Hafi ráðist að Vigdísi á dönsku kránni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. september 2024 09:53 Vigdís Hauksdóttir segist enn upplifa mikið hatur vegna starfa sinna í Ráðhúsi Reykjavíkur. Vísir/Egill Vigdís Hauksdóttir fyrrverandi Alþingismaður og borgarfulltrúi segist hafa mætt hatri og einelti nánast alveg frá því að hún byrjaði í stjórnmálum. Hún segir minna en mánuður síðan veist hafi verið að henni á dönsku kránni vegna starfa sinna í ráðhúsinu. Vigdís er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar og segist aldrei hafa tekið það mikið inn á sig, ekki síst af því að hún hafi haft verkfæri til að kúpla sig út úr umræðunni. „Ég fann alveg fyrir því þegar ég var í stjórnmálunum að mínar skoðanir og mín persóna mættu gríðarlegri andspyrnu. Það byrjaði bara um leið og ég kom inn sem þingmaður árið 2009 og það einkenndi minn stjórnmálaferil ákveðið einelti, en ég hef alltaf verið þannig að ég eflist við mótlæti og ranglæti, þannig að ég tók þetta ekki of mikið inn á mig,“ segir Vigdís. „Ég er menntuð í garðyrkjufræðum og mikið náttúrubarn og það virkaði vel hjá mér að kúpla mig út í náttúrunni þegar mikið gekk á í stjórnmálunum. Ég þarf að komast reglulega út í sveit í moldina og trén og þessi hlið á mér bjargaði mér í raun í stjórnmálunum þegar streitan var að byrja að byggjast upp. Ég náði að heila mig með reglulegum hætti með því að verja tíma úti í náttúrunni.“ Ráðist að henni á dönsku kránni Hún segist hafa fengið mikið að finna fyrir því að farið væri í manninn en ekki málefnin. Í raun hafi þetta verið einelti á köflum. „Það er ekki lengra en mánuður síðan að ég fór út með vinkonum mínum þegar ráðist var að mér á dönsku kránni með látum og svívirðingum. Þetta voru aðilar nátengdir ráðhúsinu og annar þeirra er embættismaður í ráðhúsinu. Ég sat bara róleg á meðan þetta áreiti átti sér stað, en vinkonur mínar tóku þetta upp og kannski mun ég einhvern tíma birta þetta. En það er allavega alveg augljóst að það er enn mikið hatur í minn garð inni í ráðhúsinu.“ Skrítin stemning eftir hrun Vigdís talar í þættinum um tímabilið eftir hrunið þegar hún var formaður fjárlaganefndar og fékk það hlutverk að vinna að því að ná hallalausum ríkissjóði. „Við Guðlaugur Þór vorum saman í því að stýra fjárlaganefnd og vinna í því að ná hallalausum ríkissjóði eftir hrun, sem var ekki auðvelt verkefni. Við vorum með 130 brjálaða forstjóra ríkisstofnana á bakinu og vorum sett á grillið. En það tókst 2013 að ná hallalausum fjárlögum og ég verð alltaf stolt af því. Ég hef sjaldan haft jafngóðan samstarfsmann og Guðlaug og við unnum þetta frábærlega saman. En þetta var töff tími og ég gleymi því til dæmis ekki þegar forstjóri Landsspítalans kom fram í fjölmiðlum og kenndi okkur um að fólk væri að deyja á spítalanum af því að hann fengi ekki meiri pening. Svona var andrúmsloftið á þessum tíma og fólk er fljótt að gleyma því hvers konar stemmning var í samfélaginu. Mér finnst stundum að það sem vanti í stjórnmálin núna sé staðfesta og stáltaugar. Að þora að taka erfiðar ákvarðanir og standa með þeim.“ Vigdís segist alltaf hafa tekið það alvarlega að sýsla með fé almennings þegar hún var í stjórnmálunum, en segir stundum ekki hafa verið vel tekið í það hjá öðrum stjórnmálamönnum þegar hún var að atast í vinnubrögðum sem henni fannst ekki í lagi. „Ég er ekki þannig gerð sem manneskja að ég standi í því að víla og díla eins og sumir. Eftir hrunið var Alþingi mjög skrýtinn staður að vera á. Bæði út af stemmningunni í samfélaginu, en líka inni í þinginu sjálfu. Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin fór í sem olli því að mikið af fólki missti heimili sín var eitthvað sem sum okkar gátum ekki sætt okkur við. Svo fór af stað ESB umsóknin og að breyta stjórnarskránni, þannig að þetta var bara vinna 24 tíma á dag til að það færu ekki alls konar hlutir í gegn án umræðu. Ég bjó nánast í þinghúsinu. Eftir á að hyggja var þetta frekar svart tímabil í sögu þjóðarinnar. Það voru gríðarlegir hagsmunir í húfi og framtíð þjóðarinnar óljós,“ segir Vigdís og heldur áfram. Of margir þægir stjórnmálamenn á Íslandi „Duldu völdin í íslensku valdakerfi eru ekki öllum ljós. Fjárfestar skiptast í mjög grófum dráttum í tvo hópa. Það eru fjárfestar sem eru tilbúnir að taka þátt í nýsköpun og uppbyggingu og taka áhættur í því augnamiði. Svo eru það fjárfestar sem eru eins og hrægammar sem vakta og vaka yfir opinberum eignum hjá sveitarfélögum og ríkinu. Þetta eru til dæmis bankar, lóðir hjá sveitarfélögum, eignarhlutir ríkisins í hinum og þessum félögum. Duldu völdin eru að koma þessum eigum á rétta staði til réttra aðila. Fólk ætti að spyrja sig af hverju það eru svona margir þægir stjórnmálamenn á Íslandi,” segir Vigdís, sem sjálf segist aldrei hafa lent í því að einhver hafi boðið henni mútur. „Ég var nokkrum sinnum spurð að því þegar ég var formaður fjárlaganefndar hvort það hafi verið bornar á mig mútur, en það var ekki. Það reyndi það enginn þegar kom að mér, kannski af því að ég var þekkt fyrir að þora að tjá mig. Sigmundur Davíð hefur greint frá því að honum voru boðnar mútur í fjallaskála einhvers staðar úti í heimi, þannig að fólk ætti ekki að halda að við séum ónæm fyrir því að einhverjir séu að reyna slíkt þegar kemur að íslenskum stjórnmálum.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Vigdísi og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Ég fann alveg fyrir því þegar ég var í stjórnmálunum að mínar skoðanir og mín persóna mættu gríðarlegri andspyrnu. Það byrjaði bara um leið og ég kom inn sem þingmaður árið 2009 og það einkenndi minn stjórnmálaferil ákveðið einelti, en ég hef alltaf verið þannig að ég eflist við mótlæti og ranglæti, þannig að ég tók þetta ekki of mikið inn á mig,“ segir Vigdís. „Ég er menntuð í garðyrkjufræðum og mikið náttúrubarn og það virkaði vel hjá mér að kúpla mig út í náttúrunni þegar mikið gekk á í stjórnmálunum. Ég þarf að komast reglulega út í sveit í moldina og trén og þessi hlið á mér bjargaði mér í raun í stjórnmálunum þegar streitan var að byrja að byggjast upp. Ég náði að heila mig með reglulegum hætti með því að verja tíma úti í náttúrunni.“ Ráðist að henni á dönsku kránni Hún segist hafa fengið mikið að finna fyrir því að farið væri í manninn en ekki málefnin. Í raun hafi þetta verið einelti á köflum. „Það er ekki lengra en mánuður síðan að ég fór út með vinkonum mínum þegar ráðist var að mér á dönsku kránni með látum og svívirðingum. Þetta voru aðilar nátengdir ráðhúsinu og annar þeirra er embættismaður í ráðhúsinu. Ég sat bara róleg á meðan þetta áreiti átti sér stað, en vinkonur mínar tóku þetta upp og kannski mun ég einhvern tíma birta þetta. En það er allavega alveg augljóst að það er enn mikið hatur í minn garð inni í ráðhúsinu.