Íslenski boltinn

Kolbeinn: Klárlega sætasti sigurinn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Kolbeinn í baráttunni í gær.
Kolbeinn í baráttunni í gær. Fréttablaðið/Anton
„Þetta er klárlega sætasti sigurinn, þetta er alveg frábært," sagði Kolbeinn Sigþórsson sem átti virkilega góðan leik fyrir U21 árs landslið Íslands í gær og skoraði meðal annars eitt mark.

Ísland vann þá Þýskaland 4-1 í undankeppni EM.

„Við vorum allir að spila mjög vel og áttum sigurinn svo sannarlega skilinn. Við spilum þétta vörn og viljum sækja hratt, það gekk vel úti gegn þeim og gekk líka upp núna. Við sýndum að við erum bara með betra lið," sagði Kolbeinn.

„Karakterinn í liðinu er líka frábær og þetta er ekkert komið af sjálfu sér, það eru bara frábærir leikmenn í þessu liði. Við áttum fullt af færum í leiknum og hefðum getað skorað meira. Við klárum riðilinn gegn Tékkum og komum svo algjörlega brjálaðir til leiks í umspilið ef við komumst þangað. Við ætlum okkur á EM," sagði framherjinn ákveðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×