Óljóst hvort Albert megi spila ef niðurfelling er kærð Valur Páll Eiríksson skrifar 13. mars 2024 13:25 Albert í leik íslenska landsliðsins gegn Ísrael. Vísir/Hulda Margrét Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan. Í samtali við RÚV segir Þorvaldur að Knattspyrnusambandið líti á mál Albert sem svo að það sé niður fallið. Vegna þess sé Hareide heimilt að velja Albert eins og sakir standa. Héraðssaksóknari felldi málið niður þann 22. febrúar síðastliðinn en kærandi í málinu getur enn kært þá niðurstöðu. Áfrýjunarfresturinn rennur út þann 22. mars, degi eftir leik Íslands og Ísrael. Samkvæmt frétt RÚV gat Þorvaldur ekki sagt til um hvaða áhrif slík kæra myndi hafa á stöðu Alberts í hópnum. Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert fyrir kynferðisbrot, sagði við Vísi í gær það til alvarlegrar skoðunar að kæra ákvörðun Héraðssaksóknara. Landsliðshópur Íslands verður valinn eftir tvo daga, á föstudaginn 15. mars. Ef marka má orð Þorvaldar virðist ekki enn liggja fyrir hvort Albert verði gjaldgengur ef niðurstaða Héraðssaksóknara verður kærð. Yrði niðurstaðan kærð í dag eða á morgun er þá ekki víst hvort Hareide sé heimilt að velja hann í hópinn. Þá er spurningin hvort Albert verði vísað úr hópnum sé niðurstaðan kærð eftir helgi. Samkvæmt samþykkt KSÍ frá árinu 2022 skal haft að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Áður hefur Aron Einar Gunnarsson verið útilokaður frá vali í landsliðið vegna þeirrar samþykktar. Hann var kærður fyrir kynferðisbrot í september 2021 og var utan hóps frá þeim tíma þar til málið var látið niður falla tæpu ári síðar. KSÍ Landslið karla í fótbolta Lögreglumál Kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
Í samtali við RÚV segir Þorvaldur að Knattspyrnusambandið líti á mál Albert sem svo að það sé niður fallið. Vegna þess sé Hareide heimilt að velja Albert eins og sakir standa. Héraðssaksóknari felldi málið niður þann 22. febrúar síðastliðinn en kærandi í málinu getur enn kært þá niðurstöðu. Áfrýjunarfresturinn rennur út þann 22. mars, degi eftir leik Íslands og Ísrael. Samkvæmt frétt RÚV gat Þorvaldur ekki sagt til um hvaða áhrif slík kæra myndi hafa á stöðu Alberts í hópnum. Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert fyrir kynferðisbrot, sagði við Vísi í gær það til alvarlegrar skoðunar að kæra ákvörðun Héraðssaksóknara. Landsliðshópur Íslands verður valinn eftir tvo daga, á föstudaginn 15. mars. Ef marka má orð Þorvaldar virðist ekki enn liggja fyrir hvort Albert verði gjaldgengur ef niðurstaða Héraðssaksóknara verður kærð. Yrði niðurstaðan kærð í dag eða á morgun er þá ekki víst hvort Hareide sé heimilt að velja hann í hópinn. Þá er spurningin hvort Albert verði vísað úr hópnum sé niðurstaðan kærð eftir helgi. Samkvæmt samþykkt KSÍ frá árinu 2022 skal haft að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Áður hefur Aron Einar Gunnarsson verið útilokaður frá vali í landsliðið vegna þeirrar samþykktar. Hann var kærður fyrir kynferðisbrot í september 2021 og var utan hóps frá þeim tíma þar til málið var látið niður falla tæpu ári síðar.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Lögreglumál Kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn