Ástin á götunni Ísland komið í 3-1 Ísland er að vinna Suður Afríku 3-1 á Laugardalsvelli. Þeir Arnar Þór Viðarsson, Grétar Rafn Steinsson og Heiðar Helguson hafa gert mörk Íslendinga en Delron Buckley gerði mark gestanna. Sport 13.10.2005 19:42 Ég mun alltaf svara kallinu Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagðist í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær mjög ánægður með sigurinn og að hann hefði svarað gagnrýnisröddum sem hefðu verið á stjá í allt sumar. Sport 13.10.2005 19:42 Stórsigur á Suður Afríku Ísland sigraði Suður Afríku 4-1 í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Arnar Þór Viðarsson, Grétar Rafn Steinsson, Heiðar Helguson og Veigar Páll Gunnarsson gerðu mörk Íslendinga. Mark Veigars Páls var sérlega glæsilegt, þrumuskot utan teigs í efri 90 gráðurnar, sjón er sögu ríkari. Mark Suður Afríku gerði Delron Buckley. Sport 13.10.2005 19:42 Við Eiður Smári grétum saman Í nýútkominni bók sinni greinir John Terry, fyrirliði Chelsea, frá þeirri angist sem greip um sig meðal leikmanna liðsins eftir að þeir féllu úr Meistaradeildinni gegn Liverpool í undanúrslitum, annað árið í röð í vor og segir að tapið hafi fengið hvað mest á þrjá leikmenn liðsins. Sport 13.10.2005 19:42 Wright-Phillips ekki með Englandi Shaun Wright-Phillips, miðvallarleikmaður Chelsea, hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Dönum í kvöld vegna meiðsla á hné. Sport 13.10.2005 19:42 Byrjunarliðið gegn Suður Afríku Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Suður-Afríku. Liðið er skipað (4-5-1) Árnir Gautur; Kristján Örn, Auðun, Stef´na G.,Indriði; Arnar Þór,Kári Árnason, Tryggvi G., Grétar Rafn, Eiður Smári; Heiðar Helguson. Sport 13.10.2005 19:42 Landsleikurinn í beinni hér á Vísi Landsleikur Íslands og Suður-Afríku í knattspyrnu sem fram fer í kvöld á Laugardalsvelli verður í beinni hér á boltavaktinni á Vísi. Elvar Geir Magnússon íþróttafréttamaður færir lesendum fregnir af vellinum um leið og eitthvað gerist. Sport 13.10.2005 19:42 Jafnt eftir hálftíma leik Staðan er jöfn 1-1 í leik Íslands og Suður Afríku þegar hálftími er liðinn af leiknum. Grétar Rafn Steinsson kom Íslandi yfir á 25. mínútu en Delron Buckley jafnaði fyrir Suður Afríku rúmri mínútu síðar. Leikurinn er í beinni á <strong>BOLTAVAKT VÍSIS.</strong> Sport 13.10.2005 19:42 Sölunni á Essien seinkar enn Forráðamenn Lyon náðu ekki að senda samningsdrög til Chelsea í tæka tíð til að ganga frá félagsskiptum Mickael Essien og því verður það ekki fyrr en á morgun sem gengið verður frá kaupunum. Sport 13.10.2005 19:41 Nakata til Bolton Japanski knattspyrnumaðurinn Hidetoshi Nakata hefur verið lánaður frá Fiorentina á Ítalíu til enska úrvalsdeildarliðsins Bolton. Sport 13.10.2005 19:41 Byrjunarlið Englendinga gegn Dönum Sven Göran Erikson hefur valið byrjunarlið Englendinga sem mætir Dönum á Parken á morgun. Michael Owen er hafður á bekknum því hann er í leikbanni í næsta leik liðsins í undankeppni HM. Lið Englands ( 4-3-1-2 eða 4-3-3), Paul Robinson, G.Neville, Rio, Terry, A.Cole; Gerrard, Lampard, Beckham, Joe Cole; Dafoe, Rooney. Sport 13.10.2005 19:42 SWP meiddur Enska landsliðið í knattspyrnu verður að vera án Shaun Wright-Phillips í æfingaleiknum við Dani annað kvöld, en tilkynnt var að hann færi ekki með liðinu til Danmerkur vegna þess að annað hné hans væri bólgið. Sport 13.10.2005 19:42 Berger rekinn Jörg Berger þjálfari þýska liðsins Hansa Rostock var rekinn í gær og Frank Pagelsdorf ráðinn í hans stað, en hann var þjálfari liðsins á árunum 1994 til 1997. Hansa Rostock, sem féll úr þýsku úrvalsdeildinni í vor, hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í 2. deild. Sport 13.10.2005 19:42 Hannes Þór og Ólafur Örn meiddir Hannes Þór Sigurðsson, leikmaður Víking og Ólafur Örn Bjarnason, leikmaður Brann úr norska boltanum eru meiddir og verða því ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Suður Afríku á morgun á Laugardalsvelli. Hannes Þór er meiddur á ökkla en Ólafur Örn er meiddur á liðþófa. Sport 13.10.2005 19:42 England sigraði Danmörk í U21 Enska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri sigraði jafnaldra sína frá Danmörku 1-0 í kvöld með marki frá Darren Ambrose leikmanni Charlton. Á morgun eigast við aðallið þjóðanna í Parken í Danmörku. Sport 13.10.2005 19:42 Ronaldo meiddur á ökkla Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, leikur ekki með landsliði sínu, Portúgal gegn Egyptum á miðvikudag vegna ökklameiðsla. Ronaldo missti af leik United gegn Everton vegna sömu meiðsla en verður líklega með United gegn Aston Villa næsta laugardag. Í stað Ronaldos var Luis Boa Morte,leikmaður Fulham valinn í landsliðið. Sport 13.10.2005 19:42 Ólafur og Hannes líklega ekki með Ólíklegt er að Ólafur Bjarnason og Hannes Þ. Sigurðsson leiki með íslenska landsliðinu gegn Suður-Afríkumönnum í vináttuleik í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á morgun. Þeir eru báðir meiddir og Ólafur líklega með rifinn liðþófa. Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari reiknar með því að leyfa sem flestum leikmönnum að spreyta sig annað kvöld. Sport 13.10.2005 19:42 Fish búinn að leggja árar í bát Mark Fish, fyrrum fyrirliði Suður Afríska landsliðsins í knattspyrnu er hættur knattspyrnuiðkunnar vegna þrálátra hnémeiðsla. Fish,31árs lék með Bolton og Charlton í ensku úrvalsdeildinni en var síðast hjá Ipswich í ensku Championship deildinni. Sport 13.10.2005 19:42 Ósáttur við Mikka Mús leiki Graeame Souness, knattspyrnustjóri Newcastle er ekki sáttur við vináttulandsleikina sem eru spilaðir í þessari viku. "Þetta eru Mikka Mús leikir sem skipta engu máli og nú þegar ég vil vinna með mína menn á æfingavellinum eru sex eða sjö leikmenn fjarverandi. Spurðu hvaða knattspyrnustjóra sem er, allir eru ósáttir," sagði Souness. Sport 13.10.2005 19:42 Halvorsen hættir með Sundsvall Norski þjálfarinn Jan Halvor Halvorsen hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Sundsvall hætti í gær störfum daginn eftir að lið hans var kjöldregið af Halmstad. Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði þrennu þegar Halmstad vann Sundsvall 6-0 í fyrrakvöld. Halvorsen fór til Sundsvall í fyrra frá norska liðinu Sogndal og skrifaði þá undir þriggja ára samning. Sport 13.10.2005 19:42 Fowler á nokkuð í land Robbie Fowler, framherjinn knái hjá Manchester City, er enn nokkrum vikum frá því að ná bata á þeim meiðslum sem hafa hrjáð hann í allt sumar. Sport 13.10.2005 19:41 Gerði tvö í litla nágrannaslagnum Bjarni Þór Viðarsson, 17 ára gamall leikmaður Everton á Englandi gerði tvö mörk fyrir varlið liðsins gegn Liverpool í litla nágrannaslag liðana eins og þeir kalla leikinn á heimasíðu Everton. Hann gerði bæði mörkin í fyrri hálfleik og var óheppinn að gera ekki þrennu í kvöld því hann átti skot sem sleikti stöngina í lok fyrri hálfleiks. Sport 13.10.2005 19:42 Arnar Þór skoraði gegn Mouscron Í belgíska fótboltanum skoraði Arnar Þór Viðarsson annað mark Lokeren í 2-0 sigri á Mouscron. Gunther Van Handenhoven skoraði seinna markið eftir sendingu Arnars Grétarssonar. Sport 13.10.2005 19:41 Lamb flæmdi Zenden frá Boro Hollenski miðjumaðurinn Bundewijn Zenden segir að stjórnarformaður Middlesbrough, Keith Lamb, hafi verið ástæðan fyrir því að leikmaðurinn kaus að ganga til liðs við Liverpool í stað þess að vera áfram hjá Boro. Sport 13.10.2005 19:41 Mörkin í símann Allir GSM viðskiptavinir Og Vodafone eiga nú kost á því að skoða mörkin úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu á þessu keppnistímabili. Þjónustan gefur knattspyrnuáhugamönnum tækifæri að fá send myndskeið af mörkum úr leikjum í Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni í símann fáeinum andartökum eftir að þau eru skoruð. Sport 13.10.2005 19:41 Buffon frá í átta vikur Gianlugi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins er meiddur og mun því missa af upphafi leiktíðarinnar. Buffon fór úr axlarlið í leik gegn A.C. Milan um helgina og verður frá keppni í 8 vikur. Sport 13.10.2005 19:41 Mourinho ósáttur við sjálfan sig Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea náði ekki upp í nefið á sér af óánægju með leik liðs síns í sigrinum á Wigan í gær og sagðist axla ábyrgðina sjálfur. Sport 13.10.2005 19:41 Hodgson þjálfar Finna Englendingurinn Roy Hodgson þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Viking, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Finna frá og með haustinu 2006. Hodgson er reyndur þjálfari sem víða hefur komið við á ferli sínum og meðal annars hefur hann þjálfað Inter Mílan, Udinese, Blackburn og FC Kaupmannahöfn. Sport 13.10.2005 19:41 Wenger hrósar van Persie Arsene Wenger hrósaði sóknarmanni sínum Robin van Persie eftir að varamaðurinn skoraði mark á móti Newcastle í 2-0 sigri Arsenal í gær, en sagðist viss um að Newcastle liðið ætti eftir að verða sterkt í vetur. Sport 13.10.2005 19:41 Rautt verður gullt Steve Bennet dómarinn sem rak Jermaine Jenas af velli í leik Arsenal og Newcastle hefur ákveðið að breyta rauða spjaldinu sem hann gaf Jenas í gullt spjald og því þarf leikmaðurinn ekki að fara í þriggja leikja bann. Sport 13.10.2005 19:41 « ‹ 314 315 316 317 318 319 320 321 322 … 334 ›
Ísland komið í 3-1 Ísland er að vinna Suður Afríku 3-1 á Laugardalsvelli. Þeir Arnar Þór Viðarsson, Grétar Rafn Steinsson og Heiðar Helguson hafa gert mörk Íslendinga en Delron Buckley gerði mark gestanna. Sport 13.10.2005 19:42
Ég mun alltaf svara kallinu Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagðist í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær mjög ánægður með sigurinn og að hann hefði svarað gagnrýnisröddum sem hefðu verið á stjá í allt sumar. Sport 13.10.2005 19:42
Stórsigur á Suður Afríku Ísland sigraði Suður Afríku 4-1 í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Arnar Þór Viðarsson, Grétar Rafn Steinsson, Heiðar Helguson og Veigar Páll Gunnarsson gerðu mörk Íslendinga. Mark Veigars Páls var sérlega glæsilegt, þrumuskot utan teigs í efri 90 gráðurnar, sjón er sögu ríkari. Mark Suður Afríku gerði Delron Buckley. Sport 13.10.2005 19:42
Við Eiður Smári grétum saman Í nýútkominni bók sinni greinir John Terry, fyrirliði Chelsea, frá þeirri angist sem greip um sig meðal leikmanna liðsins eftir að þeir féllu úr Meistaradeildinni gegn Liverpool í undanúrslitum, annað árið í röð í vor og segir að tapið hafi fengið hvað mest á þrjá leikmenn liðsins. Sport 13.10.2005 19:42
Wright-Phillips ekki með Englandi Shaun Wright-Phillips, miðvallarleikmaður Chelsea, hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Dönum í kvöld vegna meiðsla á hné. Sport 13.10.2005 19:42
Byrjunarliðið gegn Suður Afríku Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Suður-Afríku. Liðið er skipað (4-5-1) Árnir Gautur; Kristján Örn, Auðun, Stef´na G.,Indriði; Arnar Þór,Kári Árnason, Tryggvi G., Grétar Rafn, Eiður Smári; Heiðar Helguson. Sport 13.10.2005 19:42
