Að drekka áfengi eins og að panta sér vanlíðan á Amazon Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 09:40 Ásta Björk segist hætt að neyta áfengis, henni var farið að líða eins og hún væri að panta sér vanlíðan á Amazon. collab Ásta Björk Bolladóttir einkaþjálfari og ævintýrakona segir að sér hafi alltaf liðið eins og dýri í búri þegar hún var í grunnskóla. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar; Ásta segir að allt frá barnsaldri hafi hún þurft að fá mjög mikla útrás bara til þess eins að ná að slaka á og geta sofið. Hún hefur fundið betra jafnvægi með árunum, en þarf samt tíma í náttúrunni og hreyfingu til að tengjast: „Ég er ekki mikið fyrir að festa á mig þessa stimpla eins og athyglisbrest, en ég tikka líklega í flest boxin og hef verið þannig alveg frá því að ég var barn. Ég var búin að skapa mér mjög mikla ímynd í kringum það að ég þyrfti alltaf að vera að fá gríðarlega mikla útrás til að vera venjuleg.“ Keyrði sig út til að geta sofið Ásta segir það í sjálfu sér fínt, en þetta geti líka orðið afskaplega óheilbrigt. „Mér leið eins og ég þyrfti að fá svo rosalega útrás bara til þess að eiga roð í að ná að sofa. Ég byrjaði að upplifa þetta bara sem barn. Ég var mjög ung komin með svefnvandamál og vanda við að geta slakað á og náð ró í kerfið. Það var svo mikil orka í kerfinu að ef að líkaminn var ekki dauðþreyttur, þá fór hausinn bara á fullt. Í grunnskóla leið mér alltaf eins og ég væri lokuð í búri og náði ekki utan um það af hverju engum öðrum liði svona. Um leið og ég kom inn í íþróttasal fannst mér ég loks einhvers virði og að ég gæti eitthvað.“ Ásta Björk telur líkast til talsvert algengara að strákar finni þessi einkenni frekar en stelpur. Sem gerir þetta ekki auðveldara. „Ég sé það núna að eitthvað af þessu hefur líklega verið flótti og viðbragð við áföllum, en ég fattaði það ekki fyrr en á eldri árum. Ég braut mig líka niður ef ég var ekki alltaf á fullu.“ Vill vera með hulinshjálm í Kringlunni Ásta fær mikla næringu af því að vera úti í náttúrunni og finnst hún tengjast sjálfri sér ef hún fer reglulega í náttúruna til að stunda alls kyns áhugamál. „Ég hef alltaf upplifað mig þannig að ég sé frekar viðkvæm fyrir áreitum á skynfærin. Þegar ég þarf að fara í Kringluna set ég á mig heyrnartól og vil helst bara vera í hulinsskikkju. Ekki af því að ég sé að pæla í áliti annarra, heldur eru hljóðin og ljósin bara verulega óþægileg. Ég áttaði mig á því fyrir talsvert löngu að náttúran væri þar sem mér liði best. Þar finn ég tengingu og næ að hlaða mig í alvöru. Sérstaklega ef ég er líka að sinna áhugamálum. Til dæmis að fara á brimbretti og vera í sjónum, ganga á fjöll eða vera á fjallahjóli.” Var næturhrafn en nú er það búið Ásta, sem starfar sem einkaþjálfari og hún lifir öguðu lífi. Hún vaknar snemma, hugsar mikið um matarræði og heldur góðri rútínu og skipulagi. „Á einhverjum tímapunkti áttar maður sig á því að maður verður að taka fulla ábyrgð á sjálfum sér. Þó að það sé allt í góðu að fólk taki lyf tímabundið, þá hef ég komist að því að ég þarf að lifa talsvert öguðu lífi til að vera í góðu jafnvægi. Ég vakna yfirleitt alltaf klukkan 5 á morgnana og er með mikla rútínu í lífinu.“ Ásta Björk segist hafa brotið sig miskunnarlaust niður ef hún hélt ekki aga. Henni leið eins og hún væri lokuð inni í búri í grunnskóla. Hún segist hafa prófað að hverfa til baka, það er frá hinum agaða lífsstíl. „En það lætur mér bara líða illa. Í eðli mínu er ég næturhrafn og var lengi eins og Drakúla á vappinu, en í dag kýs ég að byrja dagana mína snemma og hætta þá frekar fyrr í vinnunni. Að sama skapi hugsa ég mikið um það hvað ég læt ofan í mig og líka hvenær ég borða.