Ólafur Jóhannesson hefur valið landsliðið sem mætir Noregi í undankeppni HM 2010 á laugardaginn og Georgíu í vináttulandsleik á miðvikudaginn í næstu viku.
Atli Viðar Björnsson heldur sæti sínu í liðinu og þá fær Rúrik Gíslason tækifæri í hópnum nú en ásamt honum koma þeir Birkir Már Sævarsson, Helgi Valur Daníelsson og Veigar Páll Gunnarsson aftur í landsliðið eftir hlé.
Hópurinn er annars þannig skipaður:
Markverðir:
Árni Gautur Arason
Gunnleifur Gunnleifsson
Varnarmenn:
Hermann Hreiðarsson
Indriði Sigurðsson
Kristján Örn Sigurðsson
Grétar Rafn Steinsson
Ragnar Sigurðsson
Sölvi Geir Ottesen
Miðjumenn:
Brynjar Björn Gunnarsson
Stefán Gíslason
Emil Hallfreðsson
Birkir Már Sævarsson
Pálmi Rafn Pálmason*
Aron Einar Gunnarsson**
Helgi Valur Daníelsson
Ólafur Ingi Skúlason
Rúrik Gíslason**
Sóknarmenn:
Eiður Smári Guðjohnsen
Heiðar Helguson
Veigar Páll Gunnarsson
Garðar Jóhannsson
Atli Viðar Björnsson
*Er í banni gegn Noregi
** Verður ekki með gegn Georgíu vegna leiks U-21 landsliðsins gegn Norður Írlandi