Landsleikurinn í beinni hér á Vísi Landsleikur Íslands og Suður-Afríku í knattspyrnu sem fram fer í kvöld á Laugardalsvelli verður í beinni hér á boltavaktinni á Vísi. Elvar Geir Magnússon íþróttafréttamaður færir lesendum fregnir af vellinum um leið og eitthvað gerist. Sport 13.10.2005 19:42
Jafnt eftir hálftíma leik Staðan er jöfn 1-1 í leik Íslands og Suður Afríku þegar hálftími er liðinn af leiknum. Grétar Rafn Steinsson kom Íslandi yfir á 25. mínútu en Delron Buckley jafnaði fyrir Suður Afríku rúmri mínútu síðar. Leikurinn er í beinni á <strong>BOLTAVAKT VÍSIS.</strong> Sport 13.10.2005 19:42
Sölunni á Essien seinkar enn Forráðamenn Lyon náðu ekki að senda samningsdrög til Chelsea í tæka tíð til að ganga frá félagsskiptum Mickael Essien og því verður það ekki fyrr en á morgun sem gengið verður frá kaupunum. Sport 13.10.2005 19:41
Nakata til Bolton Japanski knattspyrnumaðurinn Hidetoshi Nakata hefur verið lánaður frá Fiorentina á Ítalíu til enska úrvalsdeildarliðsins Bolton. Sport 13.10.2005 19:41
Byrjunarlið Englendinga gegn Dönum Sven Göran Erikson hefur valið byrjunarlið Englendinga sem mætir Dönum á Parken á morgun. Michael Owen er hafður á bekknum því hann er í leikbanni í næsta leik liðsins í undankeppni HM. Lið Englands ( 4-3-1-2 eða 4-3-3), Paul Robinson, G.Neville, Rio, Terry, A.Cole; Gerrard, Lampard, Beckham, Joe Cole; Dafoe, Rooney. Sport 13.10.2005 19:42
SWP meiddur Enska landsliðið í knattspyrnu verður að vera án Shaun Wright-Phillips í æfingaleiknum við Dani annað kvöld, en tilkynnt var að hann færi ekki með liðinu til Danmerkur vegna þess að annað hné hans væri bólgið. Sport 13.10.2005 19:42
Berger rekinn Jörg Berger þjálfari þýska liðsins Hansa Rostock var rekinn í gær og Frank Pagelsdorf ráðinn í hans stað, en hann var þjálfari liðsins á árunum 1994 til 1997. Hansa Rostock, sem féll úr þýsku úrvalsdeildinni í vor, hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í 2. deild. Sport 13.10.2005 19:42
Hannes Þór og Ólafur Örn meiddir Hannes Þór Sigurðsson, leikmaður Víking og Ólafur Örn Bjarnason, leikmaður Brann úr norska boltanum eru meiddir og verða því ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Suður Afríku á morgun á Laugardalsvelli. Hannes Þór er meiddur á ökkla en Ólafur Örn er meiddur á liðþófa. Sport 13.10.2005 19:42
England sigraði Danmörk í U21 Enska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri sigraði jafnaldra sína frá Danmörku 1-0 í kvöld með marki frá Darren Ambrose leikmanni Charlton. Á morgun eigast við aðallið þjóðanna í Parken í Danmörku. Sport 13.10.2005 19:42
Ronaldo meiddur á ökkla Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, leikur ekki með landsliði sínu, Portúgal gegn Egyptum á miðvikudag vegna ökklameiðsla. Ronaldo missti af leik United gegn Everton vegna sömu meiðsla en verður líklega með United gegn Aston Villa næsta laugardag. Í stað Ronaldos var Luis Boa Morte,leikmaður Fulham valinn í landsliðið. Sport 13.10.2005 19:42
Ólafur og Hannes líklega ekki með Ólíklegt er að Ólafur Bjarnason og Hannes Þ. Sigurðsson leiki með íslenska landsliðinu gegn Suður-Afríkumönnum í vináttuleik í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á morgun. Þeir eru báðir meiddir og Ólafur líklega með rifinn liðþófa. Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari reiknar með því að leyfa sem flestum leikmönnum að spreyta sig annað kvöld. Sport 13.10.2005 19:42
Fish búinn að leggja árar í bát Mark Fish, fyrrum fyrirliði Suður Afríska landsliðsins í knattspyrnu er hættur knattspyrnuiðkunnar vegna þrálátra hnémeiðsla. Fish,31árs lék með Bolton og Charlton í ensku úrvalsdeildinni en var síðast hjá Ipswich í ensku Championship deildinni. Sport 13.10.2005 19:42