“ Skrítin stemning eftir hrun Vigdís talar í þættinum um tímabilið eftir hrunið þegar hún var formaður fjárlaganefndar og fékk það hlutverk að vinna að því að ná hallalausum ríkissjóði. „Við Guðlaugur Þór vorum saman í því að stýra fjárlaganefnd og vinna í því að ná hallalausum ríkissjóði eftir hrun, sem var ekki auðvelt verkefni. Við vorum með 130 brjálaða forstjóra ríkisstofnana á bakinu og vorum sett á grillið. En það tókst 2013 að ná hallalausum fjárlögum og ég verð alltaf stolt af því. Ég hef sjaldan haft jafngóðan samstarfsmann og Guðlaug og við unnum þetta frábærlega saman. En þetta var töff tími og ég gleymi því til dæmis ekki þegar forstjóri Landsspítalans kom fram í fjölmiðlum og kenndi okkur um að fólk væri að deyja á spítalanum af því að hann fengi ekki meiri pening. Svona var andrúmsloftið á þessum tíma og fólk er fljótt að gleyma því hvers konar stemmning var í samfélaginu. Mér finnst stundum að það sem vanti í stjórnmálin núna sé staðfesta og stáltaugar. Að þora að taka erfiðar ákvarðanir og standa með þeim.“ Vigdís segist alltaf hafa tekið það alvarlega að sýsla með fé almennings þegar hún var í stjórnmálunum, en segir stundum ekki hafa verið vel tekið í það hjá öðrum stjórnmálamönnum þegar hún var að atast í vinnubrögðum sem henni fannst ekki í lagi. „Ég er ekki þannig gerð sem manneskja að ég standi í því að víla og díla eins og sumir. Eftir hrunið var Alþingi mjög skrýtinn staður að vera á. Bæði út af stemmningunni í samfélaginu, en líka inni í þinginu sjálfu. Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin fór í sem olli því að mikið af fólki missti heimili sín var eitthvað sem sum okkar gátum ekki sætt okkur við. Svo fór af stað ESB umsóknin og að breyta stjórnarskránni, þannig að þetta var bara vinna 24 tíma á dag til að það færu ekki alls konar hlutir í gegn án umræðu. Ég bjó nánast í þinghúsinu. Eftir á að hyggja var þetta frekar svart tímabil í sögu þjóðarinnar. Það voru gríðarlegir hagsmunir í húfi og framtíð þjóðarinnar óljós,“ segir Vigdís og heldur áfram. Of margir þægir stjórnmálamenn á Íslandi „Duldu völdin í íslensku valdakerfi eru ekki öllum ljós. Fjárfestar skiptast í mjög grófum dráttum í tvo hópa. Það eru fjárfestar sem eru tilbúnir að taka þátt í nýsköpun og uppbyggingu og taka áhættur í því augnamiði. Svo eru það fjárfestar sem eru eins og hrægammar sem vakta og vaka yfir opinberum eignum hjá sveitarfélögum og ríkinu. Þetta eru til dæmis bankar, lóðir hjá sveitarfélögum, eignarhlutir ríkisins í hinum og þessum félögum. Duldu völdin eru að koma þessum eigum á rétta staði til réttra aðila. Fólk ætti að spyrja sig af hverju það eru svona margir þægir stjórnmálamenn á Íslandi,” segir Vigdís, sem sjálf segist aldrei hafa lent í því að einhver hafi boðið henni mútur. „Ég var nokkrum sinnum spurð að því þegar ég var formaður fjárlaganefndar hvort það hafi verið bornar á mig mútur, en það var ekki. Það reyndi það enginn þegar kom að mér, kannski af því að ég var þekkt fyrir að þora að tjá mig. Sigmundur Davíð hefur greint frá því að honum voru boðnar mútur í fjallaskála einhvers staðar úti í heimi, þannig að fólk ætti ekki að halda að við séum ónæm fyrir því að einhverjir séu að reyna slíkt þegar kemur að íslenskum stjórnmálum.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Vigdísi og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira