Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiðabliks: „Þessi árangur er óður til hugrekkisins“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 19:20 Óskar Hrafn. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni. „Hún er bara mjög öflug, ég verð að segja það. Erfitt að færa það í orð hvernig manni líður núna. Ég sagði að þegar við urðum Íslandsmeistarar í fyrra að það væri öflug tilfinning, öflugri en ég hefði kynnst áður í íþróttum. Þetta er samt enn öflugra, kannski af því við gerðum þetta í sófanum undir stúkunni í fyrra en núna vorum við á vellinum með fólkinu okkar, var aðeins raunverulegra,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Tilfinningin að gera eitthvað sem enginn annar hefur gert í íslenskum fótbolta er gríðarlega öflug. Stoltið sem býr í brjósti manns, að fá að þjálfa þetta lið og þessa leikmenn. Allt fólkið í kringum liðið, að við séum að upplifa þetta – að fara inn í sex leiki sem taka enda í fyrsta lagi 14. desember. Bara að hafa stigið þetta skref, töluðum um það fyrir leikinn að við værum fyrir utan þröskuldinn og það væri undir okkur komið hvort við myndum stíga inn fyrir dyrnar. Við gerðum það svo sannarlega.“ Mikið af leikmönnum Breiðabliks hafa verið með liðinu síðan Óskar Hrafn tók við árið 2020. Hann var spurður út í vegferðina. „Spiluðum við Norrköping í byrjun febrúar 2020, fyrir Covid-19. Töpuðum 4-2, gerðum fjögur klaufamistök. Fylgdum því svo eftir í Þrándheimi þar sem var pínulítið gert grín að okkur fyrir að reyna spila fótbolta, vorum 4-0 undir í hálfleik og allt í skrúfunni. Leit ekkert sérstaklega vel út en einhvern veginn töldum við að þetta væri fyrsta skrefið á einhverri ferð, þessi ferð er allavega komin hingað.“ Óskar Hrafn í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Margir af þessum leikmönnum búnir að leggja gríðarlega mikið á sig og líka bara að vera klárir í að umvefja og þora að stíga út fyrir þægindarammann, þora að gera mistök, þora að líta illa út. Kannski má segja, ef ég má vera ljóðrænn, að þessi árangur er óður til hugrekkisins. Óður til þess að þegar þú gerir mistök þá skipta þau þannig séð engu máli. Það skiptir máli hvernig þú stígur upp eftir þau og að þú þorir að fara út fyrir þægindarammann. Ef þú stígur ekki út fyrir hann eru engar líkur á að þú takir neinum framförum,“ sagði Óskar Hrafn að endingu. Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Sjá meira
„Hún er bara mjög öflug, ég verð að segja það. Erfitt að færa það í orð hvernig manni líður núna. Ég sagði að þegar við urðum Íslandsmeistarar í fyrra að það væri öflug tilfinning, öflugri en ég hefði kynnst áður í íþróttum. Þetta er samt enn öflugra, kannski af því við gerðum þetta í sófanum undir stúkunni í fyrra en núna vorum við á vellinum með fólkinu okkar, var aðeins raunverulegra,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Tilfinningin að gera eitthvað sem enginn annar hefur gert í íslenskum fótbolta er gríðarlega öflug. Stoltið sem býr í brjósti manns, að fá að þjálfa þetta lið og þessa leikmenn. Allt fólkið í kringum liðið, að við séum að upplifa þetta – að fara inn í sex leiki sem taka enda í fyrsta lagi 14. desember. Bara að hafa stigið þetta skref, töluðum um það fyrir leikinn að við værum fyrir utan þröskuldinn og það væri undir okkur komið hvort við myndum stíga inn fyrir dyrnar. Við gerðum það svo sannarlega.“ Mikið af leikmönnum Breiðabliks hafa verið með liðinu síðan Óskar Hrafn tók við árið 2020. Hann var spurður út í vegferðina. „Spiluðum við Norrköping í byrjun febrúar 2020, fyrir Covid-19. Töpuðum 4-2, gerðum fjögur klaufamistök. Fylgdum því svo eftir í Þrándheimi þar sem var pínulítið gert grín að okkur fyrir að reyna spila fótbolta, vorum 4-0 undir í hálfleik og allt í skrúfunni. Leit ekkert sérstaklega vel út en einhvern veginn töldum við að þetta væri fyrsta skrefið á einhverri ferð, þessi ferð er allavega komin hingað.“ Óskar Hrafn í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Margir af þessum leikmönnum búnir að leggja gríðarlega mikið á sig og líka bara að vera klárir í að umvefja og þora að stíga út fyrir þægindarammann, þora að gera mistök, þora að líta illa út. Kannski má segja, ef ég má vera ljóðrænn, að þessi árangur er óður til hugrekkisins. Óður til þess að þegar þú gerir mistök þá skipta þau þannig séð engu máli. Það skiptir máli hvernig þú stígur upp eftir þau og að þú þorir að fara út fyrir þægindarammann. Ef þú stígur ekki út fyrir hann eru engar líkur á að þú takir neinum framförum,“ sagði Óskar Hrafn að endingu.
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Sjá meira