Fótbolti Sóttu sigur í uppbótartíma gegn tíu mönnum Chelsea vann dramatískan 4-2 sigur á Leicester í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Leicester jafnaði leikinn eftir að hafa lent tveimur mörkum undir en misstu svo mann af velli og tókst ekki að halda út. Enski boltinn 17.3.2024 12:16 Markalaust hjá Genoa gegn gömlu frúnni Juventus gerði sér ekki kápu úr klæðinu þegar Albert Guðmundsson og félagar í Genoa heimsóttu þá í 29. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Markalaus niðurstaða þrátt fyrir fjöldan allan af færum og Dusan Vlahovic var rekinn af velli í uppbótartíma. Fótbolti 17.3.2024 11:01 Newcastle lítil fyrirstaða fyrir lærisveina Guardiola Manchester City er komið í undanúrslit FA-bikarsins í knattspyrnu eftir þægilegan 2-0 sigur á Newcastle á heimavelli í dag. Enski boltinn 16.3.2024 17:01 Pep horfir til Lundúna í leit að eftirmanni Bernardo Silva Pep Guardiola telur Brasilíumanninn Lucas Paquetá best til þess fallinn að leysa Bernardo Silva af hólmi í liði Englands-, Evrópu og bikarmeistara Manchester City. Enski boltinn 15.3.2024 18:15 „Kunnum að reikna á Hlíðarenda og þetta er vel innan allra marka“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fagnar komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann segir hafa verið snúið að ganga frá samningum en þó ekki að fjármagna samninginn sem sé innan velsæmismarka. Íslenski boltinn 15.3.2024 12:31 Vilja vinna alla titla fyrir fráfarandi Klopp Liverpool er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eftir stórsigur á Sparta Prag á Anfield í gær. Hægri bakvörðurinn Conor Bradley segir leikmenn liðsins vilja „vinna alla titla sem í boði eru,“ fyrir fráfarandi þjálfara félagsins, Jürgen Klopp. Enski boltinn 15.3.2024 09:31 Stefnir í að enska úrvalsdeildin fái fimm Meistaradeildarsæti Það stefnir allt í það að fimm lið úr ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu fái þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Verður það fyrsta tímabil þessarar bestu deildar Evrópu með nýju sniði. Enski boltinn 15.3.2024 09:00 Lék lengi á Englandi en er nú framkvæmdastjóri landsliðs sem hefur aldrei spilað Aðdáendur enskrar knattspyrnu muna ef til vill eftir Dave Kitson. Hann stóð upp úr þar sem um er að ræða einkar hávaxinn framherja með eldrautt hár ásamt því að hann spilaði með Íslendingaliðum. Kitson er nú tekinn við sem framkvæmdastjóri hjá smáríki í Eyjaálfu sem hefur aldrei spilað landsleik. Fótbolti 15.3.2024 08:30 Stórskotahríð Liverpool og ellefu mörk í tveimur leikjum Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 6-1 sigur á Slavia Prag í seinni leik liðanna á Anfield í kvöld. Fótbolti 14.3.2024 19:30 Á óvænt tengsl við Mourinho og segir fallega sögu Portúgalinn José Mourinho nýtur lífsins utan þjálfunar eftir að honum var sagt upp störfum hjá Roma fyrr á þessu ári og bíður nýs tækifæris. Hann hafði góð áhrif á ungan mann í Skotlandi sem þekkti Mourinho ekki þegar þeir mættust á ný í ensku úrvalsdeildinni 15 árum síðar. Enski boltinn 14.3.2024 12:30 De Bruyne ekki í belgíska hópnum Kevin De Bruyne, miðjumaður meistaraliðs Manchester City, verður ekki með belgíska landsliðinu í komandi leikjum í þessum mánuði. Fótbolti 14.3.2024 11:45 Óljóst hvort Albert megi spila ef niðurfelling er kærð Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan. Fótbolti 13.3.2024 13:25 Ertu til eða er þér alveg sama? Ég lagði leið mína á KR-völlinn síðastliðna helgi til að horfa á drenginn minn spila fótboltaleik, en hann er á ellefta ári og spilar því í fimmta flokki. Skoðun 13.3.2024 13:01 Snýr aftur og fyrsta verkefnið er að finna eftirmann Klopp Michael Edwards mun snúa aftur til Liverpool í sumar. Hann var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu en færist nú ofar í fæðukeðjunni og á að aðstoða félagið við að finna eftirmann Jürgen Klopp og móta nýjan leikmannahóp. Enski boltinn 12.3.2024 23:31 Al Nassr úr leik eftir klúður ársins hjá Ronaldo Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo átti eitt af klúðrum ársins þegar Al Nassr féll úr leik í Meistaradeild Asíu gegn lærisveinum Hernán Crespo í Al Ain frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum í gær, mánudag. Fótbolti 12.3.2024 22:55 Raya hetjan þegar Arsenal komst áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni Arsenal er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þökk sé David Raya, markverði liðsins, en hann varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni liðsins gegn Porto í kvöld. Fótbolti 12.3.2024 19:30 Börsungar í átta liða úrslit eftir sannfærandi sigur Barcelona er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 3-1 sigur á Napolí þegar liðin mættust í Katalóníu í kvöld. Fótbolti 12.3.2024 19:30 FH vill Ísak Óla í miðvörðinn FH vonast til að fá varnarmanninn Ísak Óla Ólafsson frá Esbjerg áður en Besta deild karla í knattspyrnu rúllar af stað. Það gengur þó illa að ná saman við dansak félagið. Íslenski boltinn 12.3.2024 19:16 Miðjumaður Liverpool gaf út sjálfshjálparbók Wataru Endō, miðjumaður Liverpool og japanska landsliðsins í knattspyrnu, er margt til lista lagt. Ásamt því að spila með einu besta knattspyrnuliði þá gaf hann út sjálfshjálparbók undir lok síðasta árs. Enski boltinn 12.3.2024 18:30 Alex Freyr mættur heim í Fram Alex Freyr Elísson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt Fram. Hann skrifar undir samning út leiktíðina 2025. Íslenski boltinn 12.3.2024 17:45 Þremur sparkað úr landsliðinu fyrir hómófóbíu Ralf Rangnick, þjálfari karlalandsliðs Austurríkis í fótbolta, ákvað að skilja þrjá leikmenn eftir utan hóps fyrir vináttulandsleiki síðar í þessum mánuði. Ástæðan er sú að þeir sungu hómófóbíska söngva í síðasta mánuði. Fótbolti 12.3.2024 16:00 Íhugar alvarlega að kæra niðurfellingu máls Alberts Kona sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir nauðgun íhugar alvarlega að kæra niðurfellingu héraðssaksóknara á málinu. Hún hefur tíu daga til að ákveða sig. Degi áður en kærufrestur rennur út leikur karlalandsliðið í knattspyrnu við það ísraelska í umspili um sæti á EM 2024. Innlent 12.3.2024 15:12 Víkingurinn mætir Messi Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings í fótbolta, hefur verið valinn í nýjasta landsliðshóp El Salvador. Fótbolti 12.3.2024 15:01 Sextíu og tveir í bann fyrir að ljúga til um aldur Knattspyrnusamband Kamerún, Fecafoot, hefur sett 62 leikmenn í bann fyrir að ljúga til um aldur. Fótbolti 11.3.2024 23:01 Chelsea nálgast efri hluta töflunnar Chelsea nálgast efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Newcastle United á Brúnni í Lundúnum. Enski boltinn 11.3.2024 19:31 Sveindís Jane skoraði í öruggum sigri Sveindís Jane Jónsdóttir var á skotskónum í öruggum fjögurra marka sigri Wolfsburg á RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lokatölur 4-0 og Wolfsburg áfram í harðri toppbaráttu við Þýskalandsmeistara Bayern München. Fótbolti 11.3.2024 20:31 Sverrir Ingi á toppinn í Danmörku Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í hjarta varnar Midtjylland þegar liðið komst á topp dönsku úrvalsdeildarinnar i knattspyrnu. Fótbolti 11.3.2024 20:01 Lingard-æði í Suður-Kóreu Knattspyrnuferill Jesse Lingard var á hraðri niðurleið undir lok síðasta árs. Ekkert lið vildi semja við þennan 31 árs gamla sóknarþenkjandi leikmann og það virtist sem eini möguleikinn væri að setja skóna upp á hillu. Það er þangað til það barst tilboð frá Suður-Kóreu. Fótbolti 11.3.2024 19:16 Alex Freyr heim í Fram áður en langt um líður Alex Freyr Elísson mun ganga til liðs við uppeldisfélag sitt Fram á næstu dögum. Hann lék með liðinu allar götur til ársins 2023 þegar Breiðablik keypti hann. Þar náði hann aldrei að festa sig í sessi og er nú á leið aftur í Fram. Íslenski boltinn 11.3.2024 18:31 Martinelli missir af leiknum mikilvæga gegn Porto Gabriel Martinelli, framherji Arsenal, verður hvergi sjáanlegur þegar liðið mætir Porto í leik sem það þarf að vinna með tveggja marka mun í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld, þriðjudag. Fótbolti 11.3.2024 17:46 « ‹ 46 47 48 49 50 51 52 53 54 … 334 ›
Sóttu sigur í uppbótartíma gegn tíu mönnum Chelsea vann dramatískan 4-2 sigur á Leicester í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Leicester jafnaði leikinn eftir að hafa lent tveimur mörkum undir en misstu svo mann af velli og tókst ekki að halda út. Enski boltinn 17.3.2024 12:16
Markalaust hjá Genoa gegn gömlu frúnni Juventus gerði sér ekki kápu úr klæðinu þegar Albert Guðmundsson og félagar í Genoa heimsóttu þá í 29. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Markalaus niðurstaða þrátt fyrir fjöldan allan af færum og Dusan Vlahovic var rekinn af velli í uppbótartíma. Fótbolti 17.3.2024 11:01
Newcastle lítil fyrirstaða fyrir lærisveina Guardiola Manchester City er komið í undanúrslit FA-bikarsins í knattspyrnu eftir þægilegan 2-0 sigur á Newcastle á heimavelli í dag. Enski boltinn 16.3.2024 17:01
Pep horfir til Lundúna í leit að eftirmanni Bernardo Silva Pep Guardiola telur Brasilíumanninn Lucas Paquetá best til þess fallinn að leysa Bernardo Silva af hólmi í liði Englands-, Evrópu og bikarmeistara Manchester City. Enski boltinn 15.3.2024 18:15
„Kunnum að reikna á Hlíðarenda og þetta er vel innan allra marka“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fagnar komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann segir hafa verið snúið að ganga frá samningum en þó ekki að fjármagna samninginn sem sé innan velsæmismarka. Íslenski boltinn 15.3.2024 12:31
Vilja vinna alla titla fyrir fráfarandi Klopp Liverpool er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eftir stórsigur á Sparta Prag á Anfield í gær. Hægri bakvörðurinn Conor Bradley segir leikmenn liðsins vilja „vinna alla titla sem í boði eru,“ fyrir fráfarandi þjálfara félagsins, Jürgen Klopp. Enski boltinn 15.3.2024 09:31
Stefnir í að enska úrvalsdeildin fái fimm Meistaradeildarsæti Það stefnir allt í það að fimm lið úr ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu fái þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Verður það fyrsta tímabil þessarar bestu deildar Evrópu með nýju sniði. Enski boltinn 15.3.2024 09:00
Lék lengi á Englandi en er nú framkvæmdastjóri landsliðs sem hefur aldrei spilað Aðdáendur enskrar knattspyrnu muna ef til vill eftir Dave Kitson. Hann stóð upp úr þar sem um er að ræða einkar hávaxinn framherja með eldrautt hár ásamt því að hann spilaði með Íslendingaliðum. Kitson er nú tekinn við sem framkvæmdastjóri hjá smáríki í Eyjaálfu sem hefur aldrei spilað landsleik. Fótbolti 15.3.2024 08:30
Stórskotahríð Liverpool og ellefu mörk í tveimur leikjum Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 6-1 sigur á Slavia Prag í seinni leik liðanna á Anfield í kvöld. Fótbolti 14.3.2024 19:30
Á óvænt tengsl við Mourinho og segir fallega sögu Portúgalinn José Mourinho nýtur lífsins utan þjálfunar eftir að honum var sagt upp störfum hjá Roma fyrr á þessu ári og bíður nýs tækifæris. Hann hafði góð áhrif á ungan mann í Skotlandi sem þekkti Mourinho ekki þegar þeir mættust á ný í ensku úrvalsdeildinni 15 árum síðar. Enski boltinn 14.3.2024 12:30
De Bruyne ekki í belgíska hópnum Kevin De Bruyne, miðjumaður meistaraliðs Manchester City, verður ekki með belgíska landsliðinu í komandi leikjum í þessum mánuði. Fótbolti 14.3.2024 11:45
Óljóst hvort Albert megi spila ef niðurfelling er kærð Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan. Fótbolti 13.3.2024 13:25
Ertu til eða er þér alveg sama? Ég lagði leið mína á KR-völlinn síðastliðna helgi til að horfa á drenginn minn spila fótboltaleik, en hann er á ellefta ári og spilar því í fimmta flokki. Skoðun 13.3.2024 13:01
Snýr aftur og fyrsta verkefnið er að finna eftirmann Klopp Michael Edwards mun snúa aftur til Liverpool í sumar. Hann var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu en færist nú ofar í fæðukeðjunni og á að aðstoða félagið við að finna eftirmann Jürgen Klopp og móta nýjan leikmannahóp. Enski boltinn 12.3.2024 23:31
Al Nassr úr leik eftir klúður ársins hjá Ronaldo Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo átti eitt af klúðrum ársins þegar Al Nassr féll úr leik í Meistaradeild Asíu gegn lærisveinum Hernán Crespo í Al Ain frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum í gær, mánudag. Fótbolti 12.3.2024 22:55
Raya hetjan þegar Arsenal komst áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni Arsenal er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þökk sé David Raya, markverði liðsins, en hann varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni liðsins gegn Porto í kvöld. Fótbolti 12.3.2024 19:30
Börsungar í átta liða úrslit eftir sannfærandi sigur Barcelona er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 3-1 sigur á Napolí þegar liðin mættust í Katalóníu í kvöld. Fótbolti 12.3.2024 19:30
FH vill Ísak Óla í miðvörðinn FH vonast til að fá varnarmanninn Ísak Óla Ólafsson frá Esbjerg áður en Besta deild karla í knattspyrnu rúllar af stað. Það gengur þó illa að ná saman við dansak félagið. Íslenski boltinn 12.3.2024 19:16
Miðjumaður Liverpool gaf út sjálfshjálparbók Wataru Endō, miðjumaður Liverpool og japanska landsliðsins í knattspyrnu, er margt til lista lagt. Ásamt því að spila með einu besta knattspyrnuliði þá gaf hann út sjálfshjálparbók undir lok síðasta árs. Enski boltinn 12.3.2024 18:30
Alex Freyr mættur heim í Fram Alex Freyr Elísson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt Fram. Hann skrifar undir samning út leiktíðina 2025. Íslenski boltinn 12.3.2024 17:45
Þremur sparkað úr landsliðinu fyrir hómófóbíu Ralf Rangnick, þjálfari karlalandsliðs Austurríkis í fótbolta, ákvað að skilja þrjá leikmenn eftir utan hóps fyrir vináttulandsleiki síðar í þessum mánuði. Ástæðan er sú að þeir sungu hómófóbíska söngva í síðasta mánuði. Fótbolti 12.3.2024 16:00
Íhugar alvarlega að kæra niðurfellingu máls Alberts Kona sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir nauðgun íhugar alvarlega að kæra niðurfellingu héraðssaksóknara á málinu. Hún hefur tíu daga til að ákveða sig. Degi áður en kærufrestur rennur út leikur karlalandsliðið í knattspyrnu við það ísraelska í umspili um sæti á EM 2024. Innlent 12.3.2024 15:12
Víkingurinn mætir Messi Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings í fótbolta, hefur verið valinn í nýjasta landsliðshóp El Salvador. Fótbolti 12.3.2024 15:01
Sextíu og tveir í bann fyrir að ljúga til um aldur Knattspyrnusamband Kamerún, Fecafoot, hefur sett 62 leikmenn í bann fyrir að ljúga til um aldur. Fótbolti 11.3.2024 23:01
Chelsea nálgast efri hluta töflunnar Chelsea nálgast efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Newcastle United á Brúnni í Lundúnum. Enski boltinn 11.3.2024 19:31
Sveindís Jane skoraði í öruggum sigri Sveindís Jane Jónsdóttir var á skotskónum í öruggum fjögurra marka sigri Wolfsburg á RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lokatölur 4-0 og Wolfsburg áfram í harðri toppbaráttu við Þýskalandsmeistara Bayern München. Fótbolti 11.3.2024 20:31
Sverrir Ingi á toppinn í Danmörku Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í hjarta varnar Midtjylland þegar liðið komst á topp dönsku úrvalsdeildarinnar i knattspyrnu. Fótbolti 11.3.2024 20:01
Lingard-æði í Suður-Kóreu Knattspyrnuferill Jesse Lingard var á hraðri niðurleið undir lok síðasta árs. Ekkert lið vildi semja við þennan 31 árs gamla sóknarþenkjandi leikmann og það virtist sem eini möguleikinn væri að setja skóna upp á hillu. Það er þangað til það barst tilboð frá Suður-Kóreu. Fótbolti 11.3.2024 19:16
Alex Freyr heim í Fram áður en langt um líður Alex Freyr Elísson mun ganga til liðs við uppeldisfélag sitt Fram á næstu dögum. Hann lék með liðinu allar götur til ársins 2023 þegar Breiðablik keypti hann. Þar náði hann aldrei að festa sig í sessi og er nú á leið aftur í Fram. Íslenski boltinn 11.3.2024 18:31
Martinelli missir af leiknum mikilvæga gegn Porto Gabriel Martinelli, framherji Arsenal, verður hvergi sjáanlegur þegar liðið mætir Porto í leik sem það þarf að vinna með tveggja marka mun í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld, þriðjudag. Fótbolti 11.3.2024 17:46