði Roma fyrir Atalanta sem þýðir að liðið á ekki lengur tölfræðilega möguleika á að ná Inter að stigum. AC Milan steig stórt skref í átt að sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar með sínum fjórða sigurleik í röð. Fótbolti 22.4.2007 14:54 Vieri höfðar mál á hendur Inter fyrir njósnir Christian Vieri, leikmaður Atalanta, hyggst höfða mál á hendur Inter sem hann lék áður með fyrir að hafa látið njósna um hann. Vieri sakar forráðamenn Inter um að hafa ráðið einkaspæjara til þess að fylgjast með sér. Fótbolti 20.4.2007 11:49 Adriano dæmdur í tveggja leika bann fyrir leikaraskap Aganefnd ítölsku úrvalsdeildarinnar hefur dæmt brasilíska sóknarmanninn Adriano, leikmann Inter, í tveggja leikja bann fyrir leikaraskap. Adriano létt sig falla í vítateig Roma þegar hann reyndi að leika fram hjá Alexander Doni, markverði Roma, í leik liðanna á miðvikudag. Fótbolti 20.4.2007 11:28 Sjö ítalskir dómarar reknir frá störfum Ítalska dómarasambandið tilkynnti í dag að sjö aðaldómarar og tveir aðstoðardómarar hefðu verið reknir úr samtökunum vegna tengsla þeirra við nýtt spillingarmál sem verið hefur í rannsókn á Ítalíu. Þetta voru niðurstöður ítarlegrar rannsóknar sem gerð var á leikjum sem fram fóru í A-deildinni leiktíðina 2004-05. Þessi rannsókn var framkvæmd í framhaldi af þeirri sem varð til þess að Juventus var dæmt niður í B-deildina í sumar. Fótbolti 19.4.2007 20:34 Vieri sneri aftur í gær Ítalski framherjinn Christian Vieri brosti breitt í gær þegar hann spilaði sinn fyrsta knattspyrnuleik í meira en ár. Vieri kom inn sem varamaður hjá Atalanta í gær þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Empoli í A-deildinni en þá hafði hann ekki spilað síðan hann lék síðast með Mónakó í mars 2006. Fótbolti 19.4.2007 17:38 Veisluhöldum aflýst í Mílanó Inter Milan náði ekki að tryggja sér ítalska meistaratitilinn í dag eins og til stóð þegar liðið steinlá 3-1 á heimavelli fyrir Roma. Þetta var fyrsta tap Inter á leiktíðinni en liðið hefur þó enn mjög örugga forystu á toppnum. Roma fór langt með að tryggja sér annað sætið í deildinni með sigrinum. AC Milan burstaði Ascoli 5-2 á útivelli og tryggði stöðu sína í fjórða sætinu, sem gefur sæti í Meistaradeildinni. Fótbolti 18.4.2007 18:15 EM 2012: Niðurstaðan kom Ítölum ekki á óvart Talsmenn ítalska knattspyrnusambandsins sögðu það ekki koma sér á óvart í dag þegar Ítalir gripu í tómt þegar tilkynnt var hver hreppti Evrópumót landsliða í knattspyrnu árið 2012. Það kom í hlut Pólverja og Úkraínumanna að halda mótið, en áföll sem riðið hafa yfir ítalska knattspyrnu á síðasta ári gerðu það að verkum að þar í landi voru menn ekki sérlega bjartsýnir á að fá að halda mótið. Fótbolti 18.4.2007 13:52 Berlusconi: Við eigum 100 milljónir fyrir Ronaldinho Silvio Berlusconi, forseti AC Milan á Ítalíu, segir að félagið hafi þegar lagt til hliðar 100 milljónir evra til að kaupa brasilíska snillinginn Ronaldinho frá Barcelona. Forsetinn lætur í það skína að félagið sé ekki langt frá því að ganga frá kaupum á leikmanninum og umboðsmaður Ronaldinho gerir ekkert til að draga úr þessum orðrómi - þó ekki væri til annars en að bæta stöðu hans í samningaviðræðum við Barcelona. Hann hefur enn ekki framlengt samning sinn við Katalóníurisann. Fótbolti 18.4.2007 13:36 Frings í viðræðum við Juventus Þýski miðjumaðurinn Torsten Frings hjá Werder Bremen er nú kominn langt á veg með að semja við ítalska félagið Juventus. Hann er sem stendur á Ítalíu að semja um kaup og kjör og fer væntanlega til Juve í sumar þegar það mun væntanlega vera búið að tryggja sér sæti í A-deildinni á ný. Juve er í toppsæti B-deildarinnar þrátt fyrir að níu stig hafi verið dregin af því í skandalnum fræga í fyrra. Frings er 28 ára gamall landsliðsmaður. Fótbolti 17.4.2007 16:28 Ítalía: Kaflaskiptur leikur hjá Inter og Palermo Fátt getur komið í veg fyrir að Inter Milan hampi meistaratitlinum á Ítalíu í ár þrátt fyrir að liðið næði aðeins jafntefli gegn Palermo á heimavelli sínum í dag 2-2. Roma styrkti stöðu sína í öðru sætinu með því að bursta Sampdoria 4-0. Fótbolti 15.4.2007 23:01 Ítalir herma eftir Englendingum Ítalir hafa ákveðið að taka upp öryggiskerfi á knattspyrnuleikjum sem byggir á enskri fyrirmynd. Sem stendur sér lögreglan um gæslu á leikjum á Ítalíu en í Englandi sjá sérstakir gæslumenn um öryggisvörslu á leikjum. Fótbolti 13.4.2007 12:08 Trezeguet vill vera áfram hjá Juve Franski framherjinn David Trezeguet hefur lýst yfir ánægju sinni í herbúðum Juventus á Ítalíu og vill helst af öllu vera áfram hjá liðinu á næsta tímabili. Trezeguet hefur þannig skipt um skoðun frá því í haust, en eftir að Juve var dæmt til að spila í B-deildinni á Ítalíu í ár vildi sá franski ólmur fara burt frá félaginu. Fótbolti 7.4.2007 15:31 Öryggisreglur hertar til muna á Ítalíu Ítalska þingið skjalfesti í gær nýjar öryggisreglur sem taka munu gildi í knattspyrnunni þar í landi. Málið hlaut skjóta meðferð á þinginu eftir að lögreglumaður lét lífið í átökum við knattspyrnubullur í febrúar. Öryggisreglur verða hertar til muna á leikjum á Ítalíu og þá verður öllum undir 14 ára aldri veittur ókeypis aðgangur í von um að gera fótboltann fjölskylduvænni en verið hefur. Fótbolti 4.4.2007 13:42 Inter setur stefnuna á 100 stig Inter Milan hefur 20 stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu og ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að liðið lyfti bikarnum á ný. Varnarmaðurinn Marco Materazzi segir liðið setja stefnuna á nýtt met í deildinni - 100 stig og ekkert tap. Fótbolti 2.4.2007 13:20 Inter með 20 stiga forskot Inter Milan náði 20 stiga forskoti á toppi ítölsku A-deildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Parma 2-0 með mörkum frá Maxwell og Hernan Crespo. Inter er með 79 stig úr 29 leikjum á toppi deildarinnar, en Parma er í bullandi fallbaráttu. Fótbolti 1.4.2007 21:53 « ‹ 182 183 184 185 186 187 188 189 190 … 198 ›
Crespo verður áfram hjá Inter Argentínski framherjinn Hernan Crespo verður áfram lánsmaður hjá meisturum Inter Milan út næstu leiktíð. Crespo er 31 árs gamall og skoraði 14 mörk í A-deildinni á leiktíðinni. Hann er samningsbundinn Chelsea á Englandi, en fær að halda áfram á Ítalíu eins og hann hafði sjálfur óskað. Fótbolti 30.5.2007 15:49
Ranieri óákveðinn Claudio Ranieri þjálfari Parma á Ítalíu segist ekki hafa rætt við forráðamenn Manchester City með það fyrir augum að gerast næsti knattspyrnustjóri félagsins. Hann bjargaði Parma frá falli um síðustu helgi en hefur verið orðaður við félög víða í Evrópu. "Ég mun ræða við forráðamenn Parma á næstu dögum," sagði Ranieri, sem útilokar ekki að vera áfram hjá ítalska félaginu. Fótbolti 29.5.2007 14:32
Juventus auglýsir eftir Lippi Forráðamenn Juventus vilja ólmir að gamla brýnið Marcello Lippi taki við liðinu eftir að Didier Deschamps sagði starfi sínu lausu á dögunu. Lippi hefur áður verið hjá Juventus við góðan orðstír, en hann hefur verið í fríi síðan hann gerði Ítala að heimsmeisturum síðasta sumar. Aðstoðarþjálfarinn Giancarlo Corradini mun stýra Juventus í þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir í B-deildinni í vor, en liðið hefur þegar tryggt sér sæti á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð. Fótbolti 28.5.2007 20:10
Keppni lauk á Ítalíu í dag Í dag fór fram lokaumferðin í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Chievo Verona þurfti að bíta í það súra epli að falla úr deildinni eftir sex ára veru meðal þeirra bestu, en Reggina, Siena og Parma unnu öll leiki sína og tryggðu sæti sitt. Fótbolti 27.5.2007 17:40
Ancelotti lofar dularfullum risakaupum í sumar Mikil spenna ríkir nú í Mílanó eftir ummæli sem Carlo Ancelotti þjálfari AC Milan lét falla á blaðamannafundi í gær. Þar upplýsti hann að félagið væri á góðri leið með að landa stórlaxi á leikmannamarkaðnum í sumar og sagði "heiminn fara á annan endann" ef hann gæfi upp hver leikmaðurinn væri. Fótbolti 26.5.2007 18:40
Deschamps sagði af sér hjá Juventus Franski þjálfarinn Didier Deschamps hefur sagt af sér hjá ítalska stórliðinu Juventus þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu rakleitt upp í A-deildina í vetur eftir að liðið var fellt niður í B-deildina síðasta sumar. Heyrst hefur að Juventus ætli sér að reyna að lokka fyrrum landsliðsþjálfarann Marcello Lippi í starfið. Fótbolti 26.5.2007 14:01
Roma vann ítalska bikarinn Roma varð í dag ítalskur bikarmeistari eftir 2-1 tap gegn Inter Milan í síðari úrslitaleik liðanna í Mílanó. Roma vann 5-2 stórsigur í fyrri leiknum og vann því samanlagt 8-3. Inter komst í 2-0 á sex mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks með mörkum frá Cruz og Crespo, en Ivan Cordoba var vikið af leikvelli á 71. mínútu og eftir það minnkaði Simone Perrotta muninn fyrir Roma og tryggði liðinu bikarinn. Fótbolti 17.5.2007 18:15
Juventus getur tryggt sig í A-deildina um helgina Stórveldið Juventus á Ítalíu getur tryggt sér sæti meðal þeirra bestu á ný með útsigri á Arezzo í ítölsku B-deildinni um helgina, en þá verða reyndar þrjár umferðir eftir af keppninni. Það verður því aldrei þessu vant leikur í B-deildinni sem verður í sviðsljósinu á Ítalíu um helgina, því staða mála á toppnum í A-deildinni er þegar ráðin. Fótbolti 17.5.2007 16:26
Roma valtaði yfir Inter Roma er í góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleik sinn við Inter Milan í ítalska bikarnum. Roma vann 6-2 stórsigur á Mílanóliðinu í dag. Totti, De Rossi og Perrota komu Roma í 3-0 eftir stundarfjórðung og Amantino Manchini og Panucci (2) bættu við mörkum. Hernan Crespo skoraði bæði mörk gestanna. Fótbolti 9.5.2007 18:33
Costacurta mun aðstoða Ancelotti Gamli refurinn Alessandro Costacurta hjá AC Milan mun gerast aðstoðarmaður Carlo Ancelotti þjálfara þegar hann leggur skóna á hilluna í sumar. Costacurta er 41 árs gamall og lék sinn fyrsta leik fyrir Milan árið 1986. Tveir aðrir af eldri leikmönnum liðsins, þeir Cafu og Paolo Maldini, hafa þegar gefið það út að þeir ætli að spila eitt ár í viðbót. Fótbolti 7.5.2007 15:58
Inter heldur tryggð við Adriano Forseti Ítalíumeistara Inter Milan segir félagið ekki ætla að selja framherjann Adriano þó hann hafi átt í miklum vandræðum á leiktíðinni. Adriano skoraði um tíma ekki mark í níu mánuði fyrir lið sitt og var í kjölfarið sæmdur "Gullnu Ruslatunnunni" sem eru verðlaun sem ítölsk útvapsstöð veitir fyrir lélegustu frammistöðuna á tímabilinu. Fótbolti 3.5.2007 16:10
Maldini ætlar að halda áfram að spila Ítalska knattspyrnugoðið Paolo Maldini hjá AC Milan hefur staðfest að hann sé hvergi nærri hættur að spila þó hann sé orðinn 38 ára gamall og ætlar að spila í það minnsta út næstu leiktíð. Hann fer væntanlega í hnéuppskurð eftir þessa leiktíð vegna meiðsla sem hann hlaut á dögunum, en annars er þessi frábæri varnarmaður í góðu formi. Fótbolti 3.5.2007 13:31
Peruzzi hættur Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Angelo Peruzzi hjá Lazio tilkynnti í dag að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið því hann ætli að leggja hanskana á hilluna. Peruzzi er 37 ára gamall og var í landsliði Ítala á HM í sumar. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Roma árið 1987 en náði besta árangri sínum með Juventus á síðasta áratug þar sem hann vann þrjá Ítalíutitla og báðar Evrópukeppnirnar. Hann spilaði 31 landsleik fyrir Ítala. Fótbolti 30.4.2007 16:36
Buffon sagður á leið til AC Milan Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon muni ganga til liðs við AC Milan frá Juventus í sumar. Buffon stóð við loforð sitt í vetur og spilaði með Juve í B-deildinni þar sem liðið er nálægt því að tryggja sér sæti á meðal þeirra bestu á ný. Fótbolti 26.4.2007 14:48
Mancini verður áfram hjá Inter Massimo Moratti, forseti nýkrýndra Ítalíumeistara í Inter Milan, kom öllum á óvart í gær þegar hann tilkynnti að þjálfarinn Roberto Mancini hefði framlengt samning sinn við félagið fyrir nokkru síðan. Moratti náðu að leyna fréttunum frá ítölskum fjölmiðlum, en staða Mancini hjá félaginu hafði alls ekki þótt örugg. Fótbolti 23.4.2007 08:55
Inter tryggði sér ítalska meistaratitilinn Inter tryggði sér í dag ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu með því að leggja Siena af velli í dag. Á sama tíma tapaði Roma fyrir Atalanta sem þýðir að liðið á ekki lengur tölfræðilega möguleika á að ná Inter að stigum. AC Milan steig stórt skref í átt að sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar með sínum fjórða sigurleik í röð. Fótbolti 22.4.2007 14:54
Vieri höfðar mál á hendur Inter fyrir njósnir Christian Vieri, leikmaður Atalanta, hyggst höfða mál á hendur Inter sem hann lék áður með fyrir að hafa látið njósna um hann. Vieri sakar forráðamenn Inter um að hafa ráðið einkaspæjara til þess að fylgjast með sér. Fótbolti 20.4.2007 11:49
Adriano dæmdur í tveggja leika bann fyrir leikaraskap Aganefnd ítölsku úrvalsdeildarinnar hefur dæmt brasilíska sóknarmanninn Adriano, leikmann Inter, í tveggja leikja bann fyrir leikaraskap. Adriano létt sig falla í vítateig Roma þegar hann reyndi að leika fram hjá Alexander Doni, markverði Roma, í leik liðanna á miðvikudag. Fótbolti 20.4.2007 11:28
Sjö ítalskir dómarar reknir frá störfum Ítalska dómarasambandið tilkynnti í dag að sjö aðaldómarar og tveir aðstoðardómarar hefðu verið reknir úr samtökunum vegna tengsla þeirra við nýtt spillingarmál sem verið hefur í rannsókn á Ítalíu. Þetta voru niðurstöður ítarlegrar rannsóknar sem gerð var á leikjum sem fram fóru í A-deildinni leiktíðina 2004-05. Þessi rannsókn var framkvæmd í framhaldi af þeirri sem varð til þess að Juventus var dæmt niður í B-deildina í sumar. Fótbolti 19.4.2007 20:34
Vieri sneri aftur í gær Ítalski framherjinn Christian Vieri brosti breitt í gær þegar hann spilaði sinn fyrsta knattspyrnuleik í meira en ár. Vieri kom inn sem varamaður hjá Atalanta í gær þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Empoli í A-deildinni en þá hafði hann ekki spilað síðan hann lék síðast með Mónakó í mars 2006. Fótbolti 19.4.2007 17:38
Veisluhöldum aflýst í Mílanó Inter Milan náði ekki að tryggja sér ítalska meistaratitilinn í dag eins og til stóð þegar liðið steinlá 3-1 á heimavelli fyrir Roma. Þetta var fyrsta tap Inter á leiktíðinni en liðið hefur þó enn mjög örugga forystu á toppnum. Roma fór langt með að tryggja sér annað sætið í deildinni með sigrinum. AC Milan burstaði Ascoli 5-2 á útivelli og tryggði stöðu sína í fjórða sætinu, sem gefur sæti í Meistaradeildinni. Fótbolti 18.4.2007 18:15