“ Þá hætti Ásta Björk að neyta áfengis eftir að hún fór að skilja betur hvað var að gerast í líkamanum við neyslu. „Ég skil að það geti verið gaman í tvo tíma þegar maður fer út og fær sér í glas, en ég var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon og þá var bara best að hætta. Það að vakna á sunnudagsmorgni og fara hress út í einhver ævintýri í náttúrunni er minn stíll í dag. Flestir í kringum mig vita hvernig ég fúnkera og eru hættir að kippa sér upp við það hvernig ég er.” Podcast með Sölva Tryggva ADHD Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar; Ásta segir að allt frá barnsaldri hafi hún þurft að fá mjög mikla útrás bara til þess eins að ná að slaka á og geta sofið. Hún hefur fundið betra jafnvægi með árunum, en þarf samt tíma í náttúrunni og hreyfingu til að tengjast: „Ég er ekki mikið fyrir að festa á mig þessa stimpla eins og athyglisbrest, en ég tikka líklega í flest boxin og hef verið þannig alveg frá því að ég var barn. Ég var búin að skapa mér mjög mikla ímynd í kringum það að ég þyrfti alltaf að vera að fá gríðarlega mikla útrás til að vera venjuleg.“ Keyrði sig út til að geta sofið Ásta segir það í sjálfu sér fínt, en þetta geti líka orðið afskaplega óheilbrigt. „Mér leið eins og ég þyrfti að fá svo rosalega útrás bara til þess að eiga roð í að ná að sofa. Ég byrjaði að upplifa þetta bara sem barn. Ég var mjög ung komin með svefnvandamál og vanda við að geta slakað á og náð ró í kerfið. Það var svo mikil orka í kerfinu að ef að líkaminn var ekki dauðþreyttur, þá fór hausinn bara á fullt. Í grunnskóla leið mér alltaf eins og ég væri lokuð í búri og náði ekki utan um það af hverju engum öðrum liði svona. Um leið og ég kom inn í íþróttasal fannst mér ég loks einhvers virði og að ég gæti eitthvað.“ Ásta Björk telur líkast til talsvert algengara að strákar finni þessi einkenni frekar en stelpur. Sem gerir þetta ekki auðveldara. „Ég sé það núna að eitthvað af þessu hefur líklega verið flótti og viðbragð við áföllum, en ég fattaði það ekki fyrr en á eldri árum. Ég braut mig líka niður ef ég var ekki alltaf á fullu.“ Vill vera með hulinshjálm í Kringlunni Ásta fær mikla næringu af því að vera úti í náttúrunni og finnst hún tengjast sjálfri sér ef hún fer reglulega í náttúruna til að stunda alls kyns áhugamál. „Ég hef alltaf upplifað mig þannig að ég sé frekar viðkvæm fyrir áreitum á skynfærin. Þegar ég þarf að fara í Kringluna set ég á mig heyrnartól og vil helst bara vera í hulinsskikkju. Ekki af því að ég sé að pæla í áliti annarra, heldur eru hljóðin og ljósin bara verulega óþægileg. Ég áttaði mig á því fyrir talsvert löngu að náttúran væri þar sem mér liði best. Þar finn ég tengingu og næ að hlaða mig í alvöru. Sérstaklega ef ég er líka að sinna áhugamálum. Til dæmis að fara á brimbretti og vera í sjónum, ganga á fjöll eða vera á fjallahjóli.” Var næturhrafn en nú er það búið Ásta, sem starfar sem einkaþjálfari og hún lifir öguðu lífi. Hún vaknar snemma, hugsar mikið um matarræði og heldur góðri rútínu og skipulagi. „Á einhverjum tímapunkti áttar maður sig á því að maður verður að taka fulla ábyrgð á sjálfum sér. Þó að það sé allt í góðu að fólk taki lyf tímabundið, þá hef ég komist að því að ég þarf að lifa talsvert öguðu lífi til að vera í góðu jafnvægi. Ég vakna yfirleitt alltaf klukkan 5 á morgnana og er með mikla rútínu í lífinu.“ Ásta Björk segist hafa brotið sig miskunnarlaust niður ef hún hélt ekki aga. Henni leið eins og hún væri lokuð inni í búri í grunnskóla. Hún segist hafa prófað að hverfa til baka, það er frá hinum agaða lífsstíl. „En það lætur mér bara líða illa. Í eðli mínu er ég næturhrafn og var lengi eins og Drakúla á vappinu, en í dag kýs ég að byrja dagana mína snemma og hætta þá frekar fyrr í vinnunni. Að sama skapi hugsa ég mikið um það hvað ég læt ofan í mig og líka hvenær ég borða.“ Þá hætti Ásta Björk að neyta áfengis eftir að hún fór að skilja betur hvað var að gerast í líkamanum við neyslu. „Ég skil að það geti verið gaman í tvo tíma þegar maður fer út og fær sér í glas, en ég var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon og þá var bara best að hætta. Það að vakna á sunnudagsmorgni og fara hress út í einhver ævintýri í náttúrunni er minn stíll í dag. Flestir í kringum mig vita hvernig ég fúnkera og eru hættir að kippa sér upp við það hvernig ég er.”
Podcast með Sölva Tryggva ADHD Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira