Bjarni á leið til Frakklands 19. apríl 2005 00:01 "Þetta hefur gengið bara voða vel og er eiginlega alveg komið í gegn. Ég var búinn að fá samninginn í hendurnar en það voru nokkur smáatriði sem ég vildi breyta og sendi hann því aftur út," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR-inga, sem hefur landað samningi hjá franska liðinu Créteil og er nýjasti atvinnumaður Íslands í handbolta. Frakkarnir hrifust af Bjarna og þrátt fyrir að samningurinn hafi ekki verið undirritaður er hann svo gott sem í höfn. "Þeir eru búnir að tilkynna komu mína á heimasíðunni þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því að þessi smáatriði gangi ekki eftir. Þetta er eiginlega komið á hreint þannig að ég get slakað aðeins á og einbeitt mér að því að klára tímabilið með ÍR," segir Bjarni, sem hefur leikið með meistaraflokki ÍR síðustu sex ár. "Þetta verður tveggja ára samningur með tillit til þriðja árs. Það er gott að þetta séu bara tvö ár því maður fer varlega í sinn fyrsta samning," sagði Bjarni um samninginn sinn. Það er stórt takmark fyrir hornamanninn snjalla að vera á leiðinni út en hann verður 25 ára gamall í haust. "Það er frábært að vera á leiðinni út og það skiptir líka miklu máli að vera að fara til liðs þar sem mér líst mjög vel á allar aðstæður. Ég er líka mjög ánægður með að ég verð fyrsti hægri hornamaðurinn í liðinu og mun spila 60 mínútur í leik, sem mér finnst skipta miklu máli því það er ekkert gaman að dúsa á bekknum," sagði Bjarni en markmið félagsins er að vera meðal þeirra bestu í frönsku deildinni. "Þjálfarinn talaði um að liðið geti ekki keppt við Montpellier og viðlíka stórlið sem eru öll með 14 toppleikmenn. Þeir stefna á það að vera með níu toppleikmenn og treysta á þá til þess að spila deildina og geta unnið titil á næsta tímabili. Ég er mjög spenntur fyrir frönskum handbolta og er mjög hrifinn af því hvernig franska landsliðið spilar. Það spilar hörkuvörn og er skapandi í sókninni. Þjálfarinn talaði líka mikið um að leggja mikið upp úr því að búa til sterka liðsheild og að allir sem komi að liðinu taki þátt í að hjálpa Créteil að ná langt. Þeir eru enn á fullu að spila í deildinni þannig að það er nóg að gerast hjá þeim en ég gæti alveg séð mig klára þennan samning á næstu dögum," segir Bjarni, sem verður í eldlínunni í Eyjum í kvöld þegar ÍR-ingar sækja ÍBV heim í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum DHL-deildarinnar. Íslenski handboltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu Sjá meira
"Þetta hefur gengið bara voða vel og er eiginlega alveg komið í gegn. Ég var búinn að fá samninginn í hendurnar en það voru nokkur smáatriði sem ég vildi breyta og sendi hann því aftur út," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR-inga, sem hefur landað samningi hjá franska liðinu Créteil og er nýjasti atvinnumaður Íslands í handbolta. Frakkarnir hrifust af Bjarna og þrátt fyrir að samningurinn hafi ekki verið undirritaður er hann svo gott sem í höfn. "Þeir eru búnir að tilkynna komu mína á heimasíðunni þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því að þessi smáatriði gangi ekki eftir. Þetta er eiginlega komið á hreint þannig að ég get slakað aðeins á og einbeitt mér að því að klára tímabilið með ÍR," segir Bjarni, sem hefur leikið með meistaraflokki ÍR síðustu sex ár. "Þetta verður tveggja ára samningur með tillit til þriðja árs. Það er gott að þetta séu bara tvö ár því maður fer varlega í sinn fyrsta samning," sagði Bjarni um samninginn sinn. Það er stórt takmark fyrir hornamanninn snjalla að vera á leiðinni út en hann verður 25 ára gamall í haust. "Það er frábært að vera á leiðinni út og það skiptir líka miklu máli að vera að fara til liðs þar sem mér líst mjög vel á allar aðstæður. Ég er líka mjög ánægður með að ég verð fyrsti hægri hornamaðurinn í liðinu og mun spila 60 mínútur í leik, sem mér finnst skipta miklu máli því það er ekkert gaman að dúsa á bekknum," sagði Bjarni en markmið félagsins er að vera meðal þeirra bestu í frönsku deildinni. "Þjálfarinn talaði um að liðið geti ekki keppt við Montpellier og viðlíka stórlið sem eru öll með 14 toppleikmenn. Þeir stefna á það að vera með níu toppleikmenn og treysta á þá til þess að spila deildina og geta unnið titil á næsta tímabili. Ég er mjög spenntur fyrir frönskum handbolta og er mjög hrifinn af því hvernig franska landsliðið spilar. Það spilar hörkuvörn og er skapandi í sókninni. Þjálfarinn talaði líka mikið um að leggja mikið upp úr því að búa til sterka liðsheild og að allir sem komi að liðinu taki þátt í að hjálpa Créteil að ná langt. Þeir eru enn á fullu að spila í deildinni þannig að það er nóg að gerast hjá þeim en ég gæti alveg séð mig klára þennan samning á næstu dögum," segir Bjarni, sem verður í eldlínunni í Eyjum í kvöld þegar ÍR-ingar sækja ÍBV heim í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum DHL-deildarinnar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu Sjá meira