EM 2012: Niðurstaðan kom Ítölum ekki á óvart Talsmenn ítalska knattspyrnusambandsins sögðu það ekki koma sér á óvart í dag þegar Ítalir gripu í tómt þegar tilkynnt var hver hreppti Evrópumót landsliða í knattspyrnu árið 2012. Það kom í hlut Pólverja og Úkraínumanna að halda mótið, en áföll sem riðið hafa yfir ítalska knattspyrnu á síðasta ári gerðu það að verkum að þar í landi voru menn ekki sérlega bjartsýnir á að fá að halda mótið. Fótbolti 18.4.2007 13:52
Berlusconi: Við eigum 100 milljónir fyrir Ronaldinho Silvio Berlusconi, forseti AC Milan á Ítalíu, segir að félagið hafi þegar lagt til hliðar 100 milljónir evra til að kaupa brasilíska snillinginn Ronaldinho frá Barcelona. Forsetinn lætur í það skína að félagið sé ekki langt frá því að ganga frá kaupum á leikmanninum og umboðsmaður Ronaldinho gerir ekkert til að draga úr þessum orðrómi - þó ekki væri til annars en að bæta stöðu hans í samningaviðræðum við Barcelona. Hann hefur enn ekki framlengt samning sinn við Katalóníurisann. Fótbolti 18.4.2007 13:36
Frings í viðræðum við Juventus Þýski miðjumaðurinn Torsten Frings hjá Werder Bremen er nú kominn langt á veg með að semja við ítalska félagið Juventus. Hann er sem stendur á Ítalíu að semja um kaup og kjör og fer væntanlega til Juve í sumar þegar það mun væntanlega vera búið að tryggja sér sæti í A-deildinni á ný. Juve er í toppsæti B-deildarinnar þrátt fyrir að níu stig hafi verið dregin af því í skandalnum fræga í fyrra. Frings er 28 ára gamall landsliðsmaður. Fótbolti 17.4.2007 16:28
Ítalía: Kaflaskiptur leikur hjá Inter og Palermo Fátt getur komið í veg fyrir að Inter Milan hampi meistaratitlinum á Ítalíu í ár þrátt fyrir að liðið næði aðeins jafntefli gegn Palermo á heimavelli sínum í dag 2-2. Roma styrkti stöðu sína í öðru sætinu með því að bursta Sampdoria 4-0. Fótbolti 15.4.2007 23:01
Ítalir herma eftir Englendingum Ítalir hafa ákveðið að taka upp öryggiskerfi á knattspyrnuleikjum sem byggir á enskri fyrirmynd. Sem stendur sér lögreglan um gæslu á leikjum á Ítalíu en í Englandi sjá sérstakir gæslumenn um öryggisvörslu á leikjum. Fótbolti 13.4.2007 12:08
Trezeguet vill vera áfram hjá Juve Franski framherjinn David Trezeguet hefur lýst yfir ánægju sinni í herbúðum Juventus á Ítalíu og vill helst af öllu vera áfram hjá liðinu á næsta tímabili. Trezeguet hefur þannig skipt um skoðun frá því í haust, en eftir að Juve var dæmt til að spila í B-deildinni á Ítalíu í ár vildi sá franski ólmur fara burt frá félaginu. Fótbolti 7.4.2007 15:31
Öryggisreglur hertar til muna á Ítalíu Ítalska þingið skjalfesti í gær nýjar öryggisreglur sem taka munu gildi í knattspyrnunni þar í landi. Málið hlaut skjóta meðferð á þinginu eftir að lögreglumaður lét lífið í átökum við knattspyrnubullur í febrúar. Öryggisreglur verða hertar til muna á leikjum á Ítalíu og þá verður öllum undir 14 ára aldri veittur ókeypis aðgangur í von um að gera fótboltann fjölskylduvænni en verið hefur. Fótbolti 4.4.2007 13:42
Inter setur stefnuna á 100 stig Inter Milan hefur 20 stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu og ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að liðið lyfti bikarnum á ný. Varnarmaðurinn Marco Materazzi segir liðið setja stefnuna á nýtt met í deildinni - 100 stig og ekkert tap. Fótbolti 2.4.2007 13:20
Inter með 20 stiga forskot Inter Milan náði 20 stiga forskoti á toppi ítölsku A-deildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Parma 2-0 með mörkum frá Maxwell og Hernan Crespo. Inter er með 79 stig úr 29 leikjum á toppi deildarinnar, en Parma er í bullandi fallbaráttu. Fótbolti 1.4.2007 21:53