Ósáttur við Mikka Mús leiki Graeame Souness, knattspyrnustjóri Newcastle er ekki sáttur við vináttulandsleikina sem eru spilaðir í þessari viku. "Þetta eru Mikka Mús leikir sem skipta engu máli og nú þegar ég vil vinna með mína menn á æfingavellinum eru sex eða sjö leikmenn fjarverandi. Spurðu hvaða knattspyrnustjóra sem er, allir eru ósáttir," sagði Souness. Sport 13.10.2005 19:42
Halvorsen hættir með Sundsvall Norski þjálfarinn Jan Halvor Halvorsen hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Sundsvall hætti í gær störfum daginn eftir að lið hans var kjöldregið af Halmstad. Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði þrennu þegar Halmstad vann Sundsvall 6-0 í fyrrakvöld. Halvorsen fór til Sundsvall í fyrra frá norska liðinu Sogndal og skrifaði þá undir þriggja ára samning. Sport 13.10.2005 19:42
Fowler á nokkuð í land Robbie Fowler, framherjinn knái hjá Manchester City, er enn nokkrum vikum frá því að ná bata á þeim meiðslum sem hafa hrjáð hann í allt sumar. Sport 13.10.2005 19:41
Gerði tvö í litla nágrannaslagnum Bjarni Þór Viðarsson, 17 ára gamall leikmaður Everton á Englandi gerði tvö mörk fyrir varlið liðsins gegn Liverpool í litla nágrannaslag liðana eins og þeir kalla leikinn á heimasíðu Everton. Hann gerði bæði mörkin í fyrri hálfleik og var óheppinn að gera ekki þrennu í kvöld því hann átti skot sem sleikti stöngina í lok fyrri hálfleiks. Sport 13.10.2005 19:42
Arnar Þór skoraði gegn Mouscron Í belgíska fótboltanum skoraði Arnar Þór Viðarsson annað mark Lokeren í 2-0 sigri á Mouscron. Gunther Van Handenhoven skoraði seinna markið eftir sendingu Arnars Grétarssonar. Sport 13.10.2005 19:41
Lamb flæmdi Zenden frá Boro Hollenski miðjumaðurinn Bundewijn Zenden segir að stjórnarformaður Middlesbrough, Keith Lamb, hafi verið ástæðan fyrir því að leikmaðurinn kaus að ganga til liðs við Liverpool í stað þess að vera áfram hjá Boro. Sport 13.10.2005 19:41
Mörkin í símann Allir GSM viðskiptavinir Og Vodafone eiga nú kost á því að skoða mörkin úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu á þessu keppnistímabili. Þjónustan gefur knattspyrnuáhugamönnum tækifæri að fá send myndskeið af mörkum úr leikjum í Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni í símann fáeinum andartökum eftir að þau eru skoruð. Sport 13.10.2005 19:41
Buffon frá í átta vikur Gianlugi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins er meiddur og mun því missa af upphafi leiktíðarinnar. Buffon fór úr axlarlið í leik gegn A.C. Milan um helgina og verður frá keppni í 8 vikur. Sport 13.10.2005 19:41
Mourinho ósáttur við sjálfan sig Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea náði ekki upp í nefið á sér af óánægju með leik liðs síns í sigrinum á Wigan í gær og sagðist axla ábyrgðina sjálfur. Sport 13.10.2005 19:41
Hodgson þjálfar Finna Englendingurinn Roy Hodgson þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Viking, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Finna frá og með haustinu 2006. Hodgson er reyndur þjálfari sem víða hefur komið við á ferli sínum og meðal annars hefur hann þjálfað Inter Mílan, Udinese, Blackburn og FC Kaupmannahöfn. Sport 13.10.2005 19:41
Wenger hrósar van Persie Arsene Wenger hrósaði sóknarmanni sínum Robin van Persie eftir að varamaðurinn skoraði mark á móti Newcastle í 2-0 sigri Arsenal í gær, en sagðist viss um að Newcastle liðið ætti eftir að verða sterkt í vetur. Sport 13.10.2005 19:41
Rautt verður gullt Steve Bennet dómarinn sem rak Jermaine Jenas af velli í leik Arsenal og Newcastle hefur ákveðið að breyta rauða spjaldinu sem hann gaf Jenas í gullt spjald og því þarf leikmaðurinn ekki að fara í þriggja leikja bann. Sport 13.10.2005 19:41