Spænski boltinn

Fréttamynd

Milan segist ekki ætla að selja Kaka

AC Milan ætlar sér ekki að selja Kaka þrátt fyrir að faðir Brasilíumannsins hafi fundað með Real Madrid. Adriano Galliani, varaforseti AC Milan sagði fréttamönnum þetta í morgun. „Við getum staðfest að Kaka verður ekki seldur en við vissum af fundi föður hans með Real þar sem hann hafði þegar sagt okkur frá honum.“

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður vill helst vera áfram á Spáni

Eiður Smári Guðjohnsen segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að sanna sig í herbúðum spænska liðsins Barcelona og stefnir á að mæta tvíefldur til leiks með liðinu á næsta tímabili. Smelltu á spila til að sjá viðtal við kappann sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður orðaður við Manchester United

Sky Sports greinir frá því í dag að viðræður séu komnar í gang milli Barcelona og Manchester United um leikmannaskipti sem gætu þýtt að Eiður Smári Guðjohnsen færi aftur til Englands. Sky segir að spænska félagið hafi ekki frekari not fyrir Eið og segir að til greina komi að honum verði skipt til United fyrir varnarmanninn Gerard Pique. Sá lék sem lánsmaður með Zaragoza í vetur og stóð sig með prýði. Hann hefur áður verið í röðum Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham sagði bless í dag

Enski landsliðsmaðurinn David Beckham sat í dag blaðamannafund hjá Real Madrid þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum liðsins fyrir góðan tíma og tók af allan vafa um framtíð sína. Beckham fer til LA Galaxy í Bandaríkjunum í sumar og vonast til að kveðja Madrid með titli um helgina. Smelltu á spila til að sjá myndband af blaðamannafundinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Dudek að íhuga tilboð frá Real Madrid?

Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool er sagður hafa fengið tilboð um að ganga í raðir Real Madrid á frjálsri sölu í sumar. Samningur markvarðarins við Liverpool rennur út í sumar og á heimasíðu sinni greini markvörðurinn frá því að hann sé að íhuga tilboð frá "einu besta, ef ekki besta félagi í heimi."

Fótbolti
Fréttamynd

David Villa: Ég vil vera áfram hjá Valencia

Spænski landsliðsframherjinn David Villa hjá Valencia segist ekki vilja fara frá félaginu þrátt fyrir að hafa verið mikið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni í sumar. Chesea, Manchester United og Liverpool eru sögð hafa mikinn áhuga á leikmanninum en hann er samningsbundinn Valencia til 2013. Hann hefur skorað 15 mörk í 35 deildarleikjum á leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Edmilson: Við vorum sjálfum okkur verstir

Brasilíski miðjumaðurinn Edmilson hjá Barcelona segir að félagið verði að taka til í herbúðum sínum í sumar, því ólga innan liðsins hafi að sínu mati kostað það dýrt í vetur og það verði að laga ef árangur á að nást á næsta tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Tímabilið búið?

Alls er óvíst hvort Eiður Smári Guðjohnsen geti spilað með Barcelona í lokaleik spænsku deildarinnar. Eiður fékk slæmt högg á vinstra hnéð og neyddist til að snúa aftur til búningsherbergja. Ekki er ljóst hversu lengi Eiður verður frá en það ætti að koma í ljós eftir nánari skoðun.

Fótbolti
Fréttamynd

Samuel Eto´o ætlar ekki að fara fet

Framherjinn Samuel Eto´o segist alls ekki vera að íhuga að fara frá Barcelona í sumar og segist muni fagna því ef Thierry Henry gengi til liðs við félagið. Eto´o segist í samtali við Sky vera með samning við Barcelona og því geti liðið ekki losnað við hann þó það vildi.

Fótbolti
Fréttamynd

Capello kennir sér um brottför Beckhams

Fabio Capello, framkvæmdastjóri Real Madrid, kennir sjálfum sér um brottför Davids Beckham frá félaginu. Hann tók Beckham úr liðinu og stuttu seinna skrifaði Beckham undir samning hjá LA Galaxy.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham og félögum lofað 35 milljón króna bónus

David Beckham og félögum hans í Real Madrid hefur hverjum og einum verið lofaður bónus upp á 35 milljónir króna ef félagið klárar sitt um næstu helgi og verður spænskur meistari. Þetta kann að vera klink fyrir mann á borð við Beckham, en þessi upphæð er þó hærri en margir af verðandi félögum hans hjá LA Galaxy fá í laun á ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham mun fara til LA Galaxy

Mikið hefur verið ritað um orð forseta Real Madrid í dag þegar hann sagði að félagið ætlaði að gera allt sem í þess valdi stæði til að halda leikmanninum áfram í herbúðum sínum. Talsmaður Beckham var fljótur að svara þessu í dag og sagði leikmanninn vera með samning við LA Galaxy og ekki kæmi annað til greina en að virða hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Forseti Real Madrid vill halda David Beckham

Sky sjónvarpsstöðin greindi frá því nú fyrir stundu að forseti Real Madrid, Ramon Calderon, hefði lýst því yfir að hann ætlaði að gera allt sem í hans valdi stæði til að halda David Beckham í röðum spænska félagsins áfram. Beckham hefur þegar samþykkt að ganga í raðir LA Galaxy í sumar. Frekari fréttir af málinu koma væntanlega síðar í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi fetar aftur í fótspor Maradona - Nú með hönd Guðs

Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona var í sviðsljósinu í kvöld þegar Barcelona og Espanyol skildu jöfn 2-2. Messi skoraði bæði mörk Barcelona í leiknum en það fyrra skoraði hann greinilega með höndinni. Hann hefur því á stuttum tíma hermt faglega eftir báðum mörkum landa síns Maradona frá því gegn Englendingum á HM árið 1986. Nú er bara spurning hvort kappinn talar um að þarna hafi hönd Guðs verið að verki.

Fótbolti
Fréttamynd

Gríðarleg dramatík á Spáni

Dramatíkin var allsráðandi í næst síðustu umferðinni í spænska boltanum í kvöld. Real Madrid og Barcelona voru efst og jöfn í deildinni fyrir leiki kvöldsins, en eftir miklar sveiflur og dramatík er ljóst að það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort liðið hampar titlinum. Argentínumaðurinn Leo Messi stal enn og aftur senunni með Barcelona, en í þetta sinn á röngum forsendum.

Fótbolti
Fréttamynd

Hálfleikur í spænska

Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í spænska boltanum og heldur betur farið að draga til tíðinda. Topplið Real Madrid er að tapa 1-0 á útivelli fyrir Zaragoza og staðan í leik Barcelona og Espanyol er jöfn 1-1. Börsungar lentu undir í leiknum en Leo Messi jafnaði metin með því að blaka boltanum í netið með höndinni. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona. Leikirnir eru sýndir beint á rásum Sýnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður í byrjunarliði Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti grönnum sínum í Espanyol í næst síðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn, en á sama tíma eigast við Zaragoza og Real Madrid í beinni á Sýn Extra. Liðin eru efst og jöfn í deildinni en Real getur í besta falli tryggt sér titilinn í dag ef úrslit verða liðinu í hag.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham verður í hópnum hjá Real á morgun

Enski landsliðsmaðurinn David Beckham verður í leikmannahópi Real Madrid á morgun þegar liðið mætir Real Zaragoza í næstsíðustu umferð spænsku deildarinnar. Þar getur Real orðið spænskur meistari fari svo að erkifjendur þeirra í Barcelona tapi fyrir grönnum sínum í Espanyol.

Fótbolti
Fréttamynd

Forráðamenn Real hafa áhyggjur af meiðslum Beckham

Forráðamenn Real Madrid hafa nú staðfest að David Beckham verði mjög tæpur fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Real Zaragoza í spænsku deildinni um helgina eftir að hann meiddist á ökkla í landsleik Eista og Englendinga í gærkvöld. Beckham á nú góða möguleika á að vinna sinn fyrsta og eina titil með Real síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2003.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto´o neitar að hafa rætt við Benitez

Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona neitar að hafa rætt við Rafa Benitez knattspyrnustjóra Liverpool um að ganga í raðir enska félagsins. Eto´o og umboðsmaður hans segja ekkert til í þeim orðrómi sem verið hefur á kreiki um að hann sé á leið til Liverpool eða AC Milan á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan staðfestir áhuga sinn á Eto´o

Forráðamenn AC Milan staðfestu í dag að þeir hefðu mikinn áhuga á að kaupa sóknarmanninn Samuel Eto´o frá Barcelona í sumar. Þeir vísa hinsvegar á bug fregnum um að kaupin séu komin langt á veg og taka fram að ekkert verði gert í málinu fyrr en eftir að deildarkeppninni lýkur á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Roberto Carlos á leið til Fenerbahce

Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos hjá Real Madrid hefur samþykkt að ganga í raðir tyrkneska liðsins Fenerbahce í sumar þegar hann verður með lausa samninga. Carlos hefur verið hjá Real í 11 ár og er einn besti og sigursælasti bakvörður knattspyrnunnar af þessari kynslóð. Carlos er 34 ára gamall og sagðist hafa neitað tilboðum frá Englandi og Ítalíu til að fara til Tyrklands.

Fótbolti
Fréttamynd

LA Galaxy tilbúið að lána David Beckham

Alaxei Lalas, forseti LA Galaxy, segir til greina koma að David Beckham verði lánaður frá félaginu til liðs í Evrópu. Þjálfari liðsins er ekki jafnhrifinn af þessari hugmynd, en keppni í MLS deildinni lýkur í nóvember.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho sleppur með eins leiks bann

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho getur tekið þátt í síðasta leik Barcelona í deildarkeppninni. Óttast var að hann myndi missa af tveimur síðustu leikjum liðsins eftir að hann var rekinn af velli fyrir fólskulegt brot í leik gegn Getafe um síðustu helgi, en hann fékk aðeins eins leiks bann fyrir brot sitt. Ronaldinho missir af leik liðs síns gegn Espanyol um næstu helgi en getur spilað síðasta leikinn gegn Tarragona.

Fótbolti
Fréttamynd

Sevilla heldur pressu á toppliðin

Sevilla hélt sínu striki í spænska boltanum í gærkvöld þegar liðið lagði Zaragoza 3-1 og er því aðeins tveimur stigum frá Real Madrid og Barcelona á toppi deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Luis Fabiano, Alexander Kerzhakov og Fredi Kanoute skoruðu mörk Sevilla í leiknum. Atletico Madrid vann Nastic 2-0 með mörkum Fernando Torres og skaust í sjötta sætið.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór: Eiður ekki á leið til Englands

Breska blaðið The Sun hefur eftir Arnóri Guðjohnsen í dag að sonur hans og skjólstæðingur Eiður Smári sé ekki á leið til Englands þó hann hafi verið orðaður við fjölda liða þar í landi undanfarnar vikur.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto´o er til í að spila fyrir Liverpool

Kamerúnmaðurinn Samuel Eto´o hjá Barcelona segist vel geta hugsað sér að spila með enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool, því stuðningsmenn liðsins séu engum líkir. Eto´o hefur verið orðaður nokkuð við Liverpool á síðustu mánuðum og sumir segja hann vera óskaframherja Rafa Benitez knattspyrnustjóra.

Enski boltinn
Fréttamynd

Beckham langaði til AC Milan

Knattspyrnumaðurinn David Beckham hefur upplýst að hann hafi langað mikið að samþykkja að ganga í raðir AC Milan þegar honum stóð það til boða fyrir nokkrum mánuðum. Hann segist þó hafa ákveðið að setja fjölsklduna í fyrsta sæti og fara til Bandaríkjanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona lagði Getafe

Barcelona vann tilþrifalítinn sigur á Getafe í lokaleik kvöldsins í spænska boltanum. Ronaldinho skoraði sigurmark liðsins strax í upphafi leiks, en lét svo reka sig af velli fyrir að sparka í mótherja sinn. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu hjá Barcelona í leiknum, en liðið hefur jafnmörg stig og Real Madrid á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham fór á kostum í sigri Real Madrid

David Beckham hélt upp á landsliðssæti sitt með frábærum hætti í kvöld þegar hann var maðurinn á bak við 3-1 sigur Real Madrid á Deportivo í spænsku deildinni. Beckham átti þátt í tveimur marka heimamanna og átti stangarskot úr aukaspyrnu í leiknum.

Fótbolti