Ástin á götunni

Fréttamynd

Sigurður Ragnar: Höfðum yfirburði í fyrri hálfleik

„Heilt yfir fannst mér þetta frekar sanngjörn úrslit. Bæði lið fengu góð færi og það var margt jákvætt í þessum leik," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari eftir jafntefli hans stúlkna gegn Hollandi í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafntefli hjá stelpunum

Ísland og Holland skildu jöfn, 1-1, í vináttulandsleik í Kórnum í dag. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik. Það var hennar fyrsta landsliðsmark.

Fótbolti
Fréttamynd

Ásta: Fínt að spila inni

Ásta Árnadóttir segist lítast vel á að spila inni í Kórnum þegar að Ísland mætir Hollandi í vináttulandsleik í dag klukkan 16.00.

Fótbolti
Fréttamynd

Óðinn frá Fram til Þórs

Varnarmaðurinn Óðinn Árnason hefur yfirgefið herbúðir Framara og samdi til eins árs við uppeldisfélag sitt, Þór frá Akureyri. Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Þór en að sama skapi blóðtaka fyrir Framara.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Emil: Erum tilbúnir að deyja fyrir Ísland á miðvikudaginn

Emil Hallfreðsson virðist vera í góðum gír fyrir leikinn gegn Skotum á miðvikudaginn. Í viðtali við skosku pressuna sagði hann meðal annars að hann vonist til að einhver frá Tottenham verði á vellinum og sjái að félagið hafi gert mistök með því að gefa honum ekki fleiri tækifæri í skammri dvöl hans hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Gary Naysmith: Eigum ekkert skilið ef við vinnum ekki Ísland á Hampden

Skoski varnarmaðurinn Gary Naysmith telur að ef Skotland vinnur ekki Ísland á miðvikudaginn í undankeppni HM, séu möguleikar liðsins á að komast til Suður-Afríku að engu orðnir. Eftir tap gegn Makedóníu og Hollandi, jafntefli gegn Noregi og sigur gegn Íslandi, eru Skotar með fjögur stig í öðru sæti ásamt Íslandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólafur Jóhannesson: Sigur í Glasgow myndi færa þjóðinni bros

Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson var í viðtali við sunnudagsútgáfu skoska blaðsins Sunday Mail í tilefni stórleiksins á Hampden Park á miðvikudag. Leikur Íslands og Skotlands er algjör lykilleikur fyrir framhaldið í undankeppni HM 2010 í Suður-Afríku, en Holland er svo gott sem öruggt með sigur í riðlinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eigum að vinna þennan leik

Ísland og Færeyjar mætast í vináttulandsleik í Kórnum klukkan 14.00 í dag. Um er að ræða hálfgerðan B-liðs landsleik enda vantar ansi marga sterka leikmenn í bæði lið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristinn í stað Ásgeirs

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur neyðst til þess að gera eina breytingu á landsliðshópnum sem mætir Færeyjum í Kórnum á sunnudag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland í 6. sæti á Algarve Cup

Ísland tapaði í dag fyrir Kína, 2-1, í leik um 5. sætið á Algarve-mótinu í knattspyrnu sem lýkur í dag. Harpa Þorstinsdóttir skoraði mark Íslands en það var hennar fyrsta landsliðsmark.

Íslenski boltinn