Kristján Finnbogason er konungur vítakeppna á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2012 08:00 Kristján Finnbogason varði þrjú síðustu víti FH-inga. Mynd/Vilhelm Kristján Finnbogason varð 41 árs í síðasta mánuði en tók sig samt til og bætti enn við metaskrá sína í bikarleik Fylkis og FH í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Kristján varði þrjár síðustu spyrnur FH-inga í vítakeppninni og tryggði Fylki sæti í sextán liða úrslitum keppninnar aðeins sex dögum eftir að liðið tapaði 8-0 fyrir FH á sama stað í deildinni. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Kristján sýnir snilli sína í vítakeppnum og það er orðið óhætt að kalla hann konung vítaspyrnukeppna á Íslandi. Kristján hefur nefnilega unnið allar fjórar vítakeppnir sínar í aðalkeppni bikarsins og þetta var í þriðja sinn sem hann ver tvö víti eða fleiri í vítakeppni. Kristján vann einnig vítakeppni í 8 liða úrslitum 2006, 16 liða úrslitum 2005 og í 8 liða úrslitum 1995 en í öll þau skipti var hann markvörður KR-liðsins. Kristján hefur gert gott betur en að stoppa vítaspyrnur andstæðinganna því hann hefur einnig skorað sjálfur í tveimur vítakeppnum. Kristján hefur samtals varið 8 af 19 vítaspyrnum sem hann hefur reynt við í vítakeppnum í aðalkeppni bikarsins en það gerir magnaða 42 prósent markvörslu. Kristján komst í hóp með fjórum öðrum markvörðum sem hafa náð að verja þrjú víti í einni vítaspyrnukeppni en það eru þeir Gunnleifur Gunnleifsson (FH-Breiðablik 3-1, 2010), Amir Mehica (Haukar-Fram 4-3, 2007), Sandor Matus (KA-ÍBV 3-0, 2004) og Þorsteinn Bjarnason (Keflavík-Selfoss 2-1, 1990). Kristján setti einnig nýtt met með því að verða fyrsti markvörðurinn til að verja tvo víti eða fleiri í þremur vítakeppnum. Hann átti áður metið með þeim Bjarna Sigurðssyni (1984 og 1990) og Hauki Bragasyni (1994). KR-ingar hafa sem dæmi farið í eina vítakeppni eftir að Kristján missti sæti sitt í aðalliðinu og sú vítakeppni tapaðist 0-3 á móti Val árið 2007. Vítakeppnir Krisjáns Finnbogasonar í aðalkeppni bikarsins:2012 með Fylki á móti FH Varði 3 af 5 spyrnur, Fylkir vann 3-22006 með KR á móti ÍBV Varði 1 af 4 spyrnum, KR vann 4-22005 með KR á móti Víkingi Varði 2 af 7 spyrnum, KR vann 6-51995 með KR á móti Þór Ak. Varði 2 af 3 spyrnum, KR vann 3-1 Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Kristján Finnbogason varð 41 árs í síðasta mánuði en tók sig samt til og bætti enn við metaskrá sína í bikarleik Fylkis og FH í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Kristján varði þrjár síðustu spyrnur FH-inga í vítakeppninni og tryggði Fylki sæti í sextán liða úrslitum keppninnar aðeins sex dögum eftir að liðið tapaði 8-0 fyrir FH á sama stað í deildinni. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Kristján sýnir snilli sína í vítakeppnum og það er orðið óhætt að kalla hann konung vítaspyrnukeppna á Íslandi. Kristján hefur nefnilega unnið allar fjórar vítakeppnir sínar í aðalkeppni bikarsins og þetta var í þriðja sinn sem hann ver tvö víti eða fleiri í vítakeppni. Kristján vann einnig vítakeppni í 8 liða úrslitum 2006, 16 liða úrslitum 2005 og í 8 liða úrslitum 1995 en í öll þau skipti var hann markvörður KR-liðsins. Kristján hefur gert gott betur en að stoppa vítaspyrnur andstæðinganna því hann hefur einnig skorað sjálfur í tveimur vítakeppnum. Kristján hefur samtals varið 8 af 19 vítaspyrnum sem hann hefur reynt við í vítakeppnum í aðalkeppni bikarsins en það gerir magnaða 42 prósent markvörslu. Kristján komst í hóp með fjórum öðrum markvörðum sem hafa náð að verja þrjú víti í einni vítaspyrnukeppni en það eru þeir Gunnleifur Gunnleifsson (FH-Breiðablik 3-1, 2010), Amir Mehica (Haukar-Fram 4-3, 2007), Sandor Matus (KA-ÍBV 3-0, 2004) og Þorsteinn Bjarnason (Keflavík-Selfoss 2-1, 1990). Kristján setti einnig nýtt met með því að verða fyrsti markvörðurinn til að verja tvo víti eða fleiri í þremur vítakeppnum. Hann átti áður metið með þeim Bjarna Sigurðssyni (1984 og 1990) og Hauki Bragasyni (1994). KR-ingar hafa sem dæmi farið í eina vítakeppni eftir að Kristján missti sæti sitt í aðalliðinu og sú vítakeppni tapaðist 0-3 á móti Val árið 2007. Vítakeppnir Krisjáns Finnbogasonar í aðalkeppni bikarsins:2012 með Fylki á móti FH Varði 3 af 5 spyrnur, Fylkir vann 3-22006 með KR á móti ÍBV Varði 1 af 4 spyrnum, KR vann 4-22005 með KR á móti Víkingi Varði 2 af 7 spyrnum, KR vann 6-51995 með KR á móti Þór Ak. Varði 2 af 3 spyrnum, KR vann 3-1
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira