Ástin á götunni Þær náðu mér allavega ekki í þetta skiptið Íslenska kvennalandsliðið spilar um fimmta sætið í Algarve-bikarnum í ár eftir 1-0 sigur á Kína í lokaleik riðilsins í gær. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og tryggði íslenska liðinu leik um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn. Íslenski boltinn 5.3.2012 21:20 Vill ekki taka áhættu með Katrínu og Þórunni Þórunn Helga Jónsdóttir og Katrín Ómarsdóttir gátu ekki spilað með íslenska kvennalandsliðinu í sigrinum á Kína í Algarvebikarnum í dag og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, telur ólíklegt að þær geti verið með í leiknum um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn. Þórunn Helga hefur ekkert spilað á mótinu og Katrín spilaði 27 síðustu mínúturnar í fyrsta leiknum á móti Þýskalandi. Íslenski boltinn 5.3.2012 19:15 Sigurður Ragnar: Íslensku stelpurnar voru mun betri Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, var ánægður með leik liðsins í dag en íslensku stelpurnar unnu þá 1-0 sigur á Kína og tryggðu sér leik um fimmta sætið á mótinu. Sigurður Ragnar sagði það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær sigurmarkið kæmi en varamaðurinn Fanndís Friðriksdóttir skoraði það ellefu mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 5.3.2012 18:49 Fanndís tryggði stelpunum sigur á Kína | Mæta Dönum í leik um 5. sætið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér leik um fimmta sætið á Algarve-bikarnum eftir 1-0 sigur á Kína í dag í lokaleik sínum í riðlinum. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 5.3.2012 15:08 KR vann dramatískan sigur Kjartan Henry Finnbogason tryggði KR nauman sigur á Víkingi frá Ólafsvík í Lengjubikarkeppni karla í kvöld. Hann skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu uppbótartíma leiksins. Íslenski boltinn 4.3.2012 22:21 Sigurður Ragnar hrósaði nokkrum leikmönnum eftir tapið á móti Svíum Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, var ánægður með frammistöðu nokkra leikmanna íslenska liðsins þrátt fyrir 1-4 tap á móti Svíum í Algarvebikarnum í dag. Sigurður Ragnar nefndi sérstaklega frammistöðu fjögurra leikmanna íslenska liðsins. Íslenski boltinn 2.3.2012 17:09 Margrét Lára var spöruð á móti Svíum Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi, tók ekki þátt í leiknum á móti Svíum í Algarvebikarnum í dag. Íslenska liðið tapaði leiknum 1-4. Íslenski boltinn 2.3.2012 16:49 Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 1-4 | Svíar með öll mörkin í fyrri hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 1-4 á móti Svíþjóð í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Slæmur fyrri hálfleikur varð íslenska liðinu að falli en sænska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu 38 mínútum leiksins þar af tvö þeirra á fyrstu tólf mínútunum. Íslenski boltinn 2.3.2012 12:40 Naumt tap fyrir Evrópumeisturunum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-1 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þýskaland hefur þar með unnið alla tólf leiki sína við Ísland hjá A-landsliðum kvenna en síðustu tveir leikir hafa endað með naumum eins marks sigri. Íslenski boltinn 29.2.2012 16:05 Sölvi Geir fyrirliði | Kári byrjar Sölvi Geir Ottesen verður fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Svartfjallalandi í dag. Stefán Logi Magnússon stendur í marki íslenska liðsins. Fótbolti 29.2.2012 11:34 Karalandsliðið í fótbolta í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977 Íslensku landsliðsmennirnir í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason, verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag. Þátturinn er á milli 11 og 12. Ísland mætir Svartfjallalandi í vináttulandsleik í dag kl. 17 og verður rætt um leikinn sem fram fer í bænum Podgorica. Það er Valtýr Björn Valtýsson sem stýrir þættinum í dag. Fótbolti 29.2.2012 10:07 Guðbjörg vill nýja bolta Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er ekki ánægð með þá bolta sem landsliðið fær að æfa með á Algarve í Portúgal. Íslenski boltinn 28.2.2012 14:02 Pálmi Rafn kallaður í landsliðið Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Lilleström í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Svartfellingum ytra á miðvikudaginn. Íslenski boltinn 27.2.2012 12:03 Sif Atladóttir ekki með til Algarve Varnarmaðurinn Sif Atladóttir varð að draga sig úr íslenska landsliðshópnum vegna meiðsla og fer því ekki með til Algarve. Fótbolti 27.2.2012 11:27 Hingað er ég komin til að vinna titla Margrét Lára Viðarsdóttir er nýbyrjuð að spila með þýska liðinu Turbine Potsdam, einu besta félagsliði heims í kvennaknattspyrnunni. Í ítarlegu viðtali segir hún