Íslenski boltinn

Siggi hljóp inn á völlinn og faðmaði son sinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Siggi Hallvarðs ásamt Halldóri Einarssyni í vikunni.
Siggi Hallvarðs ásamt Halldóri Einarssyni í vikunni. Mynd/GVA
Aron Sigurðarson skoraði mark Fjölnis í 3-1 tapi gegn Þrótti í 1. deild karla í gær. Allur ágóði af leiknum rann til Ljóssins.

605 áhorfendur mættu á leikinn í Grafarvogi í gær þar sem Sigurður Hallvarðsson var heiðursgestur. Sigurður hefur barist við krabbamein í langan tíma en hann er gallharður Þróttari.

Aron Sigurðarson, sonur Sigurðar, minnkaði muninn í 2-1 fyrir Fjölni á 39. mínútu. Þá skokkaði Sigurður inn á völlinn og faðmaði son sinn. Dómari bað leikmenn um að bíða augnablik á meðan feðgarnir föðmuðust en svo var leik haldið áfram.

Augnablikið má sjá á vef Rúv.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×