Willum Þór var í skýjunum 24. september 2005 00:01 Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var í skýjunum eftir sigurinn á Fram. Kópavogsbúinn geðþekki hefur nú unnið nánast allt sem hægt er að vinna í íslenskri knattspyrnu, allar deildirnar fjórar og nú bikarinn eftirsótta. Þreyttasti maðurinn á vellinum Það var greinilegt að hann hafði lagt sig allan í verkefnið því að leik loknum var hann líklega þreyttasti maðurinn á vellinum. „Ég upplifði að tapa bikarúrslitaleik sem leikmaður og það er óhætt að segja að þetta sé mjög ólík tilfinning. En stundum þarf maður að upplifa taptilfinninguna því sú tilfinning fær mig til að leggja enn harðar að mér. Það voru margir í hópnum sem aldrei höfðu upplifað svona leik og ég fann allan tímann að menn voru tilbúinir í þennan leik," sagði Willum Þór. „Þetta var hörkuleikur, þeir pressuðu stíft á mark okkar í seinni hálfleik og auðvitað var lukkan með okkur. Við náðum að brjóta ísinn og ég hafði það á tilfinningunni að leikurinn myndi vinnast á einu marki." En er það ekki sérstaklega skemmtilegt að verða fyrstur til að vinna stóran titil fyrir þetta gamla stórveldi eftir alla þessa bið? Ég neita því ekki, en ég verð hins vegar að fá að þakka fyrir mig. Það er alveg frábært að vinna með svona hópi og svona félagi. Hér eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri. Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag, við unnum leikinn í stúkunni og á vellinum," sagði Willum Þór. Setja pressu á sig sjálfur Er nú ekki komin pressa á þig núna að landa Íslandsmeistaratitlinum fyrir Val? Það er best að setja pressu á sig sjálfur. Valur er þannig félag að það á alltaf að hugsa hátt," sagði hinn sigursæli þjálfari Vals. Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var í skýjunum eftir sigurinn á Fram. Kópavogsbúinn geðþekki hefur nú unnið nánast allt sem hægt er að vinna í íslenskri knattspyrnu, allar deildirnar fjórar og nú bikarinn eftirsótta. Þreyttasti maðurinn á vellinum Það var greinilegt að hann hafði lagt sig allan í verkefnið því að leik loknum var hann líklega þreyttasti maðurinn á vellinum. „Ég upplifði að tapa bikarúrslitaleik sem leikmaður og það er óhætt að segja að þetta sé mjög ólík tilfinning. En stundum þarf maður að upplifa taptilfinninguna því sú tilfinning fær mig til að leggja enn harðar að mér. Það voru margir í hópnum sem aldrei höfðu upplifað svona leik og ég fann allan tímann að menn voru tilbúinir í þennan leik," sagði Willum Þór. „Þetta var hörkuleikur, þeir pressuðu stíft á mark okkar í seinni hálfleik og auðvitað var lukkan með okkur. Við náðum að brjóta ísinn og ég hafði það á tilfinningunni að leikurinn myndi vinnast á einu marki." En er það ekki sérstaklega skemmtilegt að verða fyrstur til að vinna stóran titil fyrir þetta gamla stórveldi eftir alla þessa bið? Ég neita því ekki, en ég verð hins vegar að fá að þakka fyrir mig. Það er alveg frábært að vinna með svona hópi og svona félagi. Hér eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri. Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag, við unnum leikinn í stúkunni og á vellinum," sagði Willum Þór. Setja pressu á sig sjálfur Er nú ekki komin pressa á þig núna að landa Íslandsmeistaratitlinum fyrir Val? Það er best að setja pressu á sig sjálfur. Valur er þannig félag að það á alltaf að hugsa hátt," sagði hinn sigursæli þjálfari Vals.
Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira