Kominn tími á tvö góð úrslit í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2013 09:00 Íslensku strákarnir fagna hér í leikslok eftir 4-4 jafntefli í Bern á föstudagskvöldið þeegar íslenska liðið kom til baka eftir að hafa lent 1-4 undir í leiknum. Mynd/Valli Ævintýralegt jafntefli íslenska karlalandsliðsins á Stade de Suisse í Bern á föstudagskvöldið kveikti heldur betur von hjá íslensku þjóðinni um að íslensku strákarnir ætli að vera með í baráttunni um sæti á HM í Brasilíu. Til þess þurfa þeir að fara ná góðum úrslitum í tveimur leikjum í röð og geta byrjað á nýrri hefð með því að vinna Albani á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska liðið hefur leikið sjö leiki í riðli sínum í undankeppninni og hingað til hefur reglan verið sú að liðið hefur tapað í næsta leik á eftir sigurleik. Liðið vann Noreg á heimavelli í september 2012 en tapaði svo á Kýpur fjórum dögum síðar. Sömu sögu var að segja af leikjum liðsins í október í fyrra þegar liðið vann fyrst frábæran sigur í Albaníu en tapaði svo á heimavelli á móti Sviss í næsta leik sem var fjórum dögum síðar. Síðustu tveir leikir liðsins fyrir leikinn á móti Sviss voru við Slóvena. Ísland vann fyrst í Slóveníu í mars en tapaði svo fyrir Slóvenum á heimavelli í júní. „Við erum ennþá pínu sveiflukenndir en við eigum ekki að vera hræddir við að hafa náð góðum úrslitum. Við eigum bara að fylgja því eftir og við fáum núna frábært tækifæri til þess,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Mynd/AFPÍslenska liðið hefur fengið á sig átta mörk í síðustu tveimur leikjum og það er eitthvað sem þarf að breytast ef liðið á að fá eitthvað út úr næstu leikjum. „Við eigum ennþá möguleika og við verðum bara að nýta þetta tækifæri. Við erum búnir að klikka á nokkrum dauðafærum eins og á móti Slóveníu og í Kýpurleiknum sem var mjög dýr,“ segir Kári Árnason. Alfreð Finnbogason vonast til að geta hjálpað liðinu að ná stigum í öðrum leiknum í röð. „Það er kominn tími til að breyta þessu. Við erum ekkert að missa okkur yfir þessum leik í Sviss enda fengum við bara eitt stig. Við stefnum bara á sigur á Albaníu hérna og ef það tekst þá erum við komnir enn á aftur í frábæra stöðu. Við viljum vinna þessa heimaleiki og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg Guðmundsson var hetja íslenska liðsins í Bern og skoraði þrennu sem fær jafnvel sérkafla í sögu íslenska landsliðsins. „Það var kannski kominn tími á þessi mörk og gaman að þau komu á útivelli á móti Sviss. Þetta stig getur skipt gríðarlega miklu máli en enn mikilvægara er að ná í þrjá punkta á þriðjudaginn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Árangur íslenska liðsins á útivelli hefur verið frábær (7 af 10 stigum liðsins) en nú bíða liðsins tveir gríðarlega mikilvægir heimaleikir í röð og því kominn tími til að fara safna stigum á Laugardalsvellinum. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Ævintýralegt jafntefli íslenska karlalandsliðsins á Stade de Suisse í Bern á föstudagskvöldið kveikti heldur betur von hjá íslensku þjóðinni um að íslensku strákarnir ætli að vera með í baráttunni um sæti á HM í Brasilíu. Til þess þurfa þeir að fara ná góðum úrslitum í tveimur leikjum í röð og geta byrjað á nýrri hefð með því að vinna Albani á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska liðið hefur leikið sjö leiki í riðli sínum í undankeppninni og hingað til hefur reglan verið sú að liðið hefur tapað í næsta leik á eftir sigurleik. Liðið vann Noreg á heimavelli í september 2012 en tapaði svo á Kýpur fjórum dögum síðar. Sömu sögu var að segja af leikjum liðsins í október í fyrra þegar liðið vann fyrst frábæran sigur í Albaníu en tapaði svo á heimavelli á móti Sviss í næsta leik sem var fjórum dögum síðar. Síðustu tveir leikir liðsins fyrir leikinn á móti Sviss voru við Slóvena. Ísland vann fyrst í Slóveníu í mars en tapaði svo fyrir Slóvenum á heimavelli í júní. „Við erum ennþá pínu sveiflukenndir en við eigum ekki að vera hræddir við að hafa náð góðum úrslitum. Við eigum bara að fylgja því eftir og við fáum núna frábært tækifæri til þess,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Mynd/AFPÍslenska liðið hefur fengið á sig átta mörk í síðustu tveimur leikjum og það er eitthvað sem þarf að breytast ef liðið á að fá eitthvað út úr næstu leikjum. „Við eigum ennþá möguleika og við verðum bara að nýta þetta tækifæri. Við erum búnir að klikka á nokkrum dauðafærum eins og á móti Slóveníu og í Kýpurleiknum sem var mjög dýr,“ segir Kári Árnason. Alfreð Finnbogason vonast til að geta hjálpað liðinu að ná stigum í öðrum leiknum í röð. „Það er kominn tími til að breyta þessu. Við erum ekkert að missa okkur yfir þessum leik í Sviss enda fengum við bara eitt stig. Við stefnum bara á sigur á Albaníu hérna og ef það tekst þá erum við komnir enn á aftur í frábæra stöðu. Við viljum vinna þessa heimaleiki og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg Guðmundsson var hetja íslenska liðsins í Bern og skoraði þrennu sem fær jafnvel sérkafla í sögu íslenska landsliðsins. „Það var kannski kominn tími á þessi mörk og gaman að þau komu á útivelli á móti Sviss. Þetta stig getur skipt gríðarlega miklu máli en enn mikilvægara er að ná í þrjá punkta á þriðjudaginn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Árangur íslenska liðsins á útivelli hefur verið frábær (7 af 10 stigum liðsins) en nú bíða liðsins tveir gríðarlega mikilvægir heimaleikir í röð og því kominn tími til að fara safna stigum á Laugardalsvellinum.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira