Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Þórir Ólafsson til Þýskalands

Handknattleiksmaðurinn Þórir Ólafsson mun leika sína síðustu leiki fyrir Hauka gegn ÍBV á næstu dögum því hann er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við þýska félagið TuS N-Lubbecke.

Sport
Fréttamynd

Snorri góður gegn Wilhelmshavener

Grosswallstadt sigraði Wilhelmshavener 22-21 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í liði Grosswallstadt með átta mörk og Einar Hólmgeirsson skoraði fjögur. Gylfi Gylfason skoraði fjögur mörk fyrir Wilhelmshavener.

Sport
Fréttamynd

Atli tekur við FH

Atli Hilmarsson, fyrrum þjálfari KA og þýska liðsins Friesenheim, mun þjálfa karlalið FH í DHL-deildinni í handbolta næstu þrjú árin. Þetta staðfesti Örn Magnússon, verðandi formaður handknattleiksdeildar FH, í samtali við Fréttablaðið í gær.

Sport
Fréttamynd

Logi með 7 í stórsigri

Logi Geirsson skoraði sjö mörk og var markahæstur ásamt Christian Schwartzer þegar Lemgo sigraði Post Schwerin með 38 mörkum gegn 22 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Á meðal áhorfenda á leiknum var 12 ára piltur, Birgir Valdimarsson, en Logi bauð honum og fjölskyldu hans til Þýskalands til þess að fylgjast með leiknum.

Sport
Fréttamynd

Tilþrifalítill Haukasigur

Haukastúlkur tóku forystu í baráttunni um Íslandsbikarinn í gær þegar þær lögðu Eyjastúlkur á Ásvöllum, 22-19, í tilþrifalitlum leik þar sem bæði lið voru fjarri sínu besta.

Sport
Fréttamynd

Hverjir eru í heimsliði Alfreðs?

Tveir Íslendingar eru í heimsliði Alfreðs Gíslason, þjálfara Magdeburg í þýska handboltanum en Alfreð valdi liðið fyrir Fréttablaðið.

Sport
Fréttamynd

Kemst ÍBV í fyrsta sinn í úrslit?

Eyjamenn geta brotið blað í sögu karlahandboltaliðs félagsins vinni þeir oddaleikinn gegn ÍR í Eyjum í dag en með því kemst liðið í fyrsta sinn í lokaúrslit úrslitakeppninnar. Liðin hafa unnið hvor sinn heimaleikinn, ÍBV vann fyrsta leikinn í Eyjum 30-29 og ÍR jafnaði metin með 33-29 sigri í öðrum leiknum í Austurbergi.

Sport
Fréttamynd

Haukar sigurstranglegir

Fyrsti leikur Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna verður háður á Ásvöllum í dag. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunar, hallast að nokkuð öruggum sigri Haukastúlkna í einvíginu.

Sport
Fréttamynd

Erlendur hættur með Stjörnuna

Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnar gaf fyrir stundu frá sér fréttatilkynningu þar sem tilkynnt er að stjórnin og Erlendur Ísfeld, þjálfari kvennaliðs Stjörnunar, hafi komist að niðurstöðu um að Erlendur láti af störfum þann 30. apríl næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Óhress með árangurinn

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, var með stóryrtar yfirlýsingar fyrir leikina gegn Haukum í undanúrslitum DHL-deildar karla og spáði sínu liði Íslandsmeistaratitli. Haukar unnu hins vegar einvígið, 2-0, og hafa Valsmenn því lokið keppni þennan veturinn.

Sport
Fréttamynd

Guðríði sagt upp

Guðríður Guðjónsdóttir þjálfar ekki kvennalið Vals á næstu leiktíð. Stjórn handknattleiksdeildar Vals ákvað að nýta sér ákvæði í samningi við Guðríði um að segja upp samningi við hana.

Sport
Fréttamynd

Friður í Fram

Stjórn handknattleiksdeildar Fram boðaði þá leikmenn og þjálfara Fram sem skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings brottreknum þjálfara félagsins, Heimi Ríkarðssyni, á fund sinn í gær í þeirri von að lægja óánægjuöldurnar.

Sport
Fréttamynd

ÍR-ingar tryggðu sér oddaleik

<font face="Helv"> </font>ÍR-ingar tryggðu sér oddaleik í Eyjum með fjögurra marka sigri á ÍBV, 33-29, í öðrum undanúrslitaleik liðanna í Austurbergi í gær. ÍR-ingar skoruðu fjögur fyrstu mörkin í leiknum og héldu frumkvæðinu út leikinn þrátt fyrir að Eyjamenn hafi náð að minnka muninn niður í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks.

Sport
Fréttamynd

Snorri og Einar með sex mörk hvor

Íslensku landsliðsmennirnir í handknattleik létu til sín taka í þýska handboltanum í gærkvöldi. Snorri Steinn Guðjónsson og Einar Hólmgeirsson skoruðu sex mörk hvor þegar Grosswallstadt sigraði Nordhorn 28-25. Alexander Pettersons skoraði sjö mörk og Markús Máni Mikaelsson eitt í jafntefli Düsseldorf við Post Schwerin 29-29.

Sport
Fréttamynd

Haukar í úrslit

Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson og línumaðurinn Vignir Svavarsson lögðu grunninn að 29-27 sigri Hauka á Val í undanúrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitunum en Valsmenn hafa lokið leik í vetur.

Sport
Fréttamynd

Fara ÍBV og Haukar í úrslit?

ÍBV og Haukar geta í kvöld tryggt sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistarratitil karla í handbolta. Valur mætir Haukum í íþróttahúsi Vals og ÍR keppir við ÍBV í Austurbergi. Í fyrrakvöld vann ÍBV nauman sigur á ÍR en Haukar lögðu Val að velli með fjögurra marka mun. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.40.

Sport
Fréttamynd

Hver greiðir laun Guðmundar?

Stjórn handknattleiksdeildar Fram rak þjálfara sinn, Heimi Ríkarðsson, úr starfi síðastliðinn mánudag og réð í hans stað Guðmund Guðmundsson, fyrrum landsliðsliðsþjálfara. Að sögn Heimis kom nafn Guðmundar inn í umræðuna á sérstakan hátt en að hans sögn sóttist stjórn Fram ekki eftir því að fá Guðmund til starfa heldur fékk Fram mjög freistandi tilboð frá einstaklingi sem þeir virðist ekki hafa getað hafnað

Sport
Fréttamynd

Horfði á sjónvarpið með grímuna

Andri Stefan lék mjög vel fyrir Hauka í fyrsta leiknum gegn Val í undanúrslitum DHL-deildarinnar á þriðjudag. Hann skoraði sjö mörk og hélt sóknarleik Hauka á floti löngum stundum. Frammistaða Andra vekur ekki síst athygli fyrir þá staðreynd að hann er nefbrotinn og þarf að spila með andlitsgrímu sem gerir Andra ekki auðveldara fyrir.

Sport
Fréttamynd

Óttast að félagið fari í gjaldþrot

Einar Örn Jónsson og félagar hans hjá þýska liðinu Wallau Massenheim þurfa að bíða áfram í óvissu um framtíð félagsins en það rambar á barmi gjaldþrots og leikmenn hafa ekki enn fengið greidd laun á þessu ári. Einar og félagar áttu von á því að fá skýr svör um framtíðina á fundi í gær en stóðu eftir litlu nær

Sport
Fréttamynd

Logi með 6 mörk fyrir Lemgo

Lemgo lagði Wallau Massenheim með 41 marki gegn 34 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Logi Geirsson skoraði sex mörk fyrir Lemgo og Einar Örn Jónsson tvö mörk fyrir Wallau. Lemgo er í 4. sæti deildarinnar og Wallau Massenheim í 9. sæti.

Sport
Fréttamynd

Þórir á leið til Þýskalands

Stjórn handknattleiksdeildar Hauka á verk fyrir höndum í sumar við að safna liði fyrir komandi tímabil enda munu nokkrir lykilmenn ganga til liðs við erlend félög í sumar. Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að semja við félag Loga Geirssonar, Lemgo, og Vignir Svavarsson við danska félagið Skjern. Hornamaðurinn Þórir Ólafsson staðfesti síðan við Fréttablaðið í gær að hann myndi skrifa undir samning við þýska félagið TuS N-Lubbecke um næstu helgi

Sport
Fréttamynd

Heldur KA í gíslingu

Jónatan Magnússon, handboltamaður hjá KA og fyrirliði liðsins, hefur gefið upp drauminn um atvinnumennsku í bili og bendir allt til þess að hann muni spila á Íslandi næsta vetur.

Sport
Fréttamynd

Handboltinn í hættu á ÓL

Allar 28 íþróttagreinarnar sem keppt er um á Ólympíuleikunum gætu verið í hættu um að missa sæti sitt í dagskrá leikanna þegar kosið verður um framtíðargeinar leikanna í sumar.

Sport
Fréttamynd

Strazdas á leið frá HK

HK hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku því nú er ljóst að skyttan öfluga frá Litháen, Augustas Strazdas, mun ekki verða áfram í herbúðum liðsins á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Petkevicius semur við Fram

Framarar hafa samið við fyrsta leikmanninn í tíð Guðmundar Guðmundssonar, nýráðins þjálfara liðsins, því í gær var samningur við markvörðinn Egidijus Petkevicius framlengdur um eitt ár.

Sport
Fréttamynd

Ólafur sjötti besti í heimi

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Henning Fritz er besti handboltamaður heims. Þetta er niðurstaða í kjöri sem Alþjóðahandknattleikssambandið stóð að í samvinnu við <em>World Handball Magazine</em>. Kjörið fór fram á Netinu og alls bárust 40 þúsund atkvæði. Fritz fékk 38,5 prósent atkvæða, Spánverjinn Juan Garcia varð annar með 17,2 prósent og Króatinn Mirza Dzomba varð í þriðja sæti með 9,7 prósent. Ólafur Stefánsson varð í sjötta sæti í kjörinu en hann fékk 7,1 prósent atkvæða.

Sport
Fréttamynd

Bjarni á leið til Frakklands

"Þetta hefur gengið bara voða vel og er eiginlega alveg komið í gegn. Ég var búinn að fá samninginn í hendurnar en það voru nokkur smáatriði sem ég vildi breyta og sendi hann því aftur út," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR-inga, sem hefur landað samningi hjá franska liðinu Créteil og er nýjasti atvinnumaður Íslands í handbolta.

Sport
Fréttamynd

Fram sagði upp samningi við Heimi

Stjórn handknattleiksdeildar Fram sagði í gær upp samningi við þjálfara meistaraflokks félagsins, Heimi Ríkarðsson. Heimir átti ár eftir af samningi sínum. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar tekur Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi landsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Fram, við starfinu.

Sport
Fréttamynd

Roland var ÍR-ingum erfiður

Roland Valur Eradze var ÍR-ingum erfiður í fyrsta leik ÍBV og ÍR í undanúrslitum DHL-deildar karla sem fram fór í Eyjum í kvöld. Roland varði 22 skot í 30-29 sigri ÍBV þar á meðal lokaskot leiksins á síðustu sekúndunni. Zoltan Belenýi skoraði sigurmarkið úr vítakasti hálfri mínútu fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

Guðmundur ráðinn hjá Fram

Stjórn handknattleiksdeildar Fram tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að ráða Guðmund Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara, sem þjálfara karlaliðs félagsins næstu þrjú árin. Guðmundur tekur við starfinu af Heimi Ríkharðssyni, sem var rekinn eftir 23 ára samfleytt starf.

Sport