Fótbolti Laugardalsvöllur eini möguleiki Blika hér á landi Breiðablik komst í gær í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta skipti sem karlalið frá Íslandi kemst svo langt í Evrópukeppni. Þó mikil gleði fylgi slíkum árangri þá fylgja því líka ýmis vandamál, til að mynda hvar skal spila leikina? Fótbolti 1.9.2023 07:31 Man United selur Henderson og fær vinstri bakvörð frá Tottenham Það hefur verið nóg um að vera á skrifstofu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United í kvöld en félagið seldi leikmann sem og það virðist hafa fundið vinstri bakvörð. Enski boltinn 31.8.2023 23:31 Orri Steinn pollrólegur þegar í ljós kom að FCK myndi mæta Man Utd: „Ég sver það“ Orri Steinn Óskarsson, framherji Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar og nýliða í íslenska landsliðinu, mætti í útvarpsþáttinn „Veislan með Gústa B“ fyrr í dag. Á sama tíma var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og þar kom í ljós að FCK mætir liðinu sem Orri Steinn heldur með í enska boltanum, Manchester United. Fótbolti 31.8.2023 23:00 Þórir Jóhann lánaður til Þýskalands Knattspyrnumaðurinn Þórir Jóhann Helgason hefur verið lánaður frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Lecce til Eintracht Braunschweig í þýsku B-deildinni. Fótbolti 31.8.2023 22:00 Gravenberch á leið til Liverpool fyrir rúman fimm og hálfan milljarð Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er á leið til enska úrvalalsdeildarliðsins Liverpool frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Hann kostar Liverpool 40 milljónir evra eða 5,7 milljarða íslenskra króna. Enski boltinn 31.8.2023 21:45 Valgeir Lunddal í Evrópudeildina á meðan Hákon Arnar fer í Sambandsdeildina Í kvöld kom í ljós hvaða lið komust í riðlakeppni Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Fyrr í kvöld tryggði Breiðablik sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en nú er öllum leikjum kvöldsins lokið. Fótbolti 31.8.2023 21:31 Enn að átta sig á afrekinu: „Maður lagði bara allt í sölurnar í dag“ Viktor Karl Einarsson, markaskorari Breiðabliks í leiknum mikilvæga í kvöld gegn Struga í Sambandsdeild Evrópu, segir tilfinninguna sem fylgir því að hafa tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða í fótbolta vera ólýsanlega. Fótbolti 31.8.2023 20:30 Fjölnir galopnaði toppbaráttuna Fjölnir opnaði toppbaráttu Lengjudeildar karla í knattspyrnu upp á gátt með 4-2 sigri á toppliði Aftureldingar í kvöld. Þróttur Reykjavík lyfti sér upp úr fallsæti með 5-0 sigri á Grindavík. Íslenski boltinn 31.8.2023 20:16 Fyrirliði Breiðabliks eftir afrek kvöldsins: „Hugrekki, trú og barnaháttur hefur skilað okkur hingað“ „Ótrúlega stoltur, þetta er búið að vera vegferð sem við hófum fyrir þremur árum, eiginlega fjórum. Hugrakkir og barnalegir í Þrándheimi, skíttöpuðum þar. Það í raun lagði fyrsta steininn að þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti 31.8.2023 19:55 Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiðabliks: „Þessi árangur er óður til hugrekkisins“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni. Fótbolti 31.8.2023 19:20 Kallar Rubiales gungu og segir hann hafa skemmt sér með táningum Juan Rubiales, frændi Luis Rubiales – forseta spænska knattspyrnusambandsins, kallar frænda sinn gungu og segir frá veisluhöldum með táningum sem voru mögulega ólögráða. Fótbolti 31.8.2023 07:00 „Hélt ég myndi ekki lifa þann dag að sjá okkur vinna titla“ Nýjasti þáttur Bestu markanna, þar sem hitað er upp fyrir úrslitakeppnina í Bestu deild kvenna, er kominn í loftið en í þættinum mættu þær Víkings-mæðgur, Elíza Gígja Ómarsdóttir og Hjördís Guðmundsdóttir sem gestir. Íslenski boltinn 30.8.2023 23:31 Arsenal hulduliðið sem gerði mettilboð í Earps Fyrir tæpri viku var greint frá því að ónefnt lið hefði boðið í Mary Earps, markvörð Manchester United. Talið er að um hafi verið að ræða metupphæð þegar kemur að markverði en Man Utd neitaði tilboðinu. Enski boltinn 30.8.2023 23:00 Fyrrverandi varnarmaður Barcelona og Stoke orðinn lærisveinn Freys Marc Muniesa, fyrrverandi leikmaður Barcelona á Spáni og Stoke City á Englandi, er orðinn leikmaður Íslendingaliðs Lyngby í Danmörku. Fótbolti 30.8.2023 22:31 Pavard mættur til Inter Benjamin Pavard er genginn í raðir Inter Milan frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Talið er að kaupverið sé um 30 milljónir evra eða tæpir 4,3 milljarðar íslenskra króna. Fótbolti 30.8.2023 21:46 Jóhann Berg og félagar áfram í enska deildarbikarnum Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley þegar liðið vann nauman 1-0 útisigur á Nottingham Forest í enska deildarbikarnum í kvöld. Þá vann Chelsea 2-1 sigur á AFC Wimbledon. Enski boltinn 30.8.2023 21:06 FC Kaupmannahöfn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu Orri Steinn Óskarsson kom ekki við sögu þegar FC Kaupmannahöfn tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir jafntefli gegn Raków Częstochowa frá Póllandi. Fótbolti 30.8.2023 20:55 Gunnleifur og Kjartan fylla skarð Ásmundar Breiðablik hefur ráðið þá Gunnleif Gunnleifsson og Kjartan Stefánsson inn í meistaraflokks kvenna teymið. Það verða því fjórir þjálfarar sem munu stýra Blikum út tímabilið í Bestu deild kvenna þar sem Ana Cate og Ólafur Pétursson voru fyrir í teyminu. Íslenski boltinn 30.8.2023 20:45 Heimir Guðjónsson: Ágætt bara að sleppa með 3-0 „Ég hefði ekki getað gagnrýnt neinn í hálfleik fyrir að leggja sig ekki fram. Við lögðum okkur fram og spiluðum góðan fótbolta, góð færi, en eins og oft áður í sumar erum við sjálfum okkur verstir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 0-3 tap gegn KA í Kaplakrika í kvöld. Íslenski boltinn 30.8.2023 20:31 Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 0-3 | Vonir Akureyringa um efri hlutann lifa enn FH fékk KA í heimsókn í dag í frestuðum leik úr 14. umferð í Bestu deild karla. KA sigraði leikinn 0-3 og er þar með komið í góðan séns á að enda í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu, en lokaumferð deildarinnar fyrir tvískiptinguna er á sunnudaginn. Íslenski boltinn 30.8.2023 16:46 Rosenborg í undanúrslit eftir ótrúlegan leik þar sem Selma Sól lagði upp tvö Selma Sól Magnúsdóttir kom inn af bekknum og lagði upp tvö mörk sem tryggðu Rosenborg sæti í undanúrslitum norska bikarsins í knattspyrnu eftir hreint út sagt ótrúlegan leik við Stabæk. Þá eru Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga einnig komnar undanúrslit. Fótbolti 30.8.2023 19:01 Fiorentina neitar lánstilboði Man United í Amrabat Enska knattspyrnuliðið Manchester United þarf nauðsynlega að bæta við sig leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn í Englandi. Félagið virðist ekki hafa mikið fjármagn á milli handanna og nú hefur lánstilboði þess í miðjumanninn Sofyan Amrabat verið hafnað. Enski boltinn 30.8.2023 18:16 María Þórisdóttir frá Man United til Brighton María Þórisdóttir er gengin í raðir Brighton & Hove Albion frá Manchester United. Ekki kemur fram hvað Brighton borgar fyrir þennan öfluga varnarmann sem hefur einnig leikið með Chelsea. Enski boltinn 30.8.2023 17:35 Margrét Lára og Einar eignuðust stúlku: „Stjarnan okkar skærasta“ Margrét Lára Viðarsdóttir, sálfræðingur, knattspyrnusérfræðingur og fyrrverandi landsliðskona og Einar Örn Guðmundsson, sjúkraþjálfari og fyrrverandi handboltamaður eignuðust dóttur 26. ágúst síðastliðinn. Lífið 30.8.2023 15:22 Frítt inn á mikilvægan leik FH og KA í Kaplakrika Bílaleiga Akureyrar ætlar að bjóða gestum og gangandi frítt inn á leik FH og KA í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Með sigri fer FH upp í 4. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 29.8.2023 17:00 Bestu mörkin um Huldu Ósk og Söndru Maríu: Eins og gott Malt og Appelsín Farið var yfir stöðu mála hjá Þór/KA í síðasta þætti Bestu markanna. Liðið gerði markalaust jafntefli við Tindastól í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þór/KA er því í 6. sæti og fer í efri úrslitakeppnina þar sem efstu sex liðin mætast innbyrðis, neðst fjögur gera svo slíkt hið sama. Íslenski boltinn 29.8.2023 13:01 Hótuðu að skjóta fyrirliða Newcastle í miðjum götuslagsmálum Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, komst í hann krappan á dögunum þegar hann lenti í áflogum í miðborg Newcastle eftir að hafa verið úti að skemmta sér með vini sínum og bróður. Lentu þremenningarnir í áflogum við glæpagengi sem hótaði meðal annars að skjóta þá bræður. Enski boltinn 29.8.2023 12:30 Stúkan: Ætluðu að koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða upp á Í síðasta þætti Stúkunnar var farið yfir síðustu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Eðlilega fékk stórleikur Víkings og Breiðabliks mikið pláss í þættinum en Blikar létu bíða eftir sér og mættu ekki út á völl fyrr en rétt áður en leikur hófst. Íslenski boltinn 29.8.2023 11:00 Benzema meiddur af velli og Al Hilal lagði lærisveina Gerrard þó Neymar hafi vantað Franski framherjinn Karim Benzema haltraði meiddur af velli þegar lið hans Al-Ittihad lagði Al Wehda 3-0 í efstu deild Sádi-Arabíu í gærkvöld, mánudag. Lærisveinar Steven Gerrard í Al Ettifaq töpuðu þá sínum fyrsta leik í deildinni gegn Al-Hilal. Fótbolti 29.8.2023 10:31 Rannsaka koss Rubiales sem mögulegt kynferðisbrot Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi. Sport 29.8.2023 10:27 « ‹ 80 81 82 83 84 85 86 87 88 … 334 ›
Laugardalsvöllur eini möguleiki Blika hér á landi Breiðablik komst í gær í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta skipti sem karlalið frá Íslandi kemst svo langt í Evrópukeppni. Þó mikil gleði fylgi slíkum árangri þá fylgja því líka ýmis vandamál, til að mynda hvar skal spila leikina? Fótbolti 1.9.2023 07:31
Man United selur Henderson og fær vinstri bakvörð frá Tottenham Það hefur verið nóg um að vera á skrifstofu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United í kvöld en félagið seldi leikmann sem og það virðist hafa fundið vinstri bakvörð. Enski boltinn 31.8.2023 23:31
Orri Steinn pollrólegur þegar í ljós kom að FCK myndi mæta Man Utd: „Ég sver það“ Orri Steinn Óskarsson, framherji Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar og nýliða í íslenska landsliðinu, mætti í útvarpsþáttinn „Veislan með Gústa B“ fyrr í dag. Á sama tíma var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og þar kom í ljós að FCK mætir liðinu sem Orri Steinn heldur með í enska boltanum, Manchester United. Fótbolti 31.8.2023 23:00
Þórir Jóhann lánaður til Þýskalands Knattspyrnumaðurinn Þórir Jóhann Helgason hefur verið lánaður frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Lecce til Eintracht Braunschweig í þýsku B-deildinni. Fótbolti 31.8.2023 22:00
Gravenberch á leið til Liverpool fyrir rúman fimm og hálfan milljarð Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er á leið til enska úrvalalsdeildarliðsins Liverpool frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Hann kostar Liverpool 40 milljónir evra eða 5,7 milljarða íslenskra króna. Enski boltinn 31.8.2023 21:45
Valgeir Lunddal í Evrópudeildina á meðan Hákon Arnar fer í Sambandsdeildina Í kvöld kom í ljós hvaða lið komust í riðlakeppni Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Fyrr í kvöld tryggði Breiðablik sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en nú er öllum leikjum kvöldsins lokið. Fótbolti 31.8.2023 21:31
Enn að átta sig á afrekinu: „Maður lagði bara allt í sölurnar í dag“ Viktor Karl Einarsson, markaskorari Breiðabliks í leiknum mikilvæga í kvöld gegn Struga í Sambandsdeild Evrópu, segir tilfinninguna sem fylgir því að hafa tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða í fótbolta vera ólýsanlega. Fótbolti 31.8.2023 20:30
Fjölnir galopnaði toppbaráttuna Fjölnir opnaði toppbaráttu Lengjudeildar karla í knattspyrnu upp á gátt með 4-2 sigri á toppliði Aftureldingar í kvöld. Þróttur Reykjavík lyfti sér upp úr fallsæti með 5-0 sigri á Grindavík. Íslenski boltinn 31.8.2023 20:16
Fyrirliði Breiðabliks eftir afrek kvöldsins: „Hugrekki, trú og barnaháttur hefur skilað okkur hingað“ „Ótrúlega stoltur, þetta er búið að vera vegferð sem við hófum fyrir þremur árum, eiginlega fjórum. Hugrakkir og barnalegir í Þrándheimi, skíttöpuðum þar. Það í raun lagði fyrsta steininn að þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti 31.8.2023 19:55
Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiðabliks: „Þessi árangur er óður til hugrekkisins“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni. Fótbolti 31.8.2023 19:20
Kallar Rubiales gungu og segir hann hafa skemmt sér með táningum Juan Rubiales, frændi Luis Rubiales – forseta spænska knattspyrnusambandsins, kallar frænda sinn gungu og segir frá veisluhöldum með táningum sem voru mögulega ólögráða. Fótbolti 31.8.2023 07:00
„Hélt ég myndi ekki lifa þann dag að sjá okkur vinna titla“ Nýjasti þáttur Bestu markanna, þar sem hitað er upp fyrir úrslitakeppnina í Bestu deild kvenna, er kominn í loftið en í þættinum mættu þær Víkings-mæðgur, Elíza Gígja Ómarsdóttir og Hjördís Guðmundsdóttir sem gestir. Íslenski boltinn 30.8.2023 23:31
Arsenal hulduliðið sem gerði mettilboð í Earps Fyrir tæpri viku var greint frá því að ónefnt lið hefði boðið í Mary Earps, markvörð Manchester United. Talið er að um hafi verið að ræða metupphæð þegar kemur að markverði en Man Utd neitaði tilboðinu. Enski boltinn 30.8.2023 23:00
Fyrrverandi varnarmaður Barcelona og Stoke orðinn lærisveinn Freys Marc Muniesa, fyrrverandi leikmaður Barcelona á Spáni og Stoke City á Englandi, er orðinn leikmaður Íslendingaliðs Lyngby í Danmörku. Fótbolti 30.8.2023 22:31
Pavard mættur til Inter Benjamin Pavard er genginn í raðir Inter Milan frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Talið er að kaupverið sé um 30 milljónir evra eða tæpir 4,3 milljarðar íslenskra króna. Fótbolti 30.8.2023 21:46
Jóhann Berg og félagar áfram í enska deildarbikarnum Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley þegar liðið vann nauman 1-0 útisigur á Nottingham Forest í enska deildarbikarnum í kvöld. Þá vann Chelsea 2-1 sigur á AFC Wimbledon. Enski boltinn 30.8.2023 21:06
FC Kaupmannahöfn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu Orri Steinn Óskarsson kom ekki við sögu þegar FC Kaupmannahöfn tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir jafntefli gegn Raków Częstochowa frá Póllandi. Fótbolti 30.8.2023 20:55
Gunnleifur og Kjartan fylla skarð Ásmundar Breiðablik hefur ráðið þá Gunnleif Gunnleifsson og Kjartan Stefánsson inn í meistaraflokks kvenna teymið. Það verða því fjórir þjálfarar sem munu stýra Blikum út tímabilið í Bestu deild kvenna þar sem Ana Cate og Ólafur Pétursson voru fyrir í teyminu. Íslenski boltinn 30.8.2023 20:45
Heimir Guðjónsson: Ágætt bara að sleppa með 3-0 „Ég hefði ekki getað gagnrýnt neinn í hálfleik fyrir að leggja sig ekki fram. Við lögðum okkur fram og spiluðum góðan fótbolta, góð færi, en eins og oft áður í sumar erum við sjálfum okkur verstir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 0-3 tap gegn KA í Kaplakrika í kvöld. Íslenski boltinn 30.8.2023 20:31
Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 0-3 | Vonir Akureyringa um efri hlutann lifa enn FH fékk KA í heimsókn í dag í frestuðum leik úr 14. umferð í Bestu deild karla. KA sigraði leikinn 0-3 og er þar með komið í góðan séns á að enda í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu, en lokaumferð deildarinnar fyrir tvískiptinguna er á sunnudaginn. Íslenski boltinn 30.8.2023 16:46
Rosenborg í undanúrslit eftir ótrúlegan leik þar sem Selma Sól lagði upp tvö Selma Sól Magnúsdóttir kom inn af bekknum og lagði upp tvö mörk sem tryggðu Rosenborg sæti í undanúrslitum norska bikarsins í knattspyrnu eftir hreint út sagt ótrúlegan leik við Stabæk. Þá eru Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga einnig komnar undanúrslit. Fótbolti 30.8.2023 19:01
Fiorentina neitar lánstilboði Man United í Amrabat Enska knattspyrnuliðið Manchester United þarf nauðsynlega að bæta við sig leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn í Englandi. Félagið virðist ekki hafa mikið fjármagn á milli handanna og nú hefur lánstilboði þess í miðjumanninn Sofyan Amrabat verið hafnað. Enski boltinn 30.8.2023 18:16
María Þórisdóttir frá Man United til Brighton María Þórisdóttir er gengin í raðir Brighton & Hove Albion frá Manchester United. Ekki kemur fram hvað Brighton borgar fyrir þennan öfluga varnarmann sem hefur einnig leikið með Chelsea. Enski boltinn 30.8.2023 17:35
Margrét Lára og Einar eignuðust stúlku: „Stjarnan okkar skærasta“ Margrét Lára Viðarsdóttir, sálfræðingur, knattspyrnusérfræðingur og fyrrverandi landsliðskona og Einar Örn Guðmundsson, sjúkraþjálfari og fyrrverandi handboltamaður eignuðust dóttur 26. ágúst síðastliðinn. Lífið 30.8.2023 15:22
Frítt inn á mikilvægan leik FH og KA í Kaplakrika Bílaleiga Akureyrar ætlar að bjóða gestum og gangandi frítt inn á leik FH og KA í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Með sigri fer FH upp í 4. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 29.8.2023 17:00
Bestu mörkin um Huldu Ósk og Söndru Maríu: Eins og gott Malt og Appelsín Farið var yfir stöðu mála hjá Þór/KA í síðasta þætti Bestu markanna. Liðið gerði markalaust jafntefli við Tindastól í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þór/KA er því í 6. sæti og fer í efri úrslitakeppnina þar sem efstu sex liðin mætast innbyrðis, neðst fjögur gera svo slíkt hið sama. Íslenski boltinn 29.8.2023 13:01
Hótuðu að skjóta fyrirliða Newcastle í miðjum götuslagsmálum Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, komst í hann krappan á dögunum þegar hann lenti í áflogum í miðborg Newcastle eftir að hafa verið úti að skemmta sér með vini sínum og bróður. Lentu þremenningarnir í áflogum við glæpagengi sem hótaði meðal annars að skjóta þá bræður. Enski boltinn 29.8.2023 12:30
Stúkan: Ætluðu að koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða upp á Í síðasta þætti Stúkunnar var farið yfir síðustu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Eðlilega fékk stórleikur Víkings og Breiðabliks mikið pláss í þættinum en Blikar létu bíða eftir sér og mættu ekki út á völl fyrr en rétt áður en leikur hófst. Íslenski boltinn 29.8.2023 11:00
Benzema meiddur af velli og Al Hilal lagði lærisveina Gerrard þó Neymar hafi vantað Franski framherjinn Karim Benzema haltraði meiddur af velli þegar lið hans Al-Ittihad lagði Al Wehda 3-0 í efstu deild Sádi-Arabíu í gærkvöld, mánudag. Lærisveinar Steven Gerrard í Al Ettifaq töpuðu þá sínum fyrsta leik í deildinni gegn Al-Hilal. Fótbolti 29.8.2023 10:31
Rannsaka koss Rubiales sem mögulegt kynferðisbrot Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi. Sport 29.8.2023 10:27