Podcast með Sölva Tryggva

Fréttamynd

Fór heim í löngu frímínútum að sniffa lím

Bogi Jónsson frumkvöðull og þúsundþjalasmiður sniffaði lím daglega í tvö ár sem unglingur og segist stálheppinn að hafa komist lífs af úr neyslunni. Bogi, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segir í þættinum sögu sína, meðal annars ótrúlegt tímabil á unglingsárunum þar sem hann sniffaði lím daglega.

Lífið
Fréttamynd

„Þóttist oft vera veik til að sleppa við skólann“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir það undarlega lífsreynslu að vita af því að einhver vilji drepa hana. Sólveig, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segir síðustu ár hafa tekið mikið á. Það hafi svo náð ákveðnu hámarki þegar upplýsingar láku um að ungir menn hefðu hug á að fremja hryðjuverk og lífláta Sólveigu Önnu.

Lífið
Fréttamynd

„Erfiðast að viður­kenna að ég þyrfti hjálp“

Páll Magnús­son fyrr­verandi út­varps­stjóri og þing­maður segist með tímanum hafa vanist því að vera þekktur á Ís­landi. Hann segist lengi hafa gert sér grein fyrir því að hann væri alkó­hól­isti áður en hann leitaði sér að­stoðar.

Lífið
Fréttamynd

Brunaði heim, eyddi öllum tölvuleikjunum og sneri við blaðinu

Kristinn Sigmarsson rekur í dag fyrirtæki sem sérhæfir sig í heildrænni heilsu. Fyrir tíu árum hafði hann ákveðið að eina leiðin væri að svipta sig lífi. Hann hafi verið heilsulaus tölvuleikjafíkill sem flúið hafi ábyrgð og verið í vonlausri stöðu, andlega og líkamlega. 

Lífið
Fréttamynd

Bað um að við­tal Sölva við sig yrði ekki birt

Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur óskað eftir því að viðtal sem Sölvi Tryggvason tók við hann fyrr á árinu verði ekki birt. Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt af stað að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum.

Innlent
Fréttamynd

Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð

Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI.

Innlent
Fréttamynd

Tilkynnti um þrot bankanna í oflætiskasti tveimur mánuðum fyrir hrun

„Heildarvelta í geðlyfjasölu í heiminum er um það bil 850 milljarðar dala, sem er 108 föld fjárlög íslenska ríkisins á einu áru. Þú getur rekið íslenska ríkið í 108 ár fyrir veltu geðlyfja í heiminum á einu ári,“ segir Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu og formaður Geðhjálpar.

Lífið