Ástin á götunni

Fréttamynd

Hannes lék allan leikinn með Stoke

Hannes Sigurðsson lék allan leikinn með Stoke sem tapaði útileik fyrir Derby 1-0 í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á af varamannabekknum á 71. mínútu í liði Leicester sem vann 2-1 útisigur á Watford. Bjarni Guðjónsson kom ekkert við sögu hjá Plymouth sem tapaði á heimavelli, 0-1 fyrir Sheffield Wednesday.

Sport
Fréttamynd

Arnar skoraði í sigri Lokeren

Arnar Grétarsson lék síðustu 10 mínúturnar og skoraði síðasta mark Lokeren sem vann Charleroi 4-2 í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Grétar Rafn Steinsson sat allan tímann á varamannabekk AZ Alkmaar sem tapaði fyrir PSV Eindhoven 3-0 í hollensku úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Enn tapar Notts County

Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar í ensku 2. deildinni tapaði 3-0 fyrir Rochdale í dag. Notts County er nú fallið niður í 14. sæti deildarinnar með 18 stig og hefur nú ekki unnið sigur í 8 leikjum í röð og markatalan 2-10.

Sport
Fréttamynd

Hannes í byrjunarliði Stoke

Hannes Sigurðsson er eini Íslendingurinn sem er í byrjunarliði síns liðs í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag en hann er í liði Stoke sem er 1-0 undir í hálfleik gegn Derby. Jóhannes Karl Guðjónsson er á varamannabekk Leicester sem er 0-1 yfir gegn Watford og Bjarni Guðjónsson er á bekknum hjá Plymouth sem er 0-1 undir gegn Sheff Wed.

Sport
Fréttamynd

Wigan lagði Newcastle

Wigan skaust í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag með 1-0 sigri á Newcastle og eru nýliðarnir nú með 16 stig eða átta stigum á eftir toppliði Chelsea. Jason Roberts skoraði eina mark leiksins fyrir Wigan sem léku manni færri frá 83. mínútu. Newcastle sem eru í 12. sæti deildarinnar með 9 stig.

Sport
Fréttamynd

Leeds í 4. sætið

Gylfi Einarsson lék síðustu tvær mínúrnar með Leeds sem vann 1-2 útisigur á Burnley í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Gylfi kom inn á sem varamaður á 88. mínútu í liði Leeds sem náði 4. sæti deildarinnar með sigrinum með 21 stig, níu stigum á eftir toppliði Sheff Utd.

Sport
Fréttamynd

Man Utd og Bolton yfir í hálfleik

Bolton er 0-1 yfir gegn Chelsea og Man Utd 0-1 yfir gegn Sunderland þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fimm leikjum sem nú standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Staðan hjá W.B.A. og Arsenal er jöfn 1-1, markalaust er hjá Tottenham og Everton og sömuleiðis hjá Liverpool og Blackburn.

Sport
Fréttamynd

Helgi Sig á leið til Fram

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Helgi Sigurðsson er genginn til liðs við sitt gamla félag, Fram sem leikur í 1. deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Helgi sem hefur undanfarin 2 ár leikið með AGF í Danmörku hefur gert 2 ára samning við Safamýrarliðið en hann lék að auki með Víkingi áður en hann hélt utan í atvinnumennsku árið 1994.

Sport
Fréttamynd

Benitez ræðir við leikmenn sína

Djibril Cissé barmaði sér í fjölmiðlum þegar hann var á ferðalagi með franska landsliðinu í vikunni og sagði að hann hefði hug á að fara frá Liverpool ef honum tækist ekki að vinna sér fast sæti í liðinu á næstu tveimur mánuðum. Benitez tók franska sóknarmanninn inn á teppi og ræddi við hann og heldur því fram að málið sé leyst.

Sport
Fréttamynd

Jewell og Murphy bestir

Danny Murphy var í dag kosinn leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Paul Jewell var valinn knattspyrnustjóri mánaðarins. Murphy var lykilmaður í liði Charlton sem hefur komið mjög á óvart það sem af er leiktíðinni, eins og reyndar stjórinn Paul Jewell hjá Wigan, sem hefur náð ævintýralegum árangri með nýliðana, sem voru taplausir í mánuðinum.

Sport
Fréttamynd

Keane hættur með írska landsliðinu

Roy Keane hefur ákveðið að hætta að spila með írska landsliðinu í knattspyrnu í kjölfar þess að liðinu mistókst að vinna sér sæti á HM í Þýskalandi í sumar. Keane, sem er 34 ára gamall, segist ætla að einbeita sér að því að spila með Manchester United það sem eftir er af ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Hargreaves samdi við Bayern

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hefur framlengt samning sinn við þýsku meistarana Bayern Munchen um fjögur ár og slekkur þar með í þeim orðrómi um að hann snúi til heimalandsins og spili í úrvalsdeildinni ensku.

Sport
Fréttamynd

Enn eitt áfallið fyrir Arsenal

Arsenal hefur orðið fyrir enn einu áfallinu því nú er ljóst að Hvít-Rússinn Alexander Hleb verður frá keppni í sex til átta vikur vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í landsleik í vikunni.

Sport
Fréttamynd

Pardew í samningaviðræðum

Alan Pardew, stjóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni, er nú í samningaviðræðum við félagið um framlengingu á samningi sínum. Pardew hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu í tvö ár og fastlega er búist við að hann skrifi brátt undir nýjan samning.

Sport
Fréttamynd

Mido vill fara til Spurs

Framherjinn Mido, sem verið hefur í láni hjá Tottenham Hotspurs frá Roma síðan í janúar í fyrra, segir að hann vilji ganga formlega í raðir Lundúnaliðsins þegar leiktíðinni lýkur í vor.

Sport
Fréttamynd

Sammi vill leggja Chelsea

Sam Allardyce vill að Bolton verði fyrsta liðið til að leggja Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í vetur og varar leikmenn sína við því að þeir verði að nýta hvert einasta færi sem þeir kunna að fá í leiknum um helgina, ef þeir ætli sér að vinna meistarana.

Sport
Fréttamynd

Eyjólfur næsti landsliðsþjálfari

Eyjólfur Sverrisson verður kynntur sem næsti A-landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu á blaðamannafundi hjá Knattspyrnusambandinu á eftir. Samningurinn við þá Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson verður ekki endurnýjaður og þeir því hættir.

Sport
Fréttamynd

Dregið í umspil fyrir HM

Nú rétt áðan var ljóst hvaða lið mætast í umspili um laust sæti á HM í knattspyrnu í Þýskalandi næsta sumar. Spánverjar mæta Slóvenum og verður fyrri leikur liðanna á Spáni þann 12. nóvember. Norðmenn fá það erfiða verkefni að mæta Tékkum og Svisslendingar fá Tyrki í heimsókn, en þessir leikir fara allir fram sama dag og æfingaleikur Englendinga og Argentínu.

Sport
Fréttamynd

Borgin neitar Rush um partí

Þátttakendur á Ian Rush Icelandair Masters knattspyrnumótinu sem fer fram í Egilshöll í byrjun nóvember fá ekki móttöku á vegum Reykjavíkurborgar. Á mótið sem er fyrir "lengra komna knattspyrnumenn" koma nokkrir af frægustu knattspyrnumönnum Englands á fyrri árum úr liðum Liverpool, Manchester United og Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Fletcher og O´Shea skrifa undir

John O´Shea og Darren Fletcher skrifuðu í gær undir nýja samninga við lið Manchester United og því á aðeins einn maður í ungliðasveit liðsins eftir að framlengja samning sinn við félagið, en það er Portúgalinn Cristiano Ronaldo.

Sport
Fréttamynd

Campbell klár í Meistaradeildina

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, á í nokkrum vandræðum með þau miklu meiðsli sem hrjá leikmenn liðsins þessa dagana, en hann hefur nú fengið þær gleðifréttir að Sol Campbell verði líklega klár í slaginn þegar liðið fer til Prag í Meistaradeildinni í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

Chelsea skoðar Andrade

Ensku meistararnir Chelsea eru nú sagðir ætla að festa kaup á portúgalska varnarmanninum Jorge Andrade hjá Deportivo La Corunia í janúar og er talið að hann muni kosta félagið um 16 milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

King meiddist með landsliðinu

Varnarjaxlinn Ledley King hjá Tottenham Hotspurs gæti misst af leik liðsins gegn Everton um helgina vegna meiðsla sem hann hlaut í landsleiknum gegn Pólverjum í gær. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir aðdáendur liðsins hér heima, því stuðningsmannaklúbbur Tottenham er nú á leið til London að sjá leik Tottenham og Everton um helgina.

Sport
Fréttamynd

Fjórir enskir tilnefndir

Fjórir enskir landsliðsmenn hafa verið tilnefndir í 30 manna úrtak fyrir valið á knattspyrnumanni ársins hjá FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandinu. Þetta eru þeir Wayne Rooney, Frank Lampard, David Beckham og Steven Gerrard.

Sport
Fréttamynd

Cisse setur sér markmið

Framherjinn Djibril Cissé hjá Liverpool hefur sett sér skýr markmið varðandi framtíð sína hjá félaginu og segir að nái hann ekki að vinna sér fast sæti í liðinu á næstu tveimur mánuðum, muni hann róa á önnur mið á nýja árinu. Þetta segir hann að sé nauðsynleg ráðstöfun fyrir sig til að vinna sér sæti í franska landsliðinu fyrir HM næsta sumar.

Sport
Fréttamynd

Stjórarnir verða að aga Rooney

Sepp Blatter, forseti FIFA, liggur ekki á skoðunum sínum þegar kemur að hinum skapheita Wayne Rooney og segir að það sé á ábyrgð knattspyrnustjóranna að halda aftur af drengnum.

Sport
Fréttamynd

Hætt við byggingu spilavítis

Eigendur Manchester United hafa hætt við að byggja spilavíti á heimavelli liðsins Old Trafford eins og til stóð, vegna erfiðleika við að fá tilskilin leyfi. Félagið hefur lagt ríka áherslu á að þessi niðurstaða hafi ekkert með Malcom Glazer og syni hans að gera, en margir vildu meina að þeir hefðu runnið á rassinn með að fjármagna fyrirtækið vegna skuldsetningar félagsins.

Sport
Fréttamynd

Davies segist betri en Crouch

Framherjinn Kevin Davies hjá Bolton segist geta gert betri hluti með enska landsliðinu en hin hávaxni Peter Crouch hjá Liverpool og bendir á að þó hann sjálfur muni líklega ekki fá landsleik úr þessu, gæti hann skilað stöðunni betur en Crouch þegar enska liðið spilar svipaðan stíl og Bolton.

Sport
Fréttamynd

Sögulegur sigur Úrugvæ

Úrúgvæ vann frækinn sigur á Argentínumönnum í undankeppni HM í gærkvöld, 1-0 með marki frá Alvaro Recoba og tryggði sig í umspil gegn Áströlum um laust sæti á HM í Þýskalandi á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Svíum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 3-1 fyrir Svíum í lokaleik sínum í undankeppni HM í Svíþjóð nú áðan. Íslenska liðið komst yfir í leiknum með glæsilegu marki Kára Árnasonar í fyrri hálfleik, en þeir Zlatan Ibrahimovic, Henrik Larsson og Kim Kallström gerðu vonir íslenska liðsins að engu.>

Sport