Ítalski boltinn

Fréttamynd

Zlatan dæmdur í þriggja leikja bann - missir af Mílanó-slagnum

Zlatan Ibrahimovic fékk rauða spjaldið í 1-1 jafntefli við Bari í ítölsku deildinni um helgina eftir að hafa æft karatespark á Marco Rossi, varnarmanni Bari, á 74. mínútu leiksins. Í dag kom í ljós að sænski framherjinn skapheiti verður í banni í næstu þremur leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan tapaði stigum gegn botnliðinu

AC Milan missti af góðu tækifæri til að auka forystu sína á toppi ítölsku deildarinnar í knattspyrnu er liðið gerði 1-1 jafntefli við botnlið Bari á heimavelli í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Toppliðin með sigra á Ítalíu

Inter Milan vann góðan sigur á Genoa í dag á heimavelli sínum í ítölsku deildinni, 5-2. Samuel Eto'o skoraði tvö mörk fyrir Inter sem þar með er komið í annað sæti deildarinnar með 56 stig og er fimm stigum á eftir nágrönnum sínum í AC Milan sem eru efstir.

Fótbolti
Fréttamynd

Gennaro Gattuso hetja AC Milan í kvöld

Gennaro Gattuso var skúrkurinn þegar AC Milan tapaði á móti Tottenham í Meistaradeildinni á dögunum en hann var hetja liðsins í 1-0 sigri á Juventus í ítölsku A-deildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter í annað sætið

Inter stökk upp í annað sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið vann nauman útisigur á Sampdoria, 0-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Di Vaio sá um Juventus

Bologna hoppaði upp í níunda sætið í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld er liðið vann sætan útisigur á Juventus, 0-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona og Juventus vilja fá Pirlo

Svo gæti farið að AC Milan missi miðjumanninn Andrea Pirlo í sumar. Þá rennur samningur hans við félagið út og hann er ekki búinn að skrifa undir nýjan samning.

Fótbolti
Fréttamynd

Ranieri hættur hjá Roma

Claudio Ranieri sagði í kvöld starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Roma sem leikur í ítölsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter með góðan útisigur

Leikmenn Inter ætla ekki að gefa ítalska meistaratitilinn eftir baráttulaust. Þeir eru á mikilli siglingu þessa dagana og unnu enn einn sigurinn í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto'o skaut í slána fyrir framan opnu marki - myndband

Samuel Eto'o, leikmaður Inter Milan, fór illa með algjört dauðafæri á lokamínútunum í 0-1 tapi Inter Milan á móti Juventus í stórleik kvöldsins í ítölsku deildinni. Tapið þýðir að Inter er átta stigum á eftir nágrönnunum í AC Milan sem eru í efsta sætinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus hafði betur gegn Inter Milan

Átta leikir fóru fram í ítölsku knattspyrnunni í dag. Stærsti leikur dagsins var án efa leikur Juventus og Inter Milan sem fram fór í Torino. Juventus vann góðan sigur á ítölsku meisturunum, 1-0, og var það Alessandro Matri sem skoraði sigurmarkið á 30. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tvö mörk frá Robinho í 4-0 sigri AC Milan á Parma

AC Milan hitaði upp fyrir leikinn á móti Tottenham í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn með því að bursta Parma 4-0 í ítölsku A-deildinni í dag. Bæði toppliðin unnu sína leiki í dag því Napoli vann 2-0 útisigur á Roma.

Fótbolti
Fréttamynd

Roma íhugar að reka Adriano

Brasilíumaðurinn Adriano er enn eina ferðina búinn að koma sér í vandræði. Hann neitaði að blása í áfengismæli í heimalandinu þar sem hann var búinn að fá sér í tána. Hann missti fyrir vikið ökuskírteinið í nokkra daga.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan Ibrahimovic: Er að gera út af við mig á öllum þessum hlaupum

Zlatan Ibrahimovic kvartar mikið undan álaginu hjá AC Milan en þessi snjalli sænski knattspyrnumaður á mikinn þátt í frábæru gengi liðsins í ítölsku deildinni á þessu tímabili. Zlatan kom til AC Milan frá Barcelona fyrir tímabilið og hefur skorað 13 mörk og gefið 10 stoðsendingar í 22 leikjum í ítölsku A-deildinni í vetur. AC Milan er á toppnum.

Fótbolti