frá áætlunum sínum, bæði innan sem utan fótboltavallarins og langvarandi baráttu hennar við meiðsli. Fótbolti 24.2.2012 19:32 Umfjöllun: Japan – Ísland 3-1 Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma. Íslenski boltinn 23.2.2012 23:55 Helgi Valur verður fyrirliði gegn Japan | byrjunarliðið klárt Helgi Valur Daníelsson verður fyrirliði í fyrsta landsleik íslenska karlandsliðsins í fótbolta undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Ísland leikur vináttuleik gegn Japan í Osaka í dag og verður leikurinn sýndur á Stöð 2 sport og hefst útsending 10.20. Íslenski boltinn 24.2.2012 08:15 Förum í leikinn til þess að vinna Lars Lagerbäck stýrir íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn í dag í vináttuleik gegn Japan í Osaka. Sigur er aðalmarkmiðið hjá sænska þjálfaranum. Hann er hrifinn af metnaði leikmannanna sinna. Íslenski boltinn 23.2.2012 23:08 22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. Íslenski boltinn 23.2.2012 23:08 Hundrað japanskir blaðamenn mættu á fundinn hjá Lagerbäck Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hélt blaðamannafund í morgun að íslenskum tíma fyrir vináttulansleik Íslands og Japans á morgun. Blaðamannafundurinn var fjölmennur samkvæmt frétt á ksi.is en hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja. Lagerbäck var spurður fjölmargra spurninga. Íslenski boltinn 23.2.2012 13:53 Vináttulandsleikur við Ungverja næsta sumar Karlalandslið Íslands og Ungverjalands munu mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, mánudaginn 3. júní 2013 en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 23.2.2012 12:58 Óvíst hver verði fyrirliði Íslands Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Japans og æfði í Osaka í gær. Liðin mætast í fyrramálið kl. 10.20 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 22.2.2012 22:51 Rúnar Már á leiðinni til Aserbaídsjan Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum sínum fyrir leik á móti Aserbaídsjan í undankeppni EM en leikurinn fer fram í Aserbaídsjan 29. febrúar næstkomandi. Fótbolti 22.2.2012 08:57 Tryggvi Guðmundsson gestur hjá Mána í Boltanum á X-inu 977 Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, verður gestur í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Þorkell Máni Pétursson er umsjónarmaður þáttarins og þar verður farið yfir helstu fréttapunkta dagsins. Meistaradeildin kemur þar við sögu en tveir leikir fara fram í dag og kvöld. Fótbolti 21.2.2012 10:25 Sparar Sigurður Ragnar lykilleikmenn á Algarve? Forráðamenn Potsdam og Malmö hafa farið fram á það að Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýri álaginu á leikmenn liðsins í hóf á æfingamóti A-landsliða kvenna á Algarve í Portúgal. Íslenski boltinn 20.2.2012 20:39 Sigurður valdi tvo nýliða | systurnar úr Eyjum í A-landsliðshópnum Tveir nýliðar eru í A-landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins tekur þátt á Algarve Cup. Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti val sitt í dag en fyrsti leikur Íslands er gegn Þjóðverjum þann 29.febrúar. Ísland lék til úrslita á þessu móti fyrir ári síðan. Svíþjóð og Kína eru einnig í riðlinum með Íslandi og Þýskalandi. Fótbolti 20.2.2012 13:56 Vita ekki hvar þær enda Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir hafa ekki enn fundið sér félag eftir að tímabilið í Bandaríkjunum féll niður. Katrín ætlar að nota Algarve-bikarinn sem sýningarglugga og Hólmfríður er opin fyrir öllu. Íslenski boltinn 16.2.2012 22:45 Aron Einar, Þorvaldur og Þorsteinn J í boltaþættinum á X-inu 977 Íþróttafréttamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson stjórnar boltaþættinum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Gestur þáttarins verða þeir Þorvaldur Örlygsson og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Valtýr mun einnig slá á þráðinn og ræða við Aron Einar Gunnarsson leikmann enska fótboltaliðsins Coventry. Fótbolti 14.2.2012 10:52 Uppgjör bestu liðanna í Reykjavíkurmóti kvenna er í kvöld Valskonur geta farið langt með því að tryggja sér Reykjavíkurmeistaratitilinn fimmta árið í röð þegar þær taka á móti Fylki í Egilshöllinni í kvöld. Bæði liðin hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu af öryggi og þetta er því óopinber úrslitaleikur mótsins. Íslenski boltinn 10.2.2012 13:45 Lagerbäck valdi 36 leikmenn fyrir tvo leiki í febrúar Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur valið fyrstu landsliðshópa sína en hann tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hvaða leikmenn munu taka þátt í vináttulandsleikjum við Japan og Svartfjallaland sem fara fram 24. og 29. febrúar næstkomandi. Íslenski boltinn 10.2.2012 13:16 « ‹ 214 215 216 217 218 219 220 221 222 … 334 ›
Þær náðu mér allavega ekki í þetta skiptið Íslenska kvennalandsliðið spilar um fimmta sætið í Algarve-bikarnum í ár eftir 1-0 sigur á Kína í lokaleik riðilsins í gær. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og tryggði íslenska liðinu leik um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn. Íslenski boltinn 5.3.2012 21:20
Vill ekki taka áhættu með Katrínu og Þórunni Þórunn Helga Jónsdóttir og Katrín Ómarsdóttir gátu ekki spilað með íslenska kvennalandsliðinu í sigrinum á Kína í Algarvebikarnum í dag og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, telur ólíklegt að þær geti verið með í leiknum um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn. Þórunn Helga hefur ekkert spilað á mótinu og Katrín spilaði 27 síðustu mínúturnar í fyrsta leiknum á móti Þýskalandi. Íslenski boltinn 5.3.2012 19:15
Sigurður Ragnar: Íslensku stelpurnar voru mun betri Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, var ánægður með leik liðsins í dag en íslensku stelpurnar unnu þá 1-0 sigur á Kína og tryggðu sér leik um fimmta sætið á mótinu. Sigurður Ragnar sagði það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær sigurmarkið kæmi en varamaðurinn Fanndís Friðriksdóttir skoraði það ellefu mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 5.3.2012 18:49
Fanndís tryggði stelpunum sigur á Kína | Mæta Dönum í leik um 5. sætið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér leik um fimmta sætið á Algarve-bikarnum eftir 1-0 sigur á Kína í dag í lokaleik sínum í riðlinum. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 5.3.2012 15:08
KR vann dramatískan sigur Kjartan Henry Finnbogason tryggði KR nauman sigur á Víkingi frá Ólafsvík í Lengjubikarkeppni karla í kvöld. Hann skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu uppbótartíma leiksins. Íslenski boltinn 4.3.2012 22:21
Sigurður Ragnar hrósaði nokkrum leikmönnum eftir tapið á móti Svíum Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, var ánægður með frammistöðu nokkra leikmanna íslenska liðsins þrátt fyrir 1-4 tap á móti Svíum í Algarvebikarnum í dag. Sigurður Ragnar nefndi sérstaklega frammistöðu fjögurra leikmanna íslenska liðsins. Íslenski boltinn 2.3.2012 17:09
Margrét Lára var spöruð á móti Svíum Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi, tók ekki þátt í leiknum á móti Svíum í Algarvebikarnum í dag. Íslenska liðið tapaði leiknum 1-4. Íslenski boltinn 2.3.2012 16:49
Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 1-4 | Svíar með öll mörkin í fyrri hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 1-4 á móti Svíþjóð í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Slæmur fyrri hálfleikur varð íslenska liðinu að falli en sænska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu 38 mínútum leiksins þar af tvö þeirra á fyrstu tólf mínútunum. Íslenski boltinn 2.3.2012 12:40
Naumt tap fyrir Evrópumeisturunum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-1 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þýskaland hefur þar með unnið alla tólf leiki sína við Ísland hjá A-landsliðum kvenna en síðustu tveir leikir hafa endað með naumum eins marks sigri. Íslenski boltinn 29.2.2012 16:05
Sölvi Geir fyrirliði | Kári byrjar Sölvi Geir Ottesen verður fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Svartfjallalandi í dag. Stefán Logi Magnússon stendur í marki íslenska liðsins. Fótbolti 29.2.2012 11:34
Karalandsliðið í fótbolta í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977 Íslensku landsliðsmennirnir í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason, verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag. Þátturinn er á milli 11 og 12. Ísland mætir Svartfjallalandi í vináttulandsleik í dag kl. 17 og verður rætt um leikinn sem fram fer í bænum Podgorica. Það er Valtýr Björn Valtýsson sem stýrir þættinum í dag. Fótbolti 29.2.2012 10:07
Guðbjörg vill nýja bolta Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er ekki ánægð með þá bolta sem landsliðið fær að æfa með á Algarve í Portúgal. Íslenski boltinn 28.2.2012 14:02
Pálmi Rafn kallaður í landsliðið Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Lilleström í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Svartfellingum ytra á miðvikudaginn. Íslenski boltinn 27.2.2012 12:03
Sif Atladóttir ekki með til Algarve Varnarmaðurinn Sif Atladóttir varð að draga sig úr íslenska landsliðshópnum vegna meiðsla og fer því ekki með til Algarve. Fótbolti 27.2.2012 11:27
Hingað er ég komin til að vinna titla Margrét Lára Viðarsdóttir er nýbyrjuð að spila með þýska liðinu Turbine Potsdam, einu besta félagsliði heims í kvennaknattspyrnunni. Í ítarlegu viðtali segir hún frá áætlunum sínum, bæði innan sem utan fótboltavallarins og langvarandi baráttu hennar við meiðsli. Fótbolti 24.2.2012 19:32
