Julio Baptista hefur samið við ítalska liðið Roma. Þessi brasilíski landsliðsmaður kemur frá Real Madrid en hann hefur verið á óskalista Rómverja í talsvert langan tíma.
Roma borgar 7 milljónir punda fyrir leikmanninn en verðið gæti hækkað ef ítalska liðið kemst í Meistaradeildina næstu tvö tímabil.
Samningur Baptista við Roma er til fjögurra ára.