Haukar sigurstranglegir 22. apríl 2005 00:01 Fyrsti leikur Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna verður háður á Ásvöllum í dag. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunar, hallast að nokkuð öruggum sigri Haukastúlkna í einvíginu. Leið liðanna tveggja í úrslitaleikina var nokkuð ólík, því á meðan Haukastúlkur völtuðu yfir alla andstæðinga sína lentu Eyjastúlkur í hörkurimmu við lið Stjörnunnar og höfðu að lokum 2-1 sigur. Haukaliðið er vel mannað, er deildarmeistari og hefur heimavallarréttinn í úrslitarimmunni og því má reikna með að á brattann verði að sækja fyrir Eyjastúlkur í úrslitunum. Fréttablaðið ræddi við Erlend Ísfeld, þjálfara Stjörnunar, og fékk hann til að spá í úrslitarimmuna sem hefst í dag."Ég hugsa að ég verði nú að tippa á að Haukarnir vinni þetta. Ef þú hefðir spurt mig fyrir um mánuði síðan hefði ég sagt 3-0 fyrir Hauka, en mér finnst Eyjaliðið hafa farið mjög vaxandi í úrslitakeppninni og þær léku gríðarlega vel á móti okkur, svo ég held ég segi frekar 3-1. Haukarnir vinna fyrsta leikinn og stela svo einum í Eyjum. Mér sýnist það vera um það bil styrksmunurinn á liðunum tveimur. Haukaliðið er mjög vel mannað og breiddin er svo góð að þær geta unnið leiki þó að jafnvel þrjár eða fjórar af þeim eigi ekkert sérstakan dag. Eyjaliðið þarf að eiga hvern toppleikinn á fætur öðrum til að eiga séns í þær og maður á frekar erfitt með að sjá það gerast," sagði Erlendur.Það er auðvitað engin ástæða til að afskrifa ÍBV, þær eru mjög seigar og ég held að þær fari eins langt og Anna Gorkorian fer með þær. Hún er nú að verða komin af léttasta skeiði, en er engu að síður frábær leikmaður. Þetta verður á brattann að sækja fyrir ÍBV og spurning hvort þessar yngri stúlkur hjá þeim hafa þetta rétta hugarfar til að fara í þessa leiki," sagði Erlendur. Fyrsti leikur liðanna er eins og áður sagði á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag og hefst klukkan 16.15. Íslenski handboltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Fyrsti leikur Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna verður háður á Ásvöllum í dag. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunar, hallast að nokkuð öruggum sigri Haukastúlkna í einvíginu. Leið liðanna tveggja í úrslitaleikina var nokkuð ólík, því á meðan Haukastúlkur völtuðu yfir alla andstæðinga sína lentu Eyjastúlkur í hörkurimmu við lið Stjörnunnar og höfðu að lokum 2-1 sigur. Haukaliðið er vel mannað, er deildarmeistari og hefur heimavallarréttinn í úrslitarimmunni og því má reikna með að á brattann verði að sækja fyrir Eyjastúlkur í úrslitunum. Fréttablaðið ræddi við Erlend Ísfeld, þjálfara Stjörnunar, og fékk hann til að spá í úrslitarimmuna sem hefst í dag."Ég hugsa að ég verði nú að tippa á að Haukarnir vinni þetta. Ef þú hefðir spurt mig fyrir um mánuði síðan hefði ég sagt 3-0 fyrir Hauka, en mér finnst Eyjaliðið hafa farið mjög vaxandi í úrslitakeppninni og þær léku gríðarlega vel á móti okkur, svo ég held ég segi frekar 3-1. Haukarnir vinna fyrsta leikinn og stela svo einum í Eyjum. Mér sýnist það vera um það bil styrksmunurinn á liðunum tveimur. Haukaliðið er mjög vel mannað og breiddin er svo góð að þær geta unnið leiki þó að jafnvel þrjár eða fjórar af þeim eigi ekkert sérstakan dag. Eyjaliðið þarf að eiga hvern toppleikinn á fætur öðrum til að eiga séns í þær og maður á frekar erfitt með að sjá það gerast," sagði Erlendur.Það er auðvitað engin ástæða til að afskrifa ÍBV, þær eru mjög seigar og ég held að þær fari eins langt og Anna Gorkorian fer með þær. Hún er nú að verða komin af léttasta skeiði, en er engu að síður frábær leikmaður. Þetta verður á brattann að sækja fyrir ÍBV og spurning hvort þessar yngri stúlkur hjá þeim hafa þetta rétta hugarfar til að fara í þessa leiki," sagði Erlendur. Fyrsti leikur liðanna er eins og áður sagði á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag og hefst klukkan 16.15.
Íslenski handboltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira