Ástin á götunni

Fréttamynd

Þær náðu mér allavega ekki í þetta skiptið

Íslenska kvennalandsliðið spilar um fimmta sætið í Algarve-bikarnum í ár eftir 1-0 sigur á Kína í lokaleik riðilsins í gær. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og tryggði íslenska liðinu leik um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vill ekki taka áhættu með Katrínu og Þórunni

Þórunn Helga Jónsdóttir og Katrín Ómarsdóttir gátu ekki spilað með íslenska kvennalandsliðinu í sigrinum á Kína í Algarvebikarnum í dag og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, telur ólíklegt að þær geti verið með í leiknum um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn. Þórunn Helga hefur ekkert spilað á mótinu og Katrín spilaði 27 síðustu mínúturnar í fyrsta leiknum á móti Þýskalandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigurður Ragnar: Íslensku stelpurnar voru mun betri

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, var ánægður með leik liðsins í dag en íslensku stelpurnar unnu þá 1-0 sigur á Kína og tryggðu sér leik um fimmta sætið á mótinu. Sigurður Ragnar sagði það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær sigurmarkið kæmi en varamaðurinn Fanndís Friðriksdóttir skoraði það ellefu mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR vann dramatískan sigur

Kjartan Henry Finnbogason tryggði KR nauman sigur á Víkingi frá Ólafsvík í Lengjubikarkeppni karla í kvöld. Hann skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu uppbótartíma leiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Naumt tap fyrir Evrópumeisturunum

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-1 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þýskaland hefur þar með unnið alla tólf leiki sína við Ísland hjá A-landsliðum kvenna en síðustu tveir leikir hafa endað með naumum eins marks sigri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Karalandsliðið í fótbolta í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977

Íslensku landsliðsmennirnir í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason, verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag. Þátturinn er á milli 11 og 12. Ísland mætir Svartfjallalandi í vináttulandsleik í dag kl. 17 og verður rætt um leikinn sem fram fer í bænum Podgorica. Það er Valtýr Björn Valtýsson sem stýrir þættinum í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Hingað er ég komin til að vinna titla

Margrét Lára Viðarsdóttir er nýbyrjuð að spila með þýska liðinu Turbine Potsdam, einu besta félagsliði heims í kvennaknattspyrnunni. Í ítarlegu viðtali segir hún frá áætlunum sínum, bæði innan sem utan fótboltavallarins og langvarandi baráttu hennar við meiðsli.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Japan – Ísland 3-1

Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Förum í leikinn til þess að vinna

Lars Lagerbäck stýrir íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn í dag í vináttuleik gegn Japan í Osaka. Sigur er aðalmarkmiðið hjá sænska þjálfaranum. Hann er hrifinn af metnaði leikmannanna sinna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri

Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hundrað japanskir blaðamenn mættu á fundinn hjá Lagerbäck

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hélt blaðamannafund í morgun að íslenskum tíma fyrir vináttulansleik Íslands og Japans á morgun. Blaðamannafundurinn var fjölmennur samkvæmt frétt á ksi.is en hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja. Lagerbäck var spurður fjölmargra spurninga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óvíst hver verði fyrirliði Íslands

Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Japans og æfði í Osaka í gær. Liðin mætast í fyrramálið kl. 10.20 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Már á leiðinni til Aserbaídsjan

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum sínum fyrir leik á móti Aserbaídsjan í undankeppni EM en leikurinn fer fram í Aserbaídsjan 29. febrúar næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Tryggvi Guðmundsson gestur hjá Mána í Boltanum á X-inu 977

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, verður gestur í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Þorkell Máni Pétursson er umsjónarmaður þáttarins og þar verður farið yfir helstu fréttapunkta dagsins. Meistaradeildin kemur þar við sögu en tveir leikir fara fram í dag og kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður valdi tvo nýliða | systurnar úr Eyjum í A-landsliðshópnum

Tveir nýliðar eru í A-landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins tekur þátt á Algarve Cup. Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti val sitt í dag en fyrsti leikur Íslands er gegn Þjóðverjum þann 29.febrúar. Ísland lék til úrslita á þessu móti fyrir ári síðan. Svíþjóð og Kína eru einnig í riðlinum með Íslandi og Þýskalandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Vita ekki hvar þær enda

Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir hafa ekki enn fundið sér félag eftir að tímabilið í Bandaríkjunum féll niður. Katrín ætlar að nota Algarve-bikarinn sem sýningarglugga og Hólmfríður er opin fyrir öllu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aron Einar, Þorvaldur og Þorsteinn J í boltaþættinum á X-inu 977

Íþróttafréttamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson stjórnar boltaþættinum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Gestur þáttarins verða þeir Þorvaldur Örlygsson og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Valtýr mun einnig slá á þráðinn og ræða við Aron Einar Gunnarsson leikmann enska fótboltaliðsins Coventry.

Fótbolti
Fréttamynd

Lagerbäck valdi 36 leikmenn fyrir tvo leiki í febrúar

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur valið fyrstu landsliðshópa sína en hann tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hvaða leikmenn munu taka þátt í vináttulandsleikjum við Japan og Svartfjallaland sem fara fram 24. og 29. febrúar næstkomandi.

Íslenski boltinn