Viðskipti innlent

Bein út­sending: Sjálf­bærni­dagur Lands­bankans

Atli Ísleifsson skrifar
Dagskráin hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 11.
Dagskráin hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 11. Vísir/Anton Brink

Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn í fjórða sinn milli klukkan 9 og 11 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi.

Í tilkynningu segir að á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgist sjálfbærnimálin, hvernig þau takist á við áskoranir og hvaða tækifæri séu fram undan.

„Dagskráin er fjölbreytt og spennandi, við fáum erindi frá forstjórum Rotovia, Landsnets og 66°Norður, auk örerinda frá Arctic Plank og Plöntunni,“ segir í tilkynningunni. 

Dagskrá:

  • Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn.
  • Dr. Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs: Skýr leiðarljós á óvissutímum.
  • Daði Valdimarsson, forstjóri Rotovia: Plast og sjálfbærni, fer það saman?
  • Ragna Árnadóttir, forstjóri Landsnets: Flutningskerfið – lífæð þjóðar.
  • Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri og eigandi 66°Norður: Í stakk búin í 99 ár.

Einnig fáum við tvo örfyrirlestra:

  • Högni Stefán Þorgeirsson, stofnandi og eigandi Arctic Plank: Sjálfbær framtíð úr gömlum efnivið.
  • Hrafnhildur Gunnarsdóttir, einn af eigendum Plöntunnar kaffihúss og bístrós: Að planta fræjum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×