Fótbolti

Fréttamynd

Laugar­dals­völlur eini mögu­leiki Blika hér á landi

Breiðablik komst í gær í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta skipti sem karlalið frá Íslandi kemst svo langt í Evrópukeppni. Þó mikil gleði fylgi slíkum árangri þá fylgja því líka ýmis vandamál, til að mynda hvar skal spila leikina?

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrir­liði Breiða­bliks eftir af­rek kvöldsins: „Hug­rekki, trú og barna­háttur hefur skilað okkur hingað“

„Ótrúlega stoltur, þetta er búið að vera vegferð sem við hófum fyrir þremur árum, eiginlega fjórum. Hugrakkir og barnalegir í Þrándheimi, skíttöpuðum þar. Það í raun lagði fyrsta steininn að þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiða­bliks: „Þessi árangur er óður til hug­rekkisins“

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni.

Fótbolti
Fréttamynd

Pavard mættur til Inter

Benjamin Pavard er genginn í raðir Inter Milan frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Talið er að kaupverið sé um 30 milljónir evra eða tæpir 4,3 milljarðar íslenskra króna.

Fótbolti
Fréttamynd

Gunn­leifur og Kjartan fylla skarð Ás­mundar

Breiðablik hefur ráðið þá Gunnleif Gunnleifsson og Kjartan Stefánsson inn í meistaraflokks kvenna teymið. Það verða því fjórir þjálfarar sem munu stýra Blikum út tímabilið í Bestu deild kvenna þar sem Ana Cate og Ólafur Pétursson voru fyrir í teyminu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir Guð­jóns­son: Á­gætt bara að sleppa með 3-0

„Ég hefði ekki getað gagnrýnt neinn í hálfleik fyrir að leggja sig ekki fram. Við lögðum okkur fram og spiluðum góðan fótbolta, góð færi, en eins og oft áður í sumar erum við sjálfum okkur verstir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 0-3 tap gegn KA í Kaplakrika í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fiorentina neitar láns­til­boði Man United í Amra­bat

Enska knattspyrnuliðið Manchester United þarf nauðsynlega að bæta við sig leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn í Englandi. Félagið virðist ekki hafa mikið fjármagn á milli handanna og nú hefur lánstilboði þess í miðjumanninn Sofyan Amrabat verið hafnað.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rann­saka koss Ru­bi­a­les sem mögu­legt kyn­ferðis­brot

Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi.

Sport