Lyngby er stórhuga eftir að hafa rétt haldið sér uppi í efstu deild á síðustu leiktíð og er í þann mund að semja við Gylfa Þór Sigurðsson. Nú hefur liðið hins vegar tilkynnt komu hins 31 árs gamla Muniesa.
....
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 30, 2023
He did it on a rainy day in Stoke... Can he do it in Lyngby?#Soon #transfertease #NotGylfi #sldk pic.twitter.com/zn9YYALnCw
Um er að ræða varnarmann sem ólst upp hjá Barcelona en þaðan þá leiðin til Stoke City á Englandi áður en hann hélt til Girona á Spáni og svo Al-Arabi í Katar árið 2019. Þar hefur hann verið undanfarin ár en er nú mættur til Lyngby á tveggja ára samning. Er Muniesa ætlað að fylla skarð Lucas Hey sem var nýverið seldur til Nordsjælland.
Muniesa er fjórði leikmaðurinn sem Lyngby fær til liðs við sig í sumar en Andri Lucas Guðjohnsen kom á láni frá Norrköping, Jonathan Amon kom á frjálsri sölu og Magnus Jensen kom frá AC Horsens.
Lyngby er með 7 stig að loknum 6 leikjum í dönsku úrvalsdeildinni.