Umfjöllun: Japan – Ísland 3-1 Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma. Íslenski boltinn 23.2.2012 23:55
Helgi Valur verður fyrirliði gegn Japan | byrjunarliðið klárt Helgi Valur Daníelsson verður fyrirliði í fyrsta landsleik íslenska karlandsliðsins í fótbolta undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Ísland leikur vináttuleik gegn Japan í Osaka í dag og verður leikurinn sýndur á Stöð 2 sport og hefst útsending 10.20. Íslenski boltinn 24.2.2012 08:15
Förum í leikinn til þess að vinna Lars Lagerbäck stýrir íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn í dag í vináttuleik gegn Japan í Osaka. Sigur er aðalmarkmiðið hjá sænska þjálfaranum. Hann er hrifinn af metnaði leikmannanna sinna. Íslenski boltinn 23.2.2012 23:08
22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. Íslenski boltinn 23.2.2012 23:08
Hundrað japanskir blaðamenn mættu á fundinn hjá Lagerbäck Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hélt blaðamannafund í morgun að íslenskum tíma fyrir vináttulansleik Íslands og Japans á morgun. Blaðamannafundurinn var fjölmennur samkvæmt frétt á ksi.is en hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja. Lagerbäck var spurður fjölmargra spurninga. Íslenski boltinn 23.2.2012 13:53
Vináttulandsleikur við Ungverja næsta sumar Karlalandslið Íslands og Ungverjalands munu mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, mánudaginn 3. júní 2013 en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 23.2.2012 12:58
Óvíst hver verði fyrirliði Íslands Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Japans og æfði í Osaka í gær. Liðin mætast í fyrramálið kl. 10.20 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 22.2.2012 22:51
Rúnar Már á leiðinni til Aserbaídsjan Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum sínum fyrir leik á móti Aserbaídsjan í undankeppni EM en leikurinn fer fram í Aserbaídsjan 29. febrúar næstkomandi. Fótbolti 22.2.2012 08:57
Tryggvi Guðmundsson gestur hjá Mána í Boltanum á X-inu 977 Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, verður gestur í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Þorkell Máni Pétursson er umsjónarmaður þáttarins og þar verður farið yfir helstu fréttapunkta dagsins. Meistaradeildin kemur þar við sögu en tveir leikir fara fram í dag og kvöld. Fótbolti 21.2.2012 10:25
Sparar Sigurður Ragnar lykilleikmenn á Algarve? Forráðamenn Potsdam og Malmö hafa farið fram á það að Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýri álaginu á leikmenn liðsins í hóf á æfingamóti A-landsliða kvenna á Algarve í Portúgal. Íslenski boltinn 20.2.2012 20:39
Sigurður valdi tvo nýliða | systurnar úr Eyjum í A-landsliðshópnum Tveir nýliðar eru í A-landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins tekur þátt á Algarve Cup. Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti val sitt í dag en fyrsti leikur Íslands er gegn Þjóðverjum þann 29.febrúar. Ísland lék til úrslita á þessu móti fyrir ári síðan. Svíþjóð og Kína eru einnig í riðlinum með Íslandi og Þýskalandi. Fótbolti 20.2.2012 13:56
Vita ekki hvar þær enda Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir hafa ekki enn fundið sér félag eftir að tímabilið í Bandaríkjunum féll niður. Katrín ætlar að nota Algarve-bikarinn sem sýningarglugga og Hólmfríður er opin fyrir öllu. Íslenski boltinn 16.2.2012 22:45
Aron Einar, Þorvaldur og Þorsteinn J í boltaþættinum á X-inu 977 Íþróttafréttamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson stjórnar boltaþættinum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Gestur þáttarins verða þeir Þorvaldur Örlygsson og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Valtýr mun einnig slá á þráðinn og ræða við Aron Einar Gunnarsson leikmann enska fótboltaliðsins Coventry. Fótbolti 14.2.2012 10:52
Uppgjör bestu liðanna í Reykjavíkurmóti kvenna er í kvöld Valskonur geta farið langt með því að tryggja sér Reykjavíkurmeistaratitilinn fimmta árið í röð þegar þær taka á móti Fylki í Egilshöllinni í kvöld. Bæði liðin hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu af öryggi og þetta er því óopinber úrslitaleikur mótsins. Íslenski boltinn 10.2.2012 13:45
Lagerbäck valdi 36 leikmenn fyrir tvo leiki í febrúar Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur valið fyrstu landsliðshópa sína en hann tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hvaða leikmenn munu taka þátt í vináttulandsleikjum við Japan og Svartfjallaland sem fara fram 24. og 29. febrúar næstkomandi. Íslenski boltinn 10.2.2012 13:16