Haukar sigurstranglegir 22. apríl 2005 00:01 Fyrsti leikur Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna verður háður á Ásvöllum í dag. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunar, hallast að nokkuð öruggum sigri Haukastúlkna í einvíginu. Leið liðanna tveggja í úrslitaleikina var nokkuð ólík, því á meðan Haukastúlkur völtuðu yfir alla andstæðinga sína lentu Eyjastúlkur í hörkurimmu við lið Stjörnunnar og höfðu að lokum 2-1 sigur. Haukaliðið er vel mannað, er deildarmeistari og hefur heimavallarréttinn í úrslitarimmunni og því má reikna með að á brattann verði að sækja fyrir Eyjastúlkur í úrslitunum. Fréttablaðið ræddi við Erlend Ísfeld, þjálfara Stjörnunar, og fékk hann til að spá í úrslitarimmuna sem hefst í dag."Ég hugsa að ég verði nú að tippa á að Haukarnir vinni þetta. Ef þú hefðir spurt mig fyrir um mánuði síðan hefði ég sagt 3-0 fyrir Hauka, en mér finnst Eyjaliðið hafa farið mjög vaxandi í úrslitakeppninni og þær léku gríðarlega vel á móti okkur, svo ég held ég segi frekar 3-1. Haukarnir vinna fyrsta leikinn og stela svo einum í Eyjum. Mér sýnist það vera um það bil styrksmunurinn á liðunum tveimur. Haukaliðið er mjög vel mannað og breiddin er svo góð að þær geta unnið leiki þó að jafnvel þrjár eða fjórar af þeim eigi ekkert sérstakan dag. Eyjaliðið þarf að eiga hvern toppleikinn á fætur öðrum til að eiga séns í þær og maður á frekar erfitt með að sjá það gerast," sagði Erlendur.Það er auðvitað engin ástæða til að afskrifa ÍBV, þær eru mjög seigar og ég held að þær fari eins langt og Anna Gorkorian fer með þær. Hún er nú að verða komin af léttasta skeiði, en er engu að síður frábær leikmaður. Þetta verður á brattann að sækja fyrir ÍBV og spurning hvort þessar yngri stúlkur hjá þeim hafa þetta rétta hugarfar til að fara í þessa leiki," sagði Erlendur. Fyrsti leikur liðanna er eins og áður sagði á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag og hefst klukkan 16.15. Íslenski handboltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sjá meira
Fyrsti leikur Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna verður háður á Ásvöllum í dag. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunar, hallast að nokkuð öruggum sigri Haukastúlkna í einvíginu. Leið liðanna tveggja í úrslitaleikina var nokkuð ólík, því á meðan Haukastúlkur völtuðu yfir alla andstæðinga sína lentu Eyjastúlkur í hörkurimmu við lið Stjörnunnar og höfðu að lokum 2-1 sigur. Haukaliðið er vel mannað, er deildarmeistari og hefur heimavallarréttinn í úrslitarimmunni og því má reikna með að á brattann verði að sækja fyrir Eyjastúlkur í úrslitunum. Fréttablaðið ræddi við Erlend Ísfeld, þjálfara Stjörnunar, og fékk hann til að spá í úrslitarimmuna sem hefst í dag."Ég hugsa að ég verði nú að tippa á að Haukarnir vinni þetta. Ef þú hefðir spurt mig fyrir um mánuði síðan hefði ég sagt 3-0 fyrir Hauka, en mér finnst Eyjaliðið hafa farið mjög vaxandi í úrslitakeppninni og þær léku gríðarlega vel á móti okkur, svo ég held ég segi frekar 3-1. Haukarnir vinna fyrsta leikinn og stela svo einum í Eyjum. Mér sýnist það vera um það bil styrksmunurinn á liðunum tveimur. Haukaliðið er mjög vel mannað og breiddin er svo góð að þær geta unnið leiki þó að jafnvel þrjár eða fjórar af þeim eigi ekkert sérstakan dag. Eyjaliðið þarf að eiga hvern toppleikinn á fætur öðrum til að eiga séns í þær og maður á frekar erfitt með að sjá það gerast," sagði Erlendur.Það er auðvitað engin ástæða til að afskrifa ÍBV, þær eru mjög seigar og ég held að þær fari eins langt og Anna Gorkorian fer með þær. Hún er nú að verða komin af léttasta skeiði, en er engu að síður frábær leikmaður. Þetta verður á brattann að sækja fyrir ÍBV og spurning hvort þessar yngri stúlkur hjá þeim hafa þetta rétta hugarfar til að fara í þessa leiki," sagði Erlendur. Fyrsti leikur liðanna er eins og áður sagði á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag og hefst klukkan 16.15.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sjá meira