Ástin á götunni

Fréttamynd

Mannabreytingar hjá ÍA

Ný rekstrarstjórn hefur tekið við ÍA en fráfarandi stjórn hefur óskað eftir því að vera leyst undan störfum. Félagið sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis nú fyrir skömmu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Árangurinn var óásættanlegur

Hreinn Hringsson, fyrirliði knattspyrnuliðs KA, er mjög óánægður með spilamennsku liðsins í sumar og segir árangurinn á tímabilinu vera óásættanlegan. Þetta segir hann í viðtali við heimasíðu KA. „Sumarið fótboltalega séð var engan veginn nógu gott og árangur sumarsins þar af leiðandi slakur og óásættanlegur,“ segir Hreinn meðal annars en bætir því við að væntingarnar til liðsins hafi ef til vill verið of miklar, enda hafi miklar breytingar verið gerðar á liðinu frá því í fyrra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Víkingar jafna og FH-ingar skora

Viktor Bjarki átti gott skot í stöng en Rodney G. Perry fylgdi vel á eftir og skoraði af stuttu færi eftir góða sókn Víkinga. FH-ingar eru komnir í 1-0 gegn Grindavík og útlitið því heldur betur orðið dökkt fyrir Grindavík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur 2-1 KR

Fyrrverandi leikmaður KR-inga Garðar Jóhannsson hefur skorað gegn sínum gömlu félögum í KR. Hann fékk boltann á markteig og gat hreinlega ekki annað en skorað. Rétt áður voru KR-ingar æfir eftir að Egill Már Markússon sýndi Kjartani Sturlusyni aðeins gult spjald eftir að hafa brotið á Grétari Hjartarsyni þegar hann var sloppinn í gegn. Grétar fékk sendingu inn fyrir og var á undan Kjartani í boltann sem síðan felldi hann. Brotið var utan teigs og Grétar var ekki á leið í átt að marki en ljóst er að einhverjir dómarar hefðu vikið Kjartani af velli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Spáð í spilin

Eins og staðan er nú í hálfleik eru Grindvíkingar í fallsæti með ÍBV en það þarf ekki mikið til að það breytist. Sigri Grindvíkingar FH og ekkert annað breytist þá falla Víkingar. Ef Víkingar hins vegar gera jafntefli við ÍA og Grindavík vinnur FH og annað breytist ekki þá falla Fylkismenn. Breiðablik og ÍA eru með bestu stöðuna í hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Staðan í leikjunum

Nú er kominn hálfleikur í leikjum dagsins í lokaumferð Landsbankadeildarinnar. Leikirnir eru allir fjörugir og mörg mörk hafa verið skoruð. Hjá Val og KR er staðan 1-1, Breiðablik er 2-0 yfir gegn Keflavík, ÍBV er 2-0 yfir gegn Fylki, ÍA er 1-0 yfir gegn Víkingi og hjá Grindvík og FH er markalaust.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skagamenn skora

Skagamenn eru komnir í 1-0 í Víkinni gegn Víkingum það var Bjarki Gunnlaugsson sem skoraði. Eyjamenn eru líka komnir yfir gegn Fylki þar var það Bjarni Rúnar Einarsson sem skoraði. Grindvíkingar sækja án afláts og mikið mæðir á vörn FH.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lokaumferðin í Landsbankadeildinni á morgun

Það verður mikið um dýrðir á Sýn um helgina þar sem úrslit ráðast í lokaumferð Landsbankadeildar karla. Fimm lið geta enn fallið úr deildinni og þá verður slagur Vals og KR um annað sætið á Laugardalsvellinum. Einnig verður nóg um að vera í spænska boltanum, þar sem Eiður Smári og félagar í Barcelona mæta Valencia í stórleik helgarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðmundur áfram hjá Val

Knattspyrnudeild Vals hefur tilkynnt það á heimasíðu sinni að félagið hafi náð samkomulagið við Guðmund Benediktsson um að spila í það minnsta eitt ár til viðbótar með liðinu. Guðmundur hefur verið lykilmaður í Valsliðinu síðan hann gekk í raðir félagsins frá KR fyrir tímabilið í fyrra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Samningur Ásgeirs ekki framlengdur

Knattspyrnudeild Fram hefur tilkynnt að samningur Ásgeirs Elíassonar þjálfara verði ekki framlengdur og þykir þetta gefa þeim orðrómi byr undir báða vængi að félagið sé í viðræðum við Ólaf Þórðarson, fyrrum þjálfara ÍA. Fram vann sigur í 1. deildinni í sumar og vann sér sæti í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hættur viðræðum við Þrótt

Ólafur Þórðarson, fyrrum þjálfari Skagamanna, staðfesti í samtali við NFS í dag að hann væri hættur viðræðum við knattspyrnudeild Þróttar og gaf þá skýringu að félagið hefði ekki verið tilbúið að veita nauðsynlegan tíma til að vinna úr sínum málum áður en hann gæfi svör um framhaldið. NFS hefur heimildir fyrir því að Ólafur hafi verið í viðræðum við Fram, en Ólafur segist vera í viðræðum við tvö félög og neitar að nokkuð upp um hver þau eru.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Langt í land í máli ÍR og KA/Þórs

Skrifstofa KSÍ hefur viðurkennt að hafa gert mistök með því að veita markverði kvennaliðs ÍR keppnisleyfi fyrir úrslitaleikina gegn Þór-KA um laust sæti í Landsbankadeild kvenna, því markvörðurinn var þar með að spila með sínu þriðja liði í sumar sem er bannað. Þetta kom fram í íþróttafréttum NFS í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrír Blikar í banni í lokaumferðinni

Þrír leikmanna Breiðabliks munu taka út leikbann í lokaumferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu um helgina samkvæmt úrskurði aganefndar KSÍ. Þetta eru þeir Nenad Zivanovic, Guðmann Þórisson og Olgeir Sigurgeirsson, en þeir fá allir eins leiks bann eftir að hafa krækt í 6 gul spjöld í deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stefnan sett á 100.000 áhorfendur

Knattspyrnusamband Íslands greinir frá því á vef sínum í dag að ekki sé ólíklegt að aðsóknarmetið í efstu deild karla í knattspyrnu verði slegið um næstu helgi þegar lokaumferð Landsbankadeildarinnar fer fram. Stefnan er sett á að fá 100 þúsund manns á völlinn í fyrsta sinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Breiðablik mætir Arsenal

Kvennalið Breiðabliks tryggði sér í dag sæti í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða þegar liðið lagði Vitebsk frá Hvíta-Rússlandi 1-0 í lokaleik sínum í 16-liða úrslitunum í Finnlandi. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði sigurmark Blika skömmu fyrir leikslok og fær Kópavogsliðið nú það erfiða verkefni að mæta Englandsmeisturum Arsenal í 8-liða úrslitunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH Íslandsmeistari - ÍBV fallið

FH-ingar eru Íslandsmeistarar í knattspyrnu þriðja árið í röð eftir öruggan 4-0 sigur á Víkingi á heimavelli sínum í Kaplakrika. Á sama tíma lögðu Skagamenn baráttuglaða Eyjamenn 4-2 á Skipaskaga og sendu ÍBV því niður um deild.

Sport
Fréttamynd

Markasúpa á Skaganum

Nú er kominn hálfleikur í viðureignum dagsins í Landsbankadeildinni, en hér er um að ræða næst síðustu umferð mótsins. FH-ingar eru komnir langt með að tryggja sér þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð, en þeir hafa 2-0 forystu gegn Víkingi á heimavelli sínum og ráða algjörlega ferðinni. Fimm mörk litu dagsins ljós í fyrri hálfleiknum.

Sport
Fréttamynd

FH-ingar hafa náð forystu

Íslandsmeistarar FH virðast staðráðnir í að misnota ekki enn eitt tækifærið til að tryggja sér þriðja titilinn í röð, en liðið hefur náð 1-0 forystu gegn Víkingi í Kaplakrika. Fjórir aðrir leikir standa nú yfir í næst síðustu umferð deildarinnar og hægt er að fylgjast náið með gangi mála á Boltavaktinni hér til hliðar á Vísi.is.

Sport
Fréttamynd

HK í Landsbankadeildina

Kópavogsliðið HK tryggði sér í dag sæti í Landsbankadeildinni ásamt Fram á næstu leiktíð, þrátt fyrir að tapa 1-0 fyrir Safamýrarliðinu í lokaumferðinni í dag. Á sama tíma tapaði Fjölnir 1-0 fyrir KA fyrir norðan og því hélt HK öðru sætinu í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Menn þora ekki að spila fótbolta

Teitur Þórðarson segir það agjört lykilatriði fyrir framþróun íslenskrar knattspyrnu að fjölga liðum í efstu deild. Í samtali við Þorstein Gunnarsson á NFS í kvöld sagði Teitur að vegna þess hve fá lið séu í Landsbankadeildinni, sé hver leikur það mikilvægur að liðin þori einfaldlega ekki að spila fótbolta.

Sport
Fréttamynd

Willum framlengir við Val

Willum Þór Þórsson hefur framlengt samning sinn við Valsmenn um tvö ár og verður því samningsbundinn félaginu næstu þrjú árin. Willum hefur náð ágætum árangri með Val síðan hann tók við liðinu og undir hans stjórn varð liðið bikarmeistari á síðustu leiktíð. Þetta kemur fram á vef Valsmanna í dag.

Sport
Fréttamynd

Lúðarnir fara upp á Skaga

Vikulegur sjónvarpsþáttur um knattspyrnufélagið Nörd verður á dagskrá Sýnar klukkan 21:15 í kvöld, en þar munu hinir jákvæðu lúðar meðal annars halda upp á Skipaskaga, þar sem þeir munu etja kappi við lið heimamanna.

Sport
Fréttamynd

Blikastúlkur töpuðu fyrir Frankfurt

Kvennalið Breiðabliks tapaði í dag 5-0 fyrir Evrópumeisturum Frankfurt í öðrum leik sínum í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Breiðablik spilar lokaleik sinn í 16-liða úrslitunum um helgina og með sigri í þeim leik getur liðið tryggt sér áframhaldandi þáttöku í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Atli Eðvaldsson hættur hjá Þrótti

Atli Eðvaldsson ætlar að hætta að þjálfa knattspyrnulið Þróttar í 1. deildinni eftir lokaleik liðsins gegn Stjörnunni á laugardag. Þetta kemur fram í fréttum NFS í kvöld, en Hans Steinar Bjarnason ræðir við Atla í íþróttafréttum klukkan 18:12 á NFS.

Sport
Fréttamynd

Sigurður Jónsson hættur hjá Grindavík

Sigurður Jónsson, þjálfari Grindvíkinga í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, hefur sagt starfi sínu lausu og er hættur að þjálfa liðið. Grindvíkingar eru í bullandi fallbaráttu í deildinni og því er ekki hægt að segja að þessi tíðindi komi á heppilegum tíma. Formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur staðfesti þetta í samtali við NFS í dag.

Sport
Fréttamynd

Góður dagur hjá Íslendingunum

Fjölmargir leikir fóru fram í norsku og hollensku úrvalsdeildunum í fótbolta í kvöld. Öll Íslendingaliðin unnu góða sigra í sínum leikjum.

Sport
Fréttamynd

Andri jafnaði í blálokin

Andri Ólafsson skoraði í uppbótartíma fyrir ÍBV og tryggði liðinu dýrmætt stig í leiknum gegn FH í Eyjum í dag. FH náði þar með ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Staðan versnar fyrir ÍA

ÍA er ennþá í 9. sæti Landsbankadeildar karla eftir að hafa misst unnin leik gegn Breiðablik niður í jafntefli í síðari hálfleik í dag. Atli Guðnason er búinn að koma FH í 1-0 í Eyjum þegar rúmur hálftími er eftir.

Sport
Fréttamynd

ÍA skoraði á síðustu mínútu

Guðjón Heiðar Sveinsson var að koma Skagamönnum í 2-1 í viðureign liðsins gegn Breiðablik í Kópavogi. Staðan hjá Keflavík og Fylki er 1-1 en það er enn markalaust í leik Víkings og KR. 45 mínútna seinkunn varð á leik ÍBV og FH í Eyjum og er hann því að hefjast núna.

Sport
Fréttamynd

Valsstúlkur hömpuðu bikarnum

Margrét Lára Viðarsdóttir var svo sannarlega á skotskónum þegar Valur vann Breiðablik í bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli. Leikurinn var æsispennandi og tryggði Valur sér sigurinn í vítaspyrnukeppni.

Sport