Pardew rólegur
Alan Pardew, knattspyrnustjór West Ham, ætlar ekki að láta góða byrjun liðs síns í ensku úrvalsdeildinni stíga sér til höfuðs, en liðið er í þriðja sæti eftir leiki gærdagsins. "Við erum vissulega í mjög góðum málum í deildinni það sem af er og þetta hefur verið framar öllum vonum hjá okkur. Við höfum þó báða fætur á jörðinni og vitum að við gætum allt eins tapað fyrir liði sem við ættum að vinna fljótlega. Það eru alltaf erfið verkefni framundan, en því er ekki að neita að við erum mjög ánægðir með hvernig tímabilið fer á stað hjá okkur," sagði Pardew eftir jafnteflið við grannalið Arsenal í gær.