Tapaði miklum peningum í vínbransanum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. nóvember 2024 10:40 Dóri DNA fór að pæla í vínum, opnaði vínbar en er nú farinn að einbeita sér að gríninu aftur. Grín gefur betur í vasann en vín. Vísir/Vilhelm Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA, segist hafa tapað miklum peningum með því að taka sér hlé frá uppistandi og hefja rekstur vínbars við Hverfsigötu. Lærdómurinn hafi verið mikilvægur. Þetta kemur fram í viðtali við Dóra í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Hann rifjar upp þegar hann hætti í uppistandi og opnaði vínbarinn Mikka ref á Hverfisgötu til móts við Þjóðleikhúsið. „Ég tapaði miklum peningum og komst að því í hverju ég er góður og hverju ekki. Ég fann að ég var að farast þegar ég tók mér þessa pásu frá uppistandinu og það vantaði bara eitthvað. Ég hætti líka á Twitter á sama tíma og það var Covid og það bara sauð á mér. Eftir þetta tímabil fór ég af stað með mína fyrstu sóló-sýningu og ég held að ég geti sagt núna að ég vilji aldrei hætta uppistandi. Þetta eru algjör forréttindi og mér líður bara eins og ég verði að gera þetta á meðan ég get það,“ segir Dóri. Sleppti því að senda reikning Hann hefur meðal annars komið fram á Púðursykri í Sykursalnum undanfarnar vikur og mánuði. Hann rifjar upp bæði góða tíma og þá erfiðu í uppistandi. „Ég hef alveg skitið vel á mig í uppistandi og það er í raun nauðsynlegt. Að éta skít og þurfa að læra af því. Þetta gerist þegar þú ert ekki í sömu orku og fólkið á staðnum og maður lærir af því. En eitt af því sem gerir mig að öruggum uppistandara er að ég hef skitið á mig. Það er nauðsynlegur hluti af ferlinu. Ég hef líka verið í aðstöðu þar sem ég var að skemmta og áttaði mig bara á því að aðstæðurnar væru ekki boðlegar. Þá fór ég bara út og keyrði í burt og sleppti því að senda reikning fyrir „gigginu“.“ Hann segir frá því hvernig brugðið geti til beggja vona í gríninu. Það geti sannarlega misheppnast. „Ég hef hef tekið verulega tæpt efni og salurinn veltist um af hlátri. En svo tók ég sama efni viku eftir og það hló enginn og það var talað um það á bloggi. Ég tók þetta efni ekki aftur. Það er þunn lína að þora að gera það sem maður vill, en kunna líka að lesa salinn og samfélagið hverju sinni. Ef fólki finnst eitthvað alls ekki fyndið, þá er það líklega ekki málið. Í samhengi gríns má allt, en þú verður að díla við það sjálfur ef það misheppnast. Þú átt ekki rétt á að segja allt sem þér dettur í hug, bara ef ske kynni að eitthvað af því væri fyndið.“ Notar lyf sem dregur úr matarlyst Dóri er meðal fjölmargra sem hafa glímt við ofþyngd og notar nú líftæknilyf til að draga úr matarlyst. „Ég hef verið í sérstöku ferðalagi inn á við á þessu ári. Ég byrjaði á dönsku líftæknilyfi sem ég sprauta mig í bumbuna með. Ég ætlaði ekkert að byrja á því. Ég fór til læknis út af öðru, en endaði á þessu lyfi. Fyrir mig hefur þetta verið stórmerkilegt. Ég er undarlega samansettur, það hafa oft fylgt mér áhyggjur og depurð og ég borða bæði þegar ég er leiður og glaður og ég hef átt í óeðlilegu sambandi við mat og drykk, þó að ég sé ekki alkóhólisti. Þetta hefur verið plásturinn á sárin í lífi mínu, en þetta lyf hefur tekið það í burtu að ég noti mat til að laga mig. En svo er hausinn eftir og ég er enn að eiga við hann og þess vegna er ég á þessu ferðalagi inn á við. Ég held að ég sé ekki að eiga við nein stóráföll, en það er stundum sagt að ég hafi fæðst með áhyggjusvip.“ Dóri hefur vakið athygli í þáttunum Ein stjarna á Stöð 2 þar sem þeir Steindi Jr. ferðast til borga í Evrópu og heimsækja staði sem fá skelfilega gagnrýni hjá viðskiptavinum. Dóri er yfirleitt með nóg fyrir stafni. „Ég er á stað núna þar sem ég er búinn að gera of mikið og það eru margir að bíða eftir einhverju frá mér. Ég hef töluvert minni tíma en ég hafði og ég hef undanfarið verið að kynnast einhverfu í gegnum yngsta son minn. Hann var greindur einhverfur í sumar og það er bæði tímafrekt og orkufrekt ferli að skilja það og vinna með það. Þú ert eiginlega að ná mér á miðjum krossgötum og akkúrat núna finn ég að eitthvað verður að víkja. Ég er aðeins byrjaður að brenna kertið á báðum endum og finn það. Fólk heldur kannski að ég lifi einhverju dópsalalífi, sé bara að fara í ræktina og vera á ferðinni og hitta einhverja gaura og gera uppistand. En staðan er bara sú að ég vakna alltaf með börnunum mínum alla morgna og er mættur á skrifstofuna klukkan 9. Ég er bara ónýtur ef ég geri það ekki.” Podcast með Sölva Tryggva Áfengi og tóbak Uppistand Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við Dóra í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Hann rifjar upp þegar hann hætti í uppistandi og opnaði vínbarinn Mikka ref á Hverfisgötu til móts við Þjóðleikhúsið. „Ég tapaði miklum peningum og komst að því í hverju ég er góður og hverju ekki. Ég fann að ég var að farast þegar ég tók mér þessa pásu frá uppistandinu og það vantaði bara eitthvað. Ég hætti líka á Twitter á sama tíma og það var Covid og það bara sauð á mér. Eftir þetta tímabil fór ég af stað með mína fyrstu sóló-sýningu og ég held að ég geti sagt núna að ég vilji aldrei hætta uppistandi. Þetta eru algjör forréttindi og mér líður bara eins og ég verði að gera þetta á meðan ég get það,“ segir Dóri. Sleppti því að senda reikning Hann hefur meðal annars komið fram á Púðursykri í Sykursalnum undanfarnar vikur og mánuði. Hann rifjar upp bæði góða tíma og þá erfiðu í uppistandi. „Ég hef alveg skitið vel á mig í uppistandi og það er í raun nauðsynlegt. Að éta skít og þurfa að læra af því. Þetta gerist þegar þú ert ekki í sömu orku og fólkið á staðnum og maður lærir af því. En eitt af því sem gerir mig að öruggum uppistandara er að ég hef skitið á mig. Það er nauðsynlegur hluti af ferlinu. Ég hef líka verið í aðstöðu þar sem ég var að skemmta og áttaði mig bara á því að aðstæðurnar væru ekki boðlegar. Þá fór ég bara út og keyrði í burt og sleppti því að senda reikning fyrir „gigginu“.“ Hann segir frá því hvernig brugðið geti til beggja vona í gríninu. Það geti sannarlega misheppnast. „Ég hef hef tekið verulega tæpt efni og salurinn veltist um af hlátri. En svo tók ég sama efni viku eftir og það hló enginn og það var talað um það á bloggi. Ég tók þetta efni ekki aftur. Það er þunn lína að þora að gera það sem maður vill, en kunna líka að lesa salinn og samfélagið hverju sinni. Ef fólki finnst eitthvað alls ekki fyndið, þá er það líklega ekki málið. Í samhengi gríns má allt, en þú verður að díla við það sjálfur ef það misheppnast. Þú átt ekki rétt á að segja allt sem þér dettur í hug, bara ef ske kynni að eitthvað af því væri fyndið.“ Notar lyf sem dregur úr matarlyst Dóri er meðal fjölmargra sem hafa glímt við ofþyngd og notar nú líftæknilyf til að draga úr matarlyst. „Ég hef verið í sérstöku ferðalagi inn á við á þessu ári. Ég byrjaði á dönsku líftæknilyfi sem ég sprauta mig í bumbuna með. Ég ætlaði ekkert að byrja á því. Ég fór til læknis út af öðru, en endaði á þessu lyfi. Fyrir mig hefur þetta verið stórmerkilegt. Ég er undarlega samansettur, það hafa oft fylgt mér áhyggjur og depurð og ég borða bæði þegar ég er leiður og glaður og ég hef átt í óeðlilegu sambandi við mat og drykk, þó að ég sé ekki alkóhólisti. Þetta hefur verið plásturinn á sárin í lífi mínu, en þetta lyf hefur tekið það í burtu að ég noti mat til að laga mig. En svo er hausinn eftir og ég er enn að eiga við hann og þess vegna er ég á þessu ferðalagi inn á við. Ég held að ég sé ekki að eiga við nein stóráföll, en það er stundum sagt að ég hafi fæðst með áhyggjusvip.“ Dóri hefur vakið athygli í þáttunum Ein stjarna á Stöð 2 þar sem þeir Steindi Jr. ferðast til borga í Evrópu og heimsækja staði sem fá skelfilega gagnrýni hjá viðskiptavinum. Dóri er yfirleitt með nóg fyrir stafni. „Ég er á stað núna þar sem ég er búinn að gera of mikið og það eru margir að bíða eftir einhverju frá mér. Ég hef töluvert minni tíma en ég hafði og ég hef undanfarið verið að kynnast einhverfu í gegnum yngsta son minn. Hann var greindur einhverfur í sumar og það er bæði tímafrekt og orkufrekt ferli að skilja það og vinna með það. Þú ert eiginlega að ná mér á miðjum krossgötum og akkúrat núna finn ég að eitthvað verður að víkja. Ég er aðeins byrjaður að brenna kertið á báðum endum og finn það. Fólk heldur kannski að ég lifi einhverju dópsalalífi, sé bara að fara í ræktina og vera á ferðinni og hitta einhverja gaura og gera uppistand. En staðan er bara sú að ég vakna alltaf með börnunum mínum alla morgna og er mættur á skrifstofuna klukkan 9. Ég er bara ónýtur ef ég geri það ekki.”
Podcast með Sölva Tryggva Áfengi og tóbak Uppistand Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira