Fótbolti

Fréttamynd

Minnstu munaði að Rico hefði látið lífið

Sergio Rico, markvörður París Saint-Germain, var hársbreidd frá því að láta lífið eftir að falla af hestbaki í maí síðastliðnum. Enn er óvíst hvort hann geti snúið aftur á völlinn en hann fær þó bráðlega að halda heim á leið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mjög vond byrjun á leiknum hjá okkur“

„Þetta var mjög vond byrjun á leiknum hjá okkur, það er svona fyrsta sem fer í gegnum hugann á mér núna eftir leik,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-0 tap gegn Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það verður gaman í kvöld, það er öruggt mál“

„Vorum frábærir í dag. Töluðum um það í vikunni að við vildum gefa Eyjunni og fólkinu á Eyjunni sem er búið að berjast fyrir tilveru þessa fallegu Eyju, sigur. Endurspegluðum vonandi þennan tíðaranda,“ sagði sigurreifur Hermann Hreiðarsson eftir 1-0 sigur ÍBV á Fram í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Verðum að fara nýta færin betur“

Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við 2-0 tap á móti toppliði Breiðabliks í tólftu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Leikurinn var markalaus í hálfleik og var Jonathan sáttur með frammistöðuna framan af.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mark Hlínar dugði ekki til sigurs

Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrra mark Kristianstad þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Uppsala á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá lék Valgeir Lunddal Friðriksson allan leikinn með Häcken þegar liðið vann AIK á útivelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Man United íhugar að lána Greenwood til Ítalíu

Það virðist sem enska knattspyrnufélagið Manchester United hafi komist að samkomulagi við Atalanta um að lána Mason Greenwood þangað út komandi tímabil. Sá hefur ekki spilað fyrir Man United síðan þann 22. janúar á síðasta ári vegna gruns um líkamlegt sem og kynferðisofbeldi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hareide á­nægður með vista­skipti Sverris Inga

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er hæstánægður með vistaskipti Sverris Inga Ingasonar. Danska félagið Midtjylland festi kaup á miðverðinum nýverið og kynnti hann til leiks með áhugaverðu myndbandi fyrr í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Spán­verjar gengu frá Grikkjum strax í upp­hafi

Spánn átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Grikkland að velli í Evrópumóti U-19 ára landsliða karla í knattspyrnu, lokatölur 5-0. Bæði þessi lið leika með Íslandi í riðli en íslensku strákarnir mæta Noregi klukkan 19.00 í kvöld. Verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Neuer varði kvöldinu á Hvolsvelli

Þýska knattspyrnugoðsögnin Manuel Neuer borðaði kvöldmat á veitingastaðnum Hygge í Fljótshlíðinni í gær. Hann fékk sér lax, salat, spænskar kartöflur og kaloríusnauðan Gull Light og var í heila þrjá tíma á staðnum.

Lífið
Fréttamynd

Úkraínumenn slógu út Frakka

Úkraína er komið í undanúrslit Evrópumóts U21-árs landsliða í knattspyrnu eftir sigur á sterku liði Frakka í kvöld. Úkraína mætir Spáni í undanúrslitum.

Fótbolti