Horfði á sjónvarpið með grímuna 20. apríl 2005 00:01 Andri Stefan lék mjög vel fyrir Hauka í fyrsta leiknum gegn Val í undanúrslitum DHL-deildarinnar á þriðjudag. Hann skoraði sjö mörk og hélt sóknarleik Hauka á floti löngum stundum. Frammistaða Andra vekur ekki síst athygli fyrir þá staðreynd að hann er nefbrotinn og þarf að spila með andlitsgrímu sem gerir Andra ekki auðveldara fyrir. "Ég lenti í samstuði við félaga minn Vigni Svavarsson á æfingu og brotnaði. Það var alveg óvart en ég hljóp á olnbogann á honum. Ég fékk höggið beint á nefið þannig að það er ekki skakkt og ég þarf ekki í aðgerð," sagði Andri en hann hefur verið að æfa sig að sjá með grímunni síðan hann fékk hana. "Ég fékk hana á föstudaginn síðasta og spilaði leik með 2. flokki með hana. Ég sá ekkert til að byrja með og var bara kominn inn á línu svo ég þvældist ekki fyrir. Svo hef ég notað hana grimmt á æfingum og þetta venst fljótlega. Hreyfingarnar breytast mikið. Augun sjá venjulega um þetta en nú þarf að beita hálsinum meira til að sjá boltann. Það getur samt verið erfitt að sjá gólfsendingar og annað álíka. Ég var samt orðinn nokkuð vanur að vera með hana þegar Valsararnir komu í heimsókn." Andri hefur ekki bara verið að æfa með grímuna heldur hefur hún einnig verið notuð í daglega lífinu. "Ég gekk um með hana heima og prófaði líka að horfa á sjónvarpið með hana. Ókosturinn við þessa blessuðu grímu er samt hvað manni verður heitt undan henni og því svitnar maður svakalega mikið. Það er rigning undir grímunni þannig að það er erfitt að vera með hana lengi í einu," sagði Andri Stefan léttur á því og bætti við að hann hefði horft á Vanilla Sky og Silence of the Lambs með grímuna. Það væri stemning í því. Íslenski handboltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sjá meira
Andri Stefan lék mjög vel fyrir Hauka í fyrsta leiknum gegn Val í undanúrslitum DHL-deildarinnar á þriðjudag. Hann skoraði sjö mörk og hélt sóknarleik Hauka á floti löngum stundum. Frammistaða Andra vekur ekki síst athygli fyrir þá staðreynd að hann er nefbrotinn og þarf að spila með andlitsgrímu sem gerir Andra ekki auðveldara fyrir. "Ég lenti í samstuði við félaga minn Vigni Svavarsson á æfingu og brotnaði. Það var alveg óvart en ég hljóp á olnbogann á honum. Ég fékk höggið beint á nefið þannig að það er ekki skakkt og ég þarf ekki í aðgerð," sagði Andri en hann hefur verið að æfa sig að sjá með grímunni síðan hann fékk hana. "Ég fékk hana á föstudaginn síðasta og spilaði leik með 2. flokki með hana. Ég sá ekkert til að byrja með og var bara kominn inn á línu svo ég þvældist ekki fyrir. Svo hef ég notað hana grimmt á æfingum og þetta venst fljótlega. Hreyfingarnar breytast mikið. Augun sjá venjulega um þetta en nú þarf að beita hálsinum meira til að sjá boltann. Það getur samt verið erfitt að sjá gólfsendingar og annað álíka. Ég var samt orðinn nokkuð vanur að vera með hana þegar Valsararnir komu í heimsókn." Andri hefur ekki bara verið að æfa með grímuna heldur hefur hún einnig verið notuð í daglega lífinu. "Ég gekk um með hana heima og prófaði líka að horfa á sjónvarpið með hana. Ókosturinn við þessa blessuðu grímu er samt hvað manni verður heitt undan henni og því svitnar maður svakalega mikið. Það er rigning undir grímunni þannig að það er erfitt að vera með hana lengi í einu," sagði Andri Stefan léttur á því og bætti við að hann hefði horft á Vanilla Sky og Silence of the Lambs með grímuna. Það væri stemning í því.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sjá meira