Ástin á götunni

Fréttamynd

Guðjón sá eini sem hefur náð í stig í mars

Það eru liðin tæp ellefu ár síðan að íslenska karlalandsliðið í fótbolta náði síðast í stig í marsmánuði í undankeppni EM eða HM. Liðið leikur sinn sjöunda mótsleik í mars á Kýpur í dag og reynir þar að ná í sín fyrstu stig í undankeppni EM 2012.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Haraldur kallaður til Kýpur

Haraldur Björnsson, markvörður íslenska U-21 landsliðsins, hefur verið kallaður í A-landsliðið vegna meiðsla þeirra Gunnleifs Gunnleifssonar og Ingvars Þórs Kale.

Fótbolti
Fréttamynd

Gunnleifur er meiddur í baki - óvíst með framhaldið á Kýpur

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður íslenska landsliðsins er meiddur í baki og óvíst hvort hann getur verið með á lokaæfingunni í kvöld. Ísland mætir Kýpur á morgun í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu en Ísland er án stiga í riðlinum eftir þrjá leiki en Kýpur er með eitt stig.

Fótbolti
Fréttamynd

Tap í fimm marka leik í Úkraínu

Íslenska U-21 landsliðið tapaði fyrir jafnöldrum sínum frá Úkraínu í vináttulandsleik ytra í kvöld, 3-2. Aron Jóhannsson og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu mörk Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólafur ræddi ekki við Eið Smára

Ólafur Jóhannesson þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta valdi ekki Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshópinn fyrir næsta verkefni A-landsliðsins gegn Kýpur í undankeppni Evrópukeppninnar. Ólafur sagði í samtali við Hans Steinar Bjarnason í gær að hann hefði ekki rætt við Eið Smára fyrir valið og þjálfarinn sagði ennfremur að það hefði ekki komið fram hvort Eiður væri hættur að gefa kost á sér í landsliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður ekki í landsliðshópnum sem mætir Kýpur

Ólafur Jóhannesson þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta tilkynnti í dag leikmannahópinn fyrir leikinn gegn Kýpur sem fram fer 26. mars á Kýpur. Eiður Smári Guðjohnsen leikmaður Fulham er ekki í leikmannahópnum en alls eru 10 leikmenn úr U-21 árs landsliðinu valdir í þetta verkefni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður Ragnar: Ég held að við eigum fína möguleika

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari í fótbolta, var nokkuð sáttur með riðil Íslands í undankeppni EM 2013 en dregið var í dag. Ísland er í riðli með Noregi (7. sæti á FIFA-listanum), Belgíu (35.), Ungverjalandi (31.), Norður Írlandi (64.) og Búlgaríu (49.).

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þær norsku mæta í Laugardalinn í september - byrjað gegn Búlgaríu

Íslenska kvennalandsliðið dróst meðal annars í riðli með Noregi í undankeppni fyrir EM 2013 en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í dag. Klara Bjartmarz og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari voru út í Sviss og hafa nú gengið frá leikdögum fyrir íslenska liðið en önnur lið í riðlinum eru: Belgía, Ungverjaland, Norður Írland og Búlgaría.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Breiðablik vann góðan sigur á Akureyri

Þrír leikir fóru fram í dag í A-deild Lengjubikars karla. Í Boganum á Akureyri var mikill markaleikur þegar Þór Ak. og Keflavík mættust. Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði þrennu fyrir Keflavík en það dugði ekki til þar sem Þór Ak. fór með sigur af hólmi, 4-3.

Fótbolti
Fréttamynd

Matthías með tvö í fyrsta leik - FH vann Fylki

Matthías Vilhjálmsson skoraði bæði mörk FH þegar liðið vann 2-0 sigur á Fylki í Lengjubikarnum í fótbolta í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Matthíasar síðan að hann kom til baka eftir að hafa verið í láni hjá enska liðinu Colchester.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar okkar vinsælar - margar þjóðir vilja fá vináttulandsleiki

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem náði frábærum árangri í Algarve-bikarnum, segir að frammistaða liðsins á mótinu hafi vakið mikla athygli með hinna þjóðanna en flestar sterkustu knattspyrnuþjóðir heims taka þátt í mótinu. Ísland náði silfurverðlaunum og veitt besta liði heims harða keppni í úrslitaleiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslensku stelpurnar fengu silfrið í Algarve-bikarnum

Íslenska kvennalandsliðið varð í öðru sæti í Algarve-bikarnum eftir 2-4 tap á móti Bandaríkjunum í úrslitaleik í dag. Íslenska liðið komst yfir í 2-1 í leiknum en fékk á svekkjandi jöfnunarmark á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks. Bandaríska liðið tryggði sér síðan sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Katrín Ómarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir skoruðu mörk Íslands í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Liðið getur náð enn lengra

Stelpurnar okkar í knattspyrnulandsliðinu náðu einstökum árangri í gær er liðið komst í úrslitaleik Algarve-mótsins en í mótinu taka þátt öll bestu lið heims. Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari segir enn meira búa í íslenska liðinu.

Íslenski boltinn