Íslenski boltinn

1. deild: Fjarðabyggð í toppbaráttu - Ólsarar eygja von

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ólsarar hafa ekki gefist upp.
Ólsarar hafa ekki gefist upp.

18. umferð 1. deildar karla lauk í dag með þremur leikjum. Fjarðabyggð geri góða ferð á Kópavogsvöll og vann HK 0-1 með marki Jóhanns Ragnars Benediktssonar eftir um klukkutíma leik.

Fjarðabyggð skaust upp að hlið HK með sigrinum en liðin eru nú jöfn að stigum í þriðja og fjórða sæti deildarinnar sex stigum á eftir toppliði Selfoss og tveimur stigum á eftir Haukum í öðru sætinu.

Víkingur frá Ólafsvík hélt í vonina um að bjarga sér frá falli með 2-0 sigri gegn Þór frá Akureyri.

Ólsarar eygja enn tölfræðilega von á því að bjarga sér en til þess að það gerist þurfa þeir að vinna alla fjóra leikina sem þeir eiga eftir og treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum.

ÍA náði að fjarlægjast fallsætin tvö með 0-1 sigri gegn KA á Akureyri en sigurmark Ólafs Vals Valdimarssonar kom á lokamínútum leiksins.

Úrslitin í dag (heimild: fótbolti.net)



HK-Fjarðabyggð 0-1

0-1 Jóhann Ragnar Benediktsson ('63).

Víkingur Ó.-Þór2-0

1-0 Danijel Blasko ('52), 2-0 Dejan Podbreznik ('55).

Rautt spjald: Jóhann Helgi Hannesson og Þorsteinn Ingason (Þór).

KA-ÍA 0-1

0-1 Ólafur Valur Valdimarsson ('87).










Fleiri fréttir

Sjá meira


×