Ástin á götunni

Fréttamynd

Helgi mætir gömlu félögunum í fyrsta leik

Örlögin létu til sín taka þegar dregið var í töfluröð fyrir næsta keppnistímabil í fótboltanum hér heima. Í Landsbankadeild karla mun Fram taka á móti Val í fyrsta leik, en sem kunnugt er fór Helgi Sigurðsson í fússi frá Fram til Vals í síðustu viku. Íslandsmeistarar FH mæta ÍA í fyrsta leik á Akranesi.

Fótbolti
Fréttamynd

Styrkja starfsemi KSÍ í heild sinni

Samstarfsaðilar Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, eru sjö talsins. KSÍ hefur tengt slagorðið „Alltaf í boltanum“ við samstarfsaðilana og takmarkið er samkvæmt heimasíðu sambandsins að fyrirtækin sjö verði sýnileg í allri starfsemi KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar Þór framlengir

Varnarmaðurinn Arnar Þór Úlfarsson hefur framlengt samning sinn við Fylki til næstu tveggja ára en gamli samningurinn átti að renna út um áramótin. Arnar hefur spilað 39 leiki fyrir Fylki á þremur tímabilum og skorað í þeim tvö mörk. Hann er 26 ára gamall.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur búinn að kaupa Helga Sigurðsson

Lausn fékkst í deilu Helga Sigurðssonar og Fram í gær þegar Valur keypti Helga af Safamýrarliðinu. Kaupverðið er talið vera á milli 4-5 milljónir króna. Samkvæmt heimasíðu Fram tókst samkomulag á milli liðanna í vikunni og Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags meistaraflokks Fram, virðist því hafa verið að segja ósatt í samtali við Fréttablaðið á miðvikudagskvöld þegar hann sagði ekkert tilboð vera komið frá Val.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur kaupir Helga Sigurðsson frá Fram

Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá kaupum á framherjanum Helga Sigurðssyni sem lék með Fram í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Heimildir NFS herma að kaupverðið hafi verið allt að 5 milljónir króna, en það hefur ekki fengist staðfest af forráðamönnum félaganna tveggja.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frank Posch yfirgefur Fram

Þýski varnarmaðurinn Frank Posch er genginn í raðir Stjörnunnar í Garðabæ. Posch lék með Fram í sumar við góðan orðstír og lék alla leiki liðsins, en Fram vann fyrstu deildina með þónokkrum yfirburðum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fimm nefndir sem hugsanlegir eftirmenn

Eggert Magnússon hefur verið formaður Knattspyrnu-sambands Íslands síðan 1989. Undanfarnar vikur hefur hann farið fyrir hópi fjárfesta sem hefur reynt að eignast meirihluta hlutabréfa í enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hefur rætt við stjórnarformann West Ham

Eggert Magnússon, formaður KSÍ, ræddi við Terry Brown, stjórnarformann West Ham, í gær um hugsanlega yfirtöku fjárfestingarhóps undir hans stjórn á Lundúnarfélaginu. Fundurinn þykir gefa sterkar vísbendingar um að Eggert sé ennþá með í baráttunni um yfirtöku á félaginu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þór/KA áfrýjar til ÍSÍ

Enn liggur ekki fyrir hvort það verður Þór/KA eða ÍR sem tekur sæti í Landsbankadeild kvenna á næsta tímabili eftir að forráðamenn kvennaliðs Þórs/KA áfrýjuðu í dag niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ, þar sem endanlegrar niðurstöðu er að vænta eftir um það bil 10 daga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur semur við fjóra leikmenn

Valsmenn héldu blaðamannafund í hádeginu þar sem kynntir voru fjórir nýjir leikmenn sem spila munu með liðinu í Landsbankadeildinni næsta sumar. Þetta eru þeir Hafþór Ægir Vilhjálmsson úr ÍA, Daníel Hjaltason úr Víkingi, Jóhann Helgason frá Grindavík og Gunnar Einarsson sem áður lék með KR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pétur Marteinsson í KR

Landsliðsmaðurinn Pétur Marteinsson sem leikið hefur með Hammarby í Svíþjóð síðustu ár hefur ákveðið að snúa aftur heim til Íslands og ætlar að ganga í raðir KR. Pétur mun einnig starfa með Akademíu KR þar sem hann mun vinna með ungum knattspyrnumönnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fylkir fær góðan liðsstyrk

Fylkismenn hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin næsta sumar en í dag gekk félagið frá samningi við þrjá nýja leikmenn, þá David Hannah, Kristján Valdimarsson og Frey Guðlaugsson. Hörður Magnússon greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hafþór Ægir semur við Val

Hafþór Ægir Vilhjálmsson mun að öllum líkindum spila með Val í Landsbankadeildinni á næsta ári en í dag hafnaði hann tilboði frá sænska félaginu Norrköping. Umboðsmaður Hafþórs staðfesti í samtali við NFS í dag að leikmaðurinn myndi í kvöld ganga frá þriggja ára samningi við Val. Hafþór losnar undan samningi við ÍA í næstu viku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍR fer upp

Áfrýjunardómstóll KSÍ komst í dag að niðurstöðu í leiðindamáli Þórs/KA og ÍR í 1. deild kvenna og var niðurstaðan sú að ÍR leikur í Landsbankadeild kvenna að ári en ekki Þór/KA. ÍR vann sér sæti í deildinni með sigri á norðanliðnu í umspili, en ÍR tefldi fram ólöglegum leikmanni og kærði Þór/KA það til KSÍ. Það var hinsvegar knattspyrnusambandið sem gaf grænt ljós á að leikmaðurinn spilaði og því standa úrslitin og ÍR fer upp um deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar og Bjarki semja við FH

Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir gerðu í dag eins árs samning við Íslandsmeistara FH í knattspyrnu. Bræðurnir eru 33 ára gamlir og léku sem kunnugt er með uppeldisfélagi sínu ÍA á síðustu leiktíð, þar sem þeir gegndu einnig þjálfarastarfi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atli og Óskar til KR

Eins og fyrst kom fram í Fréttablaðinu í morgun var haldinn blaðamannafundur hjá KR í dag þar sem tilkynnt var að félagið hefði gert þriggja ára samning við þá Atla Jóhannsson frá ÍBV og Óskar Örn Hauksson frá Grindavík. Þessir ungu leikmenn eiga vafalítið eftir að styrkja vesturbæjarliðið verulega fyrir átökin næsta sumar, enda voru þeir tveir eftirsóttustu leikmennirnir á markaðnum í haust.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arsenal lagði Breiðablik

Arsenal vann í kvöld 4-1 sigur á Breiðablik í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu. Enska liðið vann fyrri leikinn 5-0 hér heima á dögunum og því eru Blikar úr leik. Það var Laufey Björnsdóttir sem skoraði mark íslenska liðsins í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pesic semur við Fram

Miðjumaðurinn Igor Pesic, sem leikið hefur með Skagamönnum undanfarin tvö ár, hefur gengið frá þriggja ára samningi við nýliða Fram í Landsbankadeildinni. Pesic leikur því á ný undir stjórn Ólafs Þórðarsonar sem þjálfaði hann hjá ÍA lengst af.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Baldur Bett semur við Val

Knattspyrnudeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að félagið hafi gert þriggja ára samning við FH-inginn Baldur Bett. Baldur hefur leikið með FH síðan árið 2000 og á að baki 99 leiki í efstu deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stórsigur Arsenal

Arsenal vann í dag sannfærandi 5-0 sigur á Breiðablik í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar á Kópavogsvelli. Enska liðið var einfaldlega of stór biti fyrir Blika, en eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik, skoraði Arsenal fjögur mörk á 15 mínútum um miðjan síðari hálfleik og gerði út um leikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Formaður UMFG kallar Sigurð Jónsson aumingja

Gunnlaugur Hreinsson, formaður aðalstjórnar Ungmennafélags Grindavíkur, vandar Sigurði Jónssyni fyrrum þjálfara meistaraflokks félagsins í knattspyrnu ekki kveðjurnar í pistli á heimasíðu UMFG í dag. Gunnlaugur kallar Sigurð meða annars aumingja.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arsenal hefur forystu gegn Blikum

Nú er kominn hálfleikur í fyrri viðureign Breiðabliks og Arsenal í 8-liða úrslitum Evrópukeppninni í knattspyrnu og hefur enska stórliðið 1-0 forystu. Það var enski landsliðsmaðurinn Kelly Smith sem skoraði mark Lundúnaliðsins eftir hálftíma leik eftir frábært einstaklingsframtak. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikmenn Arsenal hitta aðdáendur í dag

Leikmenn kvennaliðs Arsenal munu klukkan 16 í dag hitta áhugasama aðdáendur liðsins í Landsbankanum í Smáralindinni, en enska liðið mætir kvennaliði Breiðabliks í Evrópukeppninni á morgun. Allir eru velkomnir í Smáralindina í dag og þar verður lið Breiðabliks einnig að gefa eiginhandaráritanir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mjög mikilvægt fyrir félagið

Íþróttafélagið ÍBV hefur gert stóran samning við Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðina hf. sem kveður á um að fyrirtækin verði styrktaraðili félagsins næstu tvö árin. Skrifað var undir samninginn á lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV sem fram fór á föstudag en fjármununum verður skipt á milli karla- og kvennaliða félagsins í fótbolta og handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

4-0 fyrir Lettum

Eiður Smári misnotar góð færi og okkur er refsað um hæl. Enn ein varnarmistökin, Indriði rennur til, Visnjakovs fær frítt skot fyrir utan teig og skorar.

Íslenski boltinn