Sjálfbærni

Fréttamynd

Sjálfbærni á dag­skrá, takk!

Í aðdraganda Alþingiskosninganna hefur mikið borið á umræðu um efnahagsmál, húsnæðismál, útlendingamál og heilbrigðismál. Önnur mál sem eru grundvöllur framtíðar okkar hafa aftur á móti ekki fengið næga athygli.

Skoðun
Fréttamynd

Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“

„Það þarf ákveðna ástríðu til að halda þessu verkefni gangandi. Og snertifletirnir eru margir. Í stuttu máli má segja að við erum öll að pissa í sömu laugina en verðum bara að hætta því,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og stjórnarkona í ýmsum öðrum stjórnum, svo sem Freyju, Sjóvá og Votlendissjóðs.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú ein­fald­lega ræktaðir“

„Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sjálfbærnisviðið lagt niður og Erla Ósk hættir

Nokkuð viðamiklar breytingar á skipuriti Símans hafa tekið gildi. Breytingin felur í sér að tvö ný svið verða til og eitt svið er lagt niður. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, sem var yfir sviðinu sjálfbærni og menning, hefur látið af störfum hjá félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“

„Viðburðurinn hófst ekki fyrr en klukkan átta um kvöldið en klukkan rétt rúmlega sjö streymdu konur einfaldlega á staðinn þannig að við hugsuðum bara með okkur Vá! Hvað mætingin er góð,“ segir Sóley Björg Jóhannsdóttir varaformaður UAK um viðburð sem félagið stóð fyrir síðastliðið þriðjudagskvöld.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Kynna niður­stöður Sjálfbærniássins

Niðurstöður Sjálfbærniássins 2024 verða kynntar þann 4. september kl. 9.15 í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík og fyrirtækjum sem skara fram úr veitt viðurkenning. Sjálfbærniásinn er nýr mælikvarði til að meta viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja og stofnana í sjálfbærni. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Sjálfbærnidagur Lands­bankans

Sjálfbærnidagur Landsbankans hefst klukkan 09 í Grósku að Bjargargötu 1 í Reykjavík. Meðal dagskrárliða eru erindi bankastjóra, forstjóra Eimskips og forstjóra Festi. Þá verða kynningar frá sjálfbærum matvælaframleiðendum. Sýnt verður frá deginum hér á Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný tæki­færi: Til dæmis skór úr endur­unnu sjávarplasti

Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum, segir nýsköpun einn af lykilþáttum sjálfbærni, sem um leið þýðir að fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, geta fyrir víst skapað sér ýmiss ný tækifæri til framtíðar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ofur­á­hersla á um­hverfis­málin þegar sjálfbærnin snýst í raun um fólk

„Oft leggjum við ofur áherslu á umhverfisvernd þegar við ræðum sjálfbærni. Loftslagsváin er vissulega aðkallandi og nauðsynlegt að fyrirtæki minnki kolefnisfótspor sitt. En í grunninn snýst sjálfbærni í um fólk,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Arnhildur til­nefnd til verð­launa

Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust.

Lífið
Fréttamynd

Sjálfbærniskólinn opnar: Reglu­gerðin mun líka hafa á­hrif á lítil og meðal­stór fyrir­tæki

„Vissulega nær reglugerðin aðeins til stærri fyrirtækja, með 250 manns eða fleiri og smærri félög tengd almannahagsmunum. Hugmyndafræðin nær hins vegar til allra fyrirtækja, sem þýðir að fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki munu breyttar leikreglur líka hafa áhrif,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum, Háskóla Reykjavík í haust.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hafa þróað kerfi til að auka á gagn­sæi við­skipta með kolefniseiningar

„Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR).

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Ég var pæja sem vildi ekki vera með ljótan gulan hatt á hausnum“

„Það er fyrirséð að um allan heim mun vanta fleira fólk í tæknigeirann í framtíðinni. Það er skortur á fólki nú þegar og fyrirséð að sá skortur er. Þannig að óháð öllu öðru, þá er það líka einfaldlega staðreynd að samfélögum vantar að fá fleiri konur til að velja tækni,“ segir Lena Dögg Dagbjartsdóttir, verkefnastjóri Vertonet.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Ég var skít­hrædd að senda þessa tölvu­pósta“

„Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta. Hafði alltaf haft á mér þann merkimiða að ég væri svona „introvert“ og alls ekki nógu góð í neinu sem héti tengslanetsmyndun,“ segir Rakel Guðmundsdóttir eignarhaldsstjóri hjá Alfa Framtak og hlær.

Atvinnulíf