Íslenski boltinn

Stöð 2 sport sýnir frá Borgunarbikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ari Edwald, Þórir Hákonarson og Haukur Oddsson eftir undirritunina í dag.
Ari Edwald, Þórir Hákonarson og Haukur Oddsson eftir undirritunina í dag. Mynd/Anton
Nú í hádeginu voru undirritaðir samningar þess efnis að Stöð 2 Sport muni sýna frá leikjum Borgunarbikarsins í knattspyrnu næstu tvö árin.

Stöð 2 Sport mun bæði vera með beinar útsendingar frá leikjum keppninnar sem og markaþætti reglulega á meðan keppninni stendur.

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ og Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, undirrituðu samninginn í höfuðstöðvum KSÍ í dag en þá var dregið í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins í karla- og kvennaflokki.

Fram kemur í fréttatilkynningu að til standi að sýna áhugaverðustu leiki keppninnar í beinni útsendingu, sem og vitanlega úrsiltaleikina sjálfa sem verða í opinni dagskrá.

„Þetta er kjörin viðbót við allt það fjölbreytta íþróttaefni sem í boði er allt árið um kring á Stöð 2 Sport," er haft eftir Ara í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×