Íslenski boltinn

KR hefur ekki unnið FH í bikar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar ættu ekki að vera alltof bjartsýnir fyrir bikarúrslitaleikinn í dag ef þeir eru mikið að velta fyrir sér innbyrðisleikjunum á móti FH síðustu ár.

FH hefur unnið 9 af síðustu 10 deildarleikjum liðanna og báða bikarleiki þeirra. Eini sigur KR á FH frá og með ágúst 2004 var 4-2 sigurinn í Kaplakrika í 16. umferð í fyrra sem var jafnframt fyrsti sigur liðsins í Krikanum í fimmtán ár.

Gunnar Örn Jónsson átti þá stórleik, skoraði 2 mörk og lagði upp eitt.

Þetta er aðeins í þriðja sinn sem FH og KR mætast í bikarnum. FH vann 3-2 sigur á KR í undanúrslitum 2003 eftir að hafa lent 0-2 undir og síðan 3-1 sigur í 8 liða úrslitum árið eftir. FH-ingar hafa þó engan Jónas Grana Garðarsson lengur sem skoraði tvö mörk í leiknum 2003 og fyrsta markið í leiknum